Leita í fréttum mbl.is

Hrein fegurð tilviljunar

Munur á milli einstaklinga er lykilatriði í þróunarkenningunni. Sá hluti breytileikans sem erfist skiptir öllu máli. En eins og við vitum hafa bæði umhverfi og tilviljun einng áhrif á breytileika, jafnt í hæð og andlegu ástandi húsflugna. Tilviljun getur líka leitt til þróunar. Ef eiginleiki hefur engin (eða næstum engin!) áhrif á hæfni getur hann breyst í tímans rás einungis vegna tilviljunar (flökts í tíðni arfgerða: enska "genetic drift").

Oskar Hallatschek og samstarfsmenn brúkuðu E. coli til að kanna breytileika í fjölgunarhæfni og áhrif hendingar á tíðni arfgerða. Hann tók stofn af E. coli og skutlaði inn tveimur mismunandi afbrigðum af græna flúorprótininu (GFP, sjá pistla okkar og Odds Vilhelmssonar). Sumar frumurnar eru rauðar og aðrar grænar, og þegar þeim er blandað saman myndast einsleitur grautur (í miðri myndinni). En þegar bakteríurnar byrja að skipta sér, þá leita þær út frá miðju ræktarinnar. Í ljós kemur mikill munur á milli hópa (munið að bakteríur skipta sér kynlaust, og mynda því stóra einsleita hópa). Vegna tilviljunar fjölga sumir hópar sér hraðar og mynda stóra einsleita geira (rauða eða græna). Mynd úr grein Hallatschek o.fél 2007.

3bcgw8-8x-up

Að öllum fræðum slepptum er einnig hægt að dáðst að myndarinni. Flökt getur skapað fegurð.

Heimasíða Hallatschek við Harvard (http://www.people.fas.harvard.edu/~ohallats/) sem vonandi virkar um eitthvað skeið (Hallatschek er að flytja sig á stofnun Max Planck í Göttingen http://www.uni-goettingen.de/en/sh/56640.html).

Til stuðnings, Hallatschek O, Hersen P, Ramanathan S, Nelson DR. Genetic drift at expanding frontiers promotes gene segregation. Proc Natl Acad Sci U S A. 2007 Dec 11;104(50):19926-30.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband