Leita í fréttum mbl.is

Framhald um þunglyndislyf og lyfjarisa

Kompás, fréttaþáttur stöðvar tvö mun í kvöld 19 janúar 2009 fjalla um þunglyndislyf og óvönduð vinnubrögð lyfjarisans Glaxo Smith Kline við kynningu á SSRi lyfjunum svokölluðu. Sjá auglýsingu á heimasíðu þáttarins á visir.is. Við bentum áður á pistil eftir Steindór J. Erlingsson sem tíundaði stöðu þessara mála. 

Af gefinni ástæðu er rétt að árétta tvennt. Í fyrsta lagi, þótt lyfjarisarnir séu uppvísir að óvönduðum vinnubrögðum og í sumum tilfellum hreinum lygum, þá þýðir það ekki að öll lyf séu ónothæf. Í öðru lagi, þá virkar hin vísindalega aðferð til þess að blása burt skýjaborgum og tálsýnum sem slíkir framleiðendur setja stundum upp í kringum VÖRUR sínar (rétt eins og hún nýtist til að slá botninn úr tunnum nýaldarsinna og snákaolíusölufólks).

Krafan hlýtur að vera að eftirlitskerfin verndi neytandann, ekki bara framleiðandann eða kaupsýslumanninn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Pálsson

Í framhaldi má geta þess að Steindór hefur skrifað landlækni bréf og beðið hann um að koma í veg fyrir að misvísandi bæklingum frá GSK sé dreift af heilbrigðisstarfsmönnum. Bréfið í heild sinni er aðgengilegt á:

http://www.raunvis.hi.is/~steindor/LL.html

Arnar Pálsson, 23.1.2009 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband