Leita í fréttum mbl.is

Glæsileg greind

Það er glæsilegt að Kristinn R. Þórisson, dósent við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík skuli hafa landað þessu styrk. Við óskum honum hjartanlega til hamingju. Þetta er annar stóri styrkurinn sem íslenskur hópur hefur landað á tæpu ári, því fyrir áramót fékk Bernhard Pálsson og félagar við HÍ styrk frá ESB upp á 400 milljónir fyrir rannsóknir í kerfislíffræði.

Ari K. Jónsson forseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík er að vonum kátur, enda gengur starf í gervigreindarsetrinu ljómandi vel. Mæli með því að þið athugið verkefnin sem hópurinn er að rannsaka, þau virka mjög spennandi, og síðan verð ég að geta þess Ari mun halda erindi um greind og gervigreind "Hefur maðurinn einkaleyfi á greind?", sem er hluti af málþingi í tilefni afmælis Charles Darwin.


mbl.is HR fær 292 milljóna króna styrk frá ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband