Leita í fréttum mbl.is

Snákadoktorinn

Frétt þessi er ekki nægilega vel unninn. Vinsamlegast lesið úttekt Baldvins Einarssonar og athugaemdir lesanda hans (þið munið reyndar sjá frumdrög þessara færslu þar líka).

Fréttin gæti verið dæmi um það hvernig forvitnilegum tíðindum er hvíslað í gegnum of mörg eyru. Upprunalega sagan virðist vera á huldu.

Rótin er samt grein í PNAS fyrr í mánuðinum um "eitur í komodo drekum" (hugmyndin um hættulegar bakteríur er samt alls ekki galin). Fyrsti höfundur er Bryan Fry við háskólann í Melborne, eiturdoktor eins og hann kallar sig (http://www.venomdoc.com/). Hann byrjaði á að draga í efa viðtekna þekkingu, að felstar eðlur gætu ekki myndað eitur. Hann hefur sýnt að eiturkirtlar eru mjög útbreiddir í hópi eðla og snáka, og að sumar lífverurnar mynda hægdrepandi eitur (eða sem sljóvga einungis bráð eða rándýr).

Bryan%26StonefishMyndin er af síðu Bryan Fry (http://www.venomdoc.com/).

Nálgun hans er bæði að rýna í erfðamengi lífveranna og finna genin sem skrá fyrir eiturprótínunum. Hann skoðar einnig bein og vefi höfuðsins. Þannig sýndi hann fram á að vissir hópar eðla eru með eiturkirtla og að í eldri lýsingum hafi fólk hreinlega ekki teiknað dýrin upp nægilega nákvæmlega. 

Ég sá hann flytja erindi einu sinni, og ég hefði getað svarið að mörkin milli vísindalegs fyrirlesturs og dýrasirkus voru orðin ansi óljós. Einn alskemmtilegasti fyrirlestur sem ég hef nokkurn tímann séð. Fyrir kvenfólkið var þetta mjög örvandi erindi, glansandi skalli, opin flaksandi skyrta og glitrandi snákahálsmen...gvöð.


mbl.is Drekaeðlur ráðast á fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  •  Það eru svona blogfærslur sem eiga eftir að bjarga internetinu.




...vel gert.

ALveGsjORE (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband