Leita í fréttum mbl.is

Hetjan Úlfur

Úlfur Árnason hefur um áratuga skeið rannsakað skyldleika og ættartré spendýra og hryggdýra. Hann hefur jafnt rannsakað krókódíla sem hvali, mannapa og pokadýra, og tilheyrir (tilheyrði) mjög öflugum og virkum rannsóknarhópi við Háskólann í lundi. Hann heldur alltaf mjög hressilega fyrirlestra, og skefur ekkert utan af því.

Ulfur_ArnasonMynd af Úlfi af vefsíðu Lundarháskóla.

Maður getur rétt ímyndað sér hversu kjarnyrt bréf hans til yfirmanna Náttúruvísindastofnunarinnar hafi verið, en samkvæmt fréttinni er nokkuð augljóst að gagnrýni hans er réttmæt.

Því miður er það of algengt að pólitík, viðskiptahagsmunir og embættismennska flækist fyrir í rekstri háskólastofnanna og rannsóknarsetra. Í Chicago þar sem ég vann einu sinni lögðu yfirmenn skólans ofuráherslu á að starfsfólkið aflaði stórra styrkja. Bókhaldararnir voru algerlega blindaðir af tölunum og þjörmuðu að eldri prófessorum sem höfðu unnið sín stærstu afrek áratugina á undan. 

Einn þeirra, Leigh van Valen setti fram kenninguna um rauðu drottninguna, sem er örugglega ein af merkari hugmyndum í þróunarfræði síðustu aldar. Valen var enn í nefndum margra nemenda, mætti reglulega á umræðufundi og fyrirlestra og miðlaði af reynslu sinni og innsæi. Og þarna voru embættismennirnir að djöflast í kallinum fyrir að "skaffa" ekki nóg fyrir skólann. Maður gæti grátið.

En ég held að yfirmenn Lundaháskóla hafi ekki gert sér grein fyrir því hvern þeir voru að reka. Vonandi sjá þeir að sér, biðjast afsökunar og bjóða Úlfi aftur skrifstofu.

Umfjöllun sænskra dagblaðsins Sydsvenskan, Skanskan, Norra Skane.


mbl.is Íslenskur prófessor rekinn vegna gagnrýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband