Leita í fréttum mbl.is

Bakteríuland

Flestir vita að bakteríur eru litlar og að sumar þeirra geta faldið sjúkdómum. Færri vita að bakteríur er ótrúlega margbreytilegar, sumar þeirra lifa í hæstu fjöllum, en aðrar djúpt í iðrum jarðar. Sumar þrauka í súlfúrmekki neðansjávarhvera á meðan aðrar lifa innan í frumum okkar.

Bakteríur eru frábrugðnar okkur að mörgu leyti, það sem skiptir e.t.v. mestu er að erfðaefni þeirra er dreift um frumuna, á meðan erfðaefni okkar er bundið við ákveðið frumulíffæri, kjarnan (sbr. dreifkjörnungur og heilkjörnungur).

Í okkur búa ótrúlega margar bakteríur, í iðrum okkar er fjölbreytt flóra sem hjálpar til við niðurbrot fæðunnar. Sýnt hefur verið fram á að bakteríur eru nauðsynlegar fyrir eðlilega þroskun meltingarvegarins, og eins og þeir vita sem tekið hafa sýklalyf gegn sýkingum, þá getur það tekið tíma að endurreisa bakteríuflóru meltingarvegarins, sem og húðar, munns og annara svæða.

Bakteríur hafa mikið notagildi í rannsóknum og iðnaði. Þekktasta bakterían Eschericia coli (E. coli) er  af mörgum álitin meinvaldur en hefur reynst okkur ótrúlega vel í rannsóknum á líffræði frumunnar og lögmálum erfða.

Í kvöld mun RÚV sýna franskan heimildaþátt um bakteríur, undur þeirra og hagnýtingu. Myndin heitir á frummálinu Bacterialand og er eftir Thierry Berrod. Ég veit ekki hvernig efnistökin verða, en mun fylgjast með af áhuga.

Einnig vil ég benda fólki á að eftir viku (14 september 2009) mun RÚV sýna þátt um Darwin og tré lífsins.

Ítarefni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Pálsson

Í þættinum var flott innslag frá Íslandi. Talað við og fylgst með störfum Viggó Marteinssonar örverufræðings sem vinnur hjá Matís/Prokaria.

Myndskeiðin voru flest af íslenskum hverum í vetrarham, en einnig voru sýndar myndir af rannsóknastofunni. Viggó vann áður við að rannsaka bakteríur við háhitahveri í djúpum sjávar í samstarfi við franska aðilla.

Í heildina var myndin dálítið hratt klippt og stundum fannst manni umfjöllunin yfirborðskennd, en engu að síður get ég mælt með henni. Vonandi verður hún endursýnd við tækifæri.

Arnar Pálsson, 8.9.2009 kl. 09:34

2 Smámynd: Arnar

Sá mest allann þáttinn (var að koma börnunum í rúmið á sama tíma) og hann var mjög fróðlegur fyrir 'leikmann' eins og mig.

Gott td. að fá loksins að vita hvernig það virkar í raun og veru að maka sig í mold til að verjast sjúkdómum eins og mörg dýr gera og greinilega afríkubúar líka.  Hélt að það væru einhver efni í moldinni en hafði ekki fattað að 'efnin' væru bakteríur.

Indversku meðölin og 'sápan' heilluðu mig samt ekki, hef þurft að taka "acidophilus" (eða hvað sem það heitir) eftir langar pensilín meðferðir og eftir þennan þátt langar mig ekkert að vita úr hverju það er unnið :)

Kínverjarnir voru síðan sniðugir með efnaraflana(?) sína, af hverju er ekki svona á hverjum bóndabæ og jafnvel við hvern sumarbústað.  Ætti að vera hægt að lækka orkureikningin töluvert á hvaða kúabúi sem er.

Arnar, 8.9.2009 kl. 10:13

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Nafni

Tek undir að sumt af þessu var dálítið sérkennilegt. Grunnhugmyndin við bakteríusápuna er kannski ekki galin, en sjónvarpsliðið fór að mínu marki of langt með hana.

Er sammála að kamarorkuverin voru þræl snjöll. Væri ekki sniðugt að reisa svona í staðin fyrir að dæla gumsinu út á landgrunnið?

Arnar Pálsson, 8.9.2009 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband