Leita í fréttum mbl.is

Er síþreyta vegna veirusýkingar?

Síþreyta (chronic fatique syndrome) er reglulega dulafullur sjúkdómur. Hingað til hefur enginn þáttur fundist sem eykur líkurnar á sjúkdómnum.

Lombardi og félagar birtu í síðustu viku grein sem sýnir að ákveðin víxlritaveira (retrovirus) úr nagdýrum (xenotropic murine leukemia virus-related virus: XMRV) finnst í stórum hluta einstaklinga með síþreytu (67%), en rétt um 4% einkennalausra.

Veira þessi hefur einnig verið bendluð við blöðruhálskirtilskrabbamein i músum, og í því samhengi er forvitnilegt að tíðni krabbameina virðist vera hærri hjá einstaklingum með síþreytu.

Reyndar hefur því áður verið haldið fram að tilteknar veirur valdi síþreytu, en þær kenningar hafa verið hraktar. Vísindasamfélagið er því eðlilega tortryggið á niðurstöðu Lombardi og félaga. Það er þó XMRV tilgátunni til stuðnings að niðurstöður annars rannsóknarhóps undir stjórn Johns Coffin (flott nafn ekki satt!) eru á sama veg.

Því miður er á þessu stigi fullsnemmt að spá fyrir um mögulega meðferð og smitleiðirnar eru óþekktar.

Ítarefni:

Lombardi o.fl 2009 Detection of an Infectious Retrovirus, XMRV, in Blood Cells of Patients with Chronic Fatigue Syndrome October 8, 2009 Science DOI: 10.1126/science.1179052

Umfjöllun Sam Kean í Science Chronic Fatigue and Prostate Cancer: A Retroviral Connection? Science 9 October 2009: ol. 326. no. 5950, p. 215 DOI: 10.1126/science.326_215a

Pistill Denise Grady í New York Times  Virus Is Found in Many With Chronic Fatigue Syndrome

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Ég hef heyrt þessu fleygt fram að þetta kunni að vera orsökin. Dæmi um það, er að móðir mín sem hefur þjáðist fyrst af síþreytu í mörg ár sem endaði með vefjagigt og slitgigt, fékk síþreytu"fár" eins og það hefur stundum verið nefnt á íslensku í kjölfar heiftarlegs víruss sem hún smitaðist af í Bandaríkjunum á sínum tíma. Einhver tjáði henni það á þeim tíma að síþreytan gæti hafa komið í kjölfar veirusmitsins.

Sigurlaug B. Gröndal, 12.10.2009 kl. 16:19

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk Sigurlaug fyrir athyglisverða dæmisögu.

Nokkrar veirur hafa verið bendlaðar við síþreytu, en áhrif engrar þeirra var staðfest. Tengslin milli síþreytu og giktar virðast vera raunveruleg, og tengjast e.t.v. þeim ferlum sem XMRV herjar á (sem er m.a. ónæmiskerfið).

Arnar Pálsson, 12.10.2009 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband