Leita í fréttum mbl.is

Richard Lenski og þarmabakterían

Á vísindi.is er oft fjallað um skemmtilegar nýjungar t.d. í líffræði, eðlisfræði og jarðfræði.

Ég skora á ykkur að kíkja á nýlega umfjöllun um tilraunir Richard Lenskis. Bakteríustofnarnir sem hann hefur fylgst með og gert tilraunir á gefa okkur einstakt tækifæri til að skoða þær erfðafræðilegu breytingar sem verða við þróun lífvera.

Annað megin inntakið í grein Barrick og félaga í Nature er að þróun svipgerðar og arfgerðar fer ekki alltaf saman. Svipgerðin hætti að mestu að þróast eftir 20000 kynslóðir, en samt urðu áfram breytingar á arfgerðinni.

Hinn megin punkturinn er að stökkbreytihraðinn var ekki jafn. Á ákveðnum tímapunkti jókst hann umtalsvert, sem gat þá leitt til hraðari þróunar (með þeim aukaverkunum að slæmar stökkbreytingar hlóðust líka upp).

Við gerðum tilraunum Lenskis skil fyrir ári, með áherslu á þá staðreynd að nýjir eiginleikar geta orðið til í þróun. Hún felur ekki bara í sér breytingar á núverandi eiginleikum, heldur geta nýjungar orðið til vegna mjög einfaldra breytinga á genum. Í þessu tilfelli þróaðist hæfileikinn til að nýta sítrat, efni sem venjulegar kólibakteríur hafa ekkert í að sækja.

Reyndar er ég ekki alveg sammála orðalaginu (þýðingunum) hjá vísindum.is. t.d.

 Langlíf tilraun Lenski ...

ætti frekar að vera

Langtímatilraun Lenski...

Annað stirðbusalegt dæmi er

Gena stökkbreytingar í mennskri DNA afritun valda sumum krabbameinum. 

líklega er verið að segja að

Stökkbreytingar sem verða við eftirmyndun erfðaefnis (t.d hjá mönnum) getur leitt til krabbameina.

Vonandi tekst vísindum.is að sníða þessa agnúa af, og ná til fleiri lesenda.
 
Ítarefni

Jeffrey E. Barric o.fl. Genome evolution and adaptation in a long-term experiment with Escherichia coli 2009 Nature

Pistill okkar um tilraunir Richard Lenskis Í skrefum og stökkum 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fróðlegt.

Var sjálfur að horfa á afar athyglisverðan og skemmtilega framsettan fyrirlestur, verulega umhugsunarverðar rannsóknir og niðurstöður. http://www.youtube.com/watch?v=Cq1t9WqOD-0

Inside Bilderberg (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 20:10

2 Smámynd: Páll Jónsson

Ég var nú ekki byrjaður að fylgjast með þér fyrir ári þegar fjallað var um tilraunir Lenski en Dawkins skrifar um tilraunir hans í nýjustu bókinni sinni, The Greatest Show on Earth

En algjörlega stórmagnað þegar einn stofninn fer að nýta sítrat.

Páll Jónsson, 21.10.2009 kl. 01:27

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Inside Bilderberg - Georg ?

Takk fyrir sendinguna. Hef ekki heyrt í Holick áður, en hann flytur svo sannarlega skemmtilega fyrirlestra. Vítamín-D hefur svo sannarlega áhrif, en þau eru kannski ekki jafn afgerandi og hann kýs að láta. Áhrifin eru t.d.mismunandi á ólík krabbamein. Mig minnir að fyrir sum krabbamein dregur vítamín D úr áhættu, en eykur fyrir aðrar gerðir krabbameina.

Páll

Ég á eftir að lesa The greatest show on earth. Carl Zimmer ræðir líka um E.coli og tilraunir Lenskis í Microcosm.

Sítrat virkar kannski eins og lítið skref, fyrir geril, en kannski er þetta á við það að öðlast útlimi, lungu eða nýja frumugerð í ónæmiskerfið.

Arnar Pálsson, 21.10.2009 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband