Leita í fréttum mbl.is

Stofnun helguð heilbrigðri öldrun

Í hinum vestræna heimi er öldrun álitinn hinn mesti ógnvaldur. Læknavísindin og líffræðin hafa engar  lausnir til að bægja frá öldrun, hrörnun og frelsa okkur frá dauða í eitt skipti fyrir öll.

Dauðinn er nefnilega eitt af lögmálum lífsins.

En er eitthvað hægt að gera til að stugga dauðanum frá um stundar sakir?

Vitanlega, læknavísindin geta lengt líf fólks með alvarlega sjúkdóma, gefið fólki nokkur góð ár í kjölfar áfalla sem áður drógu forfeður okkar krókloppna á Hornströndum til dauða.

En hvað með öldrun og hrörnun, getum við varist henni?

Niðurstöður úr einföldum tilraunalífverum eins og flugum og ormum sýna að stökkbreytingar í genum sem tilheyra ákveðnum kerfum geta lengt líftíma dýranna, og einnig hægt á hrörnun þeirra.

Hið stórmerkilega er að með því að draga úr fæðuinntöku má stuðla að sambærilegum ávinningi.  Það er ef fæðan er næringarrík, en ekki með of mikla orku, (caloric restriction) þá lengir það líf tilraunadýra.

Það má e.t.v. setja inntakið í slagorð gæði en ekki alls ekki magn.

portico_spring_2Linda Partridge, þróunarfræðingur við  Lundúnarháskóla, er framarlega í rannsóknum á þessum öldrun. Hún hóf sinn feril í vist og þróunarfræði, með doktorsverkefni við Oxford háskóla. Hennar fyrsta grein fjallaði um búsvæðaval smáfugla (Titmice).

Leiðin frá vistfræði fugla til rannsókna á öldrun er merkilega stutt, því á sínum ferli hefur Linda einbeitt sér að fæðuatferli, lífssöguþáttum og samkeppni milli maka. Grundvallarhugmyndin er samt komin frá Darwin og Wallace, lífið á jörðinni er afurð náttúrulegs vals. Við getum lært um líffræði mannsins með því að skoða aðrar lífverur.

Linda Partridge er forstöðumaður stofnunar sem heitir Stofnun heilbrigðrar öldrunar - Institute of Healthy Ageing - www.ucl.ac.uk/iha/) - mynd af vefsíðu stofnunarinnar.

Linda mun halda tvö erindi hérlendis í næstu viku. Annað verður fræðilegs eðlis, og kallast Diet, death and demography (föstudaginn 27 nóv, kl 16:00) en hitt verður yfirlit um hina nýju líffræði öldrunar (laugardaginn 28 nóv kl 13:00).

Bæði erindin verða í Öskju, flutt á ensku (móðurmáli frú Partridge) og opin öllum sem hlýða vilja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband