Leita í fréttum mbl.is

Spurningar um líf og dauða

Hvers vegna lifa lífverur misjafnlega lengi?

Hvernig geta sumar lífverur svindað á dauðanum, með því að leggjast í dvala?

Hví lifa sumar flugur bara í einn dag, makast og deyja svo?

Hvernig getur fækkun hitaeininga lengt líf bæði orma og músa?

Geta hæfileikar sem nýtast ungiviði orðið þeim til trafala þegar þau fullorðnast?

Svörin við þessum spurningum liggja ekki á lausu, en hópur líffræðinga og lækna hefur á síðustu árum þokast nær, með smáum og oft tilviljanakenndum skrefum.

Einn fótvissasti vísindamaðurinn á þessu sviði er Linda Partridge, prófessor við Lundúnarháskóla. Hún mun fjalla um hina nýju líffræði öldrunar í fyrirlestri á morgun laugardaginn 28 nóvember kl 13:00 (í stofu 132 í Öskju - náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands - allir velkomnir).

Eftir margra áratuga þrotlausar rannsóknir hlýtur hún einnig laun erfiðs síns, í hennar skaut féllu fjögur glæsileg verðlaun á árinu.

2009. Darwin-Wallace medal, The Linnean Society of London

2009. Women of Outstanding Achievement award for Science Discovery, Innovation and Entrepreneurship, UKRC for Women - see www.ukrce4setwomen.org

2009 Royal Society Croonian Prize Lecture - see www.royalsociety.org

2009 Dame Commander of the British Empire, awarded for services to science


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband