Leita í fréttum mbl.is

Eru til karlkyns eggjastokkar?

Stefán Vilberg á Vísindin.is tók saman pistil um nýlega rannsókn um þroskun og viðhald eggjastokka.

Hvernig vita allar frumur í líkamanum hvers kyns viðkomandi einstaklingur er? Það eru til dæmi úr skordýrum, þar sem líkamar dýranna eru samsettir úr kvenkyns og karlkyns vefjum. Ímyndið ykkur slíkt spendýr, með mjaðmir konu, brjóstkassa karls og andlit stúlku!

Hjá spendýrum er Y tengda genið SRY kynákvarðandi, tjáning þess dugir til að viðkomandi verður karlkyns. SRY vinnur með nokkrum öðrum genum, en nú kemur í ljós að ef sum þessara gena eru gölluð þá geta eggjastokkar farið að líkjast eistum.

Eru til karlkyns eggjastokkar?

Stefán sendi mér pistilinn til yfirlesturs, og ég krukkaði aðeins í honum, vonandi til batnaðar. Við vorum sammála um að þetta væri heppileg leið, þá "þarf" ég ekki að nöldra í athugasemdum um hin og þessi atriði, tæknileg og fræðileg. Það er vitanlega hræðilegt að fá sína gleði úr nöldri, en einhvert verða súrir sýruna að sækja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband