Leita í fréttum mbl.is

Afmælisfundur Hins íslenska náttúrufræðifélags

Það voru fleiri en Charles Darwin og Galileó Galilei sem áttu afmæli á árinu 2009. Hið íslenska náttúrufræðifélag var stofnað fyrir 120 árum, og að því tilefni á að halda málþing um náttúruminjasafn þann 28. desember.

Fundurinn verður í Þjóðmenningarhúsinu sem hýsti náttúrugripasafn Íslands á tímabili, og hefst kl 13:00. 

Dagskrá afmælisfundarins er eftirfarandi:

Kl. 13:00 Kristín Svavarsdóttir formaður HÍN.
Hið Íslenska náttúrufræðifélag 120 ára.
Kl. 13:20 Guðmundur Páll Ólafsson rithöfundur og náttúrufræðingur.
Íslandssafn - að sá, virða og uppskera.
Kl. 13:50 Sigurjón Baldur Hafsteinsson lektor í safnafræði við HÍ.
Af samtíð og framtíð Náttúruminjasafns Íslands.
Kl. 14:10 Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri.
Hvaða máli skiptir náttúruminjasafn fyrir ferðaþjónustuna?

Kl. 14:30 Kaffihlé

Kl. 15:00 Pallborðsumræður
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra
Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu
Eygló Friðriksdóttir skólastjóri Sæmundarskóla
Helgi Torfason, safnstjóri Náttúruminjasafns Íslands
Jón G. Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands
Hilmar J. Malmquist ritari HÍN

"Á síðasta aðalfundi HÍN sem haldinn var í Kópavogi laugardaginn 28. febrúar 2009 var samþykkt ályktun um Náttúruminjasafn Íslands sem má lesa hér. "

Sjá einnig ályktun stjórnar líffræðifélags Íslands í viðhengi.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband