Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Stökkbreyting í hemóglóbíni

Ég leitaði upp þessa sögu á Aftenposten og Fiskaren. Samkvæmt þeim eru þetta orð Oivind Andersen, en ég sé engin merki um frumheimildir sem þessar staðhæfingar eru byggðar á. Það er engin ný grein í web of science, það er ekki fyrr á heimasíðu Nofima Marin (http://www.fiskeriforskning.no/) að maður finnur einhverjar haldbærar upplýsingar (tengill á fréttina á norsku er hér). Stundum hvíslast fréttir í gegnum nokkra miðla áður en þær birtast á skjá eða blaði, og alviturt spaghetti skrímslið eitt veit hversu réttar þær eru í lokaflutningi.

Í þessu tilfelli kemur í ljós að hópurinn hefur verið að fylgja eftir breytileika í hemóglóbínum. Aðalmálið er að virkni hemóglóbína, eins og svo margra prótína í frumum, er háð hitastigi. Og ef hitastig sjávar hækkar mjög hratt, á getur það haft afleiðingar fyrir blessaða fiskana og þjóðir sem treysta á þá sem lífsviðurværi. 

Annars er ég ekki mjög sleipur í norskunni og get því ekki fylgt röksemdafærslum Anderssens eða Aftenpostens eftir af nauðsynlegri gaumgæfni. Ég sakna samt frumheimildarinnar...vonandi er hún ekki skýrsla á norsku!

 


mbl.is Gátan um þorskinn leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband