Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Húrra fyrir erni

Það munaði ótrúlega litlu að erninum hafi verið útrýmt af Íslandi á síðustu öld. Blessunarlega höfðu framsýnir menn vit á að láta vernda hann, en stofninn er enn mjög lítill. Það er sérstaklega gaman að heyra að hann skuli vera að hjarna við, nú á ári líffræðilegrar fjölbreytni.

Fyrir tveimur árum fékk ég lánaða mynd af arnarunga fyrir kynningarstarf líffræðiskorar HÍ. Ég læt hana fylgja hér því hún er hreint stórkostleg.lffraedi_orn.jpg

Myndina tók Róbert Arnar Stefánsson (copyright), Náttúrustofu Vesturlands í Stykkishólmi. Á vef stofunnar má finna fleiri myndir af örnum og náttúru Breiðafjarðar

Hér er síðan auglýsingin fullunnin, í baksýn má sjá litaðar frumur (sem Skarphéðinn Halldórsson tók - copyright).

Drápseðli í DNA



 


mbl.is Arnarvarpið framar vonum í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plöntur stunda þrælahald

Plöntur virka meinlausar við fyrstu sýn. Þær eru rótfastar, sjónlausar, máttlausar og frekar illa vopnaðar (reyndar eru sumar þeirra með gadda og eiturefni). Þær hafa samt undraverð áhrif.

Í þættinum Life á mánudaginn talaði Attenborough um plöntu af grasaætt, sem hefur náð einstöku taki á einni hryggdýrategund. Plönturnar fá hryggdýrin til að fjarlægja aðrar plöntur, umbylta jarðveginum og gefa sér áburð í stórum stíl. Afleiðingin er sú að þessi plöntutegund er sú sem þekur stærstan hluta þurrlendis jarðar. Plantan er hveiti.

Auðvitað er hveitið ekki með fulla meðvitund, og hefur auðvitað enga hugmynd um hvað þrælahald er. Einnig er augljóst að maðurinn veit alveg hvað er í gangi, og hagnast á ráðahagnum (hann fær allavega að borða). Strangt tiltekið væri kannski réttara að kalla þetta samlífi (mutualism), frekar en þrælahald. Frá sjónarmiði hveitisins er það að hagnýta sér mannfólkið.

Til eru fleiri dæmi um plöntur sem hagnýta sér aðrar lífverur, svo lítið ber á. Margar plöntur eru með svepprætur, sem hjálpa þeim við næringaröflun, og finna má mikið af sveppum og bakteríum á rótum þeirra, stilkum og laufi. Sumir þessara "gesta" skaða plöntuna ekki, aðrir geta valdið sýkingum, og enn aðrir nýtast henni.

18 júní næstkomandi mun Edda Sigurdís Oddsdóttir flytja fyrirlestur um doktorsverkefni sitt um svepprætur og skordýrabeit á útplöntuðum trjám. Titill verkefnisins er Útbreiðsla og tegundagreining svepprótar- og skordýrasníkjusveppa í jarðvegi og áhrif þeirra á skordýrabeit á trjáplönturótum.  Úr ágripi:

Doktorsritgerðin fjallar um útbreiðslu og tegundasamsetningu svepprótar- og skordýrasníkjusveppa í jarðvegi og áhrif sveppanna á lifun ranabjöllulirfa og rótarskemmdir nýgróðursettra trjáplantna af þeirra völdum....

Niðurstöðurnar benda til þess að unnt sé að beita svepprótar-  og skordýrasníkjusveppum til að draga úr skaðsemi lirfa sem lifa á trjáplönturótum, en mikilvægt sé að rannsaka vel samspil þeirra sveppategunda, sem smitað er með, við lífverusamfélög í jarðvegi og aðra jarðvegsþætti.

Fyrirlestur Eddu hefst kl 14:00 í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ.

Prófdómarinn í vörn Eddu, Alan Gange mun halda erindi fyrr um daginn (kl 11:00, sömu stofu), um sínar rannsóknir á samspili skordýra og sveppróta.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband