Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Haustfagnaður líffræðifélagsins

Skemmtinefnd líffræðifélagsins hefur boðað til herlegheita að kvöldi 12. nóvember, í kjölfar líffræðiráðstefnunar 2011. Haldinn verður haustfagnaður á Hótel Borg, húsið opnar kl. 20:00 og Geirfuglarnir leika fyrir dansi.

Miðaverð einungis 1000 kr. Pinnamatur, skemmtiatriði og Haxabolla.

Látið boð út ganga, nú verður líf í frumunum.

---------------------------------------------------------------

Laugardagskvöldið 12. nóvember mun Haustfagnaður Líffræðifélagsins slá botninn í ráðstefnu félagsins þetta árið. Fagnaðurinn verður í Gyllta salnum á Hótel Borg og opnar húsið klukkan 20:00. Boðið verður uppá pinnamat og hin víðfræga Haxabolla verður á svæðinu. Létt ræðuhöld og jafnvel einhver skemmtiatriði. Stuðkapparnir í Geirfuglunum munu svo sjá um að leika fyrir dansi fram á rauða nótt.

Það kostar litlar 1000 krónur að taka þátt í gleðinni þetta árið. Miðasala verður á ráðstefnunni en einnig verður hægt að kaupa miða við dyrnar. Við hvetjum þó fólk til að tryggja sér miða sem fyrst enda er þessi fögnuður nokkuð sem enginn líffræðingur ætti að missa af.

Skemmtinefnd Líffræðifélagsins

HaustfagnadurLiffraedifelagsins_2011


Dagskrá líffræðiráðstefnunar 2011

Líffræðiráðstefnan 2011 stendur frá kl 9:00 þann 11. nóvember til 17:00 þann 12. nóvember.

Við bendum sérstaklega á þrjú yfirlitserindi sem flutt verða að morgni 11. nóvember í fyrirlestrasal Íslenskrar erfðagreiningar.

9:15      Kári Stefánsson forstjóri decode: Genetics of complex human traits
10:30    Halldór Þormar: Rannsóknir á mæði-visnuveiru og skyldleika hennar við aðrar dýraveirur
11:10    Bjarni K. Kristjánsson: Tengsl vistfræði við fjölbreytileika fiska


Nánari upplýsingar um titla og nöfn allra höfunda má finna á vefsíðu ráðstefnunar og í pdf skrá með fullri dagskrá. Höfundum veggspjalda og áhugasömum er einnig bent á nánari leiðbeiningar.

Allir gestir eru hjartanlega velkomnir. Af gefinni ástæðu viljum við árétta að ekki er nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram, það dugir að mæta og skrá sig.
Vegna anna mælum við með að fólk greiði ráðstefnugjaldið rafrænt og sæki síðan nafnspjald og útprentaða dagskrá við lendingu. Fullt ráðstefnugjald er 6.000 kr. en félagar í Líffræðifélagi Íslands greiða 4.000 kr. Nemar greiða 2.000 kr. en 1.000 kr. ef þeir eru félagar í Líffræðifélagi Íslands. Hægt er að greiða inn á reikning Líffræðifélag Íslands, kt. 4709830199, tékkareikningur: 515-26-49867 og senda skilaboð á lif@gresjan.is.

Í ráðstefnugjaldi er innifalinn aðgangur að ráðstefnunni, súrefni, kaffi og með því. Hádegisverður er ekki innifalinn.

Dagskrá líffræðiráðstefnunar má sjá í viðhengi.  

Styrktaraðillar eru Gróco, Mennta og menningarmálaráðaneytið,Íslensk erfðagreining, Líf og umhverfisvísindadeild HÍ o.fl.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Tonn af mykju og áfram reikningur

Þessa dagana erum við að kenna lífmælingar, sem er námskeið í tölfræði fyrir líffræðinema.

Eitt af því sem við leggjum áherlsu á er að það getur verið varhugavert að framreikna (extrapolate). Aðhvarfsjafna sem gildir fyrir ákveðin hluta gagna gildir ekki endileg fyrir annan hluta. Áhrif áburðar er ágætt dæmi, það má ná auknum vexti plantna með því að gefa þeim húsdýra áburð. Bunagrös sem fá 1, 2, 3 eða 4 grömm af húsdýraáburði vaxa þeim mun betur eftir því hversu mikið þau fá. En það þýðir ekki að tonn af mykju gefi af sér himinháa baunagrasið hans Jóa. Þetta er útskýrt ljómandi vel af xkcd.org.

extrapolating

Úr því ég er byrjaður, þá verð ég að skella inn þremur gullkornum í viðbót. Fyrst muninum á vísindamönnum og "eðlilegu" fólki.

the_difference

 

Síðan hættunni við endurtekin próf (galdur sem  bæði lyfjarisar og skottulæknar beita).

significant

 

Síðasta myndin fjallar um tilgátu prófun, líklega bara fyrir harðhausa.null_hypothesis

 

 

 


Erindi: kerfislíffræði, heiðursdoktorinn Margrét Guðnadóttir og líffræðiráðstefnan

Á næstu viku verður töluvert framboð á erindum á sviði líffræði. Á morgun, fimmtudaginn 3. nóvember 2011, mun kerfislíffræðisetur HÍ halda fund um efnaskipti hvítrablóðfruma. Það fer fram í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar (frá 14:00 til 15:30). Nokkrir gestir frá læknadeild háskólans í Lúxemborg munu  halda erindi, meðal annars um stjórn ónæmiskerfisgena á efnaskiptum frumunar.

10. nóvember næstkomandi mun Margrét Guðnadóttir veirufræðingur vera sæmd heiðursnafnsbót við Læknadeild HÍ. Að því tilefni verður haldið málþing henni til heiðurs, sem mun standa frá kl 15:00. 

Margrét Guðmundsdóttir, prófessor emeritus við Læknadeild Háskóla Íslands, verður sæmd heiðursdoktorsnafnbót við Læknadeild Háskóla Íslands þann 10. nóvember nk. Nafnbótina hlýtur hún fyrir vísindaframlag á sviði veirufræði og greiningu veirusýkinga. Með rannsóknum sínum hefur hún um áratugaskeið lagt af mörkum mikla þekkingu á fjölmörgum veirusýkingum, m.a. rauðum hundum, mislingum, hettusótt og cytomegalo-veirusýkingum. Þá hafa rannsóknir hennar á hæggengum veirusjúkdómum í sauðfé, eðli visnu-mænuveikisýkingar og gerð bóluefnis við þeirri sýkingu skipað Margréti í röð fremstu vísindamanna og borið merki Háskóla Íslands hátt í hinum alþjóðlega vísindaheimi.

Daginn (11. nóvember 2011) eftir hefst síðan líffræðiráðstefnan. Fyrst verða þrjú yfirlitserindi í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar og eftir hádegið hefjast samhliða málfundir í Öskju.

Yfirlitserindi verða flutt af Kára Stefánssyni forstjóra ÍE, Halldóri Þormar prófessor emeritus við HÍ og þriðju persónu.

Nánar verður skýrt frá dagskrá ráðstefnunar undir lok vikunnar.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband