Leita í fréttum mbl.is

Dagskrá líffræðiráðstefnunar 2011

Líffræðiráðstefnan 2011 stendur frá kl 9:00 þann 11. nóvember til 17:00 þann 12. nóvember.

Við bendum sérstaklega á þrjú yfirlitserindi sem flutt verða að morgni 11. nóvember í fyrirlestrasal Íslenskrar erfðagreiningar.

9:15      Kári Stefánsson forstjóri decode: Genetics of complex human traits
10:30    Halldór Þormar: Rannsóknir á mæði-visnuveiru og skyldleika hennar við aðrar dýraveirur
11:10    Bjarni K. Kristjánsson: Tengsl vistfræði við fjölbreytileika fiska


Nánari upplýsingar um titla og nöfn allra höfunda má finna á vefsíðu ráðstefnunar og í pdf skrá með fullri dagskrá. Höfundum veggspjalda og áhugasömum er einnig bent á nánari leiðbeiningar.

Allir gestir eru hjartanlega velkomnir. Af gefinni ástæðu viljum við árétta að ekki er nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram, það dugir að mæta og skrá sig.
Vegna anna mælum við með að fólk greiði ráðstefnugjaldið rafrænt og sæki síðan nafnspjald og útprentaða dagskrá við lendingu. Fullt ráðstefnugjald er 6.000 kr. en félagar í Líffræðifélagi Íslands greiða 4.000 kr. Nemar greiða 2.000 kr. en 1.000 kr. ef þeir eru félagar í Líffræðifélagi Íslands. Hægt er að greiða inn á reikning Líffræðifélag Íslands, kt. 4709830199, tékkareikningur: 515-26-49867 og senda skilaboð á lif@gresjan.is.

Í ráðstefnugjaldi er innifalinn aðgangur að ráðstefnunni, súrefni, kaffi og með því. Hádegisverður er ekki innifalinn.

Dagskrá líffræðiráðstefnunar má sjá í viðhengi.  

Styrktaraðillar eru Gróco, Mennta og menningarmálaráðaneytið,Íslensk erfðagreining, Líf og umhverfisvísindadeild HÍ o.fl.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband