Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012

Olíurisarnir og atlagan að loftslagsvísindum

Iðnbyltingin og notkun eldsneytis úr lífrænum leifum (olíu og gas) hafa leitt til mikillar aukningar í koltvísýringi í andrúmslofti jarðar á síðustu tveimur öldum.

Sýnt hefur verið fram á það með óyggjandi hætti að meðalhiti á jörðinni hefur hækkað í kjölfarið.

Engu að síður er mjög algengt að fólk efist um þessar staðreyndir, eða hversu alvarlegar afleiðingar þeirra eru. 

Ástæðan er að hluta til sú að hagsmunaðillar, olíufyrirtæki, gasfyrirtæki, stofnanir og samtök þeim tengd hafa stundað áróðursherferð gegn loftslagsvísindunum. Herferðin er mjög svipuð þeirri sem  tóbaksframleiðendur notuðu um miðbik síðustu aldar, gegn læknum og heilbrigðisyfirvöldum sem bentu á aukningu í tíðni lungnakrabba hjá reykingafólki.

Markmiðið er ekki endilega að sigra í visindalegri orðaræðu (það er hvorki möguleiki í  tóbaks og loftslagsdeilunni), heldur að sá fræjum efa meðal stjórnmálamanna, blaðamanna og almennings. Almannatengslafyrirtækin sem vinna fyrir þessa aðilla FRAMLEIÐA VAFA. 

Í tilfelli loftslagsvísindanna þá hefur herferðin verið svakalega árangursrík, eins og nýlegar tölur bera með sér. Við erum enn að losa kolvetnislosun, erum rétt byrjuð að þróa nýja orkugjafa og gerum ekkert til að breyta neyslumynstri eða innviðum byggðar til að takast á við vandann.

Hérlendis erum við blessunarlega grunlaus. Þykjumst góð með okkar grænu raforku og jarðhita, en keyrum bílana þvers og kruss eins og engar séu afleiðingarnar. Lítill hópur loftslagsáhugamanna reynir að benda á alvarleika málsins, en stjórnmálamenn virðast lítinn áhuga hafa og sumir fjölmiðlamenn hafa gleypt olíustyrktar lygar.

Michael Mann, loftslagsvísindamaður sem hélt erindi hérlendis í sumar, hefur rakið hvernig olíuiðnaðurinn styrkir pólitíkusa, stofnanir og bloggveitur, sem hjálpast að við að ráðast á heiður vísindamanna, kasta rýrð á einstakar rannsóknir og framleiða efasemdir meðal almennings.

Hugmyndin er ekki endilega að sigra í orðaræðunni, heldur að kúga vísindamenn, trufla  þá í störfum sínum, og drekkja umræðunni í bulllýsingum (misinformation*) til að blekkja fjölmiðla og stjórnvöld. Samkvæmt nálgun þeirra sem hafna loftslagsvísinum (ath. ekki efasemdamenn, því þetta eru "denialists" - ekki "sceptics"!), dugir að finna eina skyssu í 1000 síðna skjali frá IPCC og þá falla öll loftslagsvísindin. Þetta er sama röksemd og sú að fyrst að einn karl hefur reykt alla sína æfi, og náði samt 100 ára aldri, þá sé tóbak skaðlaust. Með öðrum orðum, algjör rökvilla og þvæla.

Ef þið efist um lýsingu mína á þessu máli, þá skora ég á ykkur að lesa bók Manns - The Hockey Stick and the Climate Wars: Dispatches from the Front Lines.

Sjá einnig flotta síðu um loftslagsvísindi http://www.loftslag.is/

*Kannski er ólýsingar betra orð fyrir misinformation?
mbl.is Metlosun koltvísýrings 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nílarkarfi í Viktoríuvatni

Taabu A. Munyaho doktorsnemi við Líf og Umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann stundar rannsóknir í fiskifræði með Guðrúnu Marteinsdóttur og félögum (www.marice.is).
 
Föstudaginn 16. nóv 2012 (12:30 til 13:10) mun Taabu fjalla um útbreiðslu og þéttleika þriggja fisktegunda (Lates niloticus, Rastrineobola argentea, og haplochromine) í Victoríuvatni í Austur Afríku.  Erindið heitir Variation in the distribution and density of pelagic fish species in Lake Victoria, (East Africa) og verður flutt á ensku. (Stofu 130 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ).

277px-lates_niloticus_2.jpgAðferðirnar byggjast á því að telja fiska með bergmálstækni og hefur slík talning farið fram 17 sinnum á árabilinu 1999 – 2011. Niðurstöður rannsókna Taabu leiða í ljós að L. noloticus hefur farið fækkandi meðan að hinum tveimur tegundunum hefur fjölgað. Bæði þéttleiki og útbreiðsla fiskanna er háð árstíðarsveiflum, lagskiptingu og árssveiflum, ásamt sveiflum í bráð. Niðurstöðurnar kalla á meiri vistfræði mælingar við spár á stofnstærð. Enskt ágrip rannsóknarinnar:

The distribution and densities of three pelagic fish taxa (Nile perch, Dagaa, and haplochromine) in Lake Victoria were estimated through 17 lake-wide acoustic surveys conducted bi-annually between August 1999 and September 2011. Nile perch densities were estimated through echo-counting while Dagaa and haplochromines by echo-integration. Mixed generalized linear models indicated up to 30% decline in Nile perch densities in the deep and coastal areas and up to 70% reduction in the shallow inshore areas. There was a twofold increase in Dagaa densities and a 10% increase in haplochromines. The distribution and densities were influenced by season, stratum and year of survey. In addition to fish exhibiting seasonal clustering in the upper layers of the water column, they also spread to shallow inshore waters. The Nyanza, Speke, and Emin Pasha Gulfs demonstrated localised predator (Nile perch)-prey (Dagaa and haplochromines) oscillations in abundance, and distribution which call for a need to include ecological and ecosystem considerations in stochastic models when predicting fish stocks.

Erindið verður flutt á íslensku. Dagskrá erinda líffræðistofu haustið 2012 má sjá á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir. Nemendur eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Mynd af Nílarkarpa er fengin af vef wikimedia commons (http://commons.wikimedia.org/wiki/File:Lates_niloticus_2.jpg).


Mikilvægi vistfræðilegrar hugsunar á öld mannsins

Í lok vikunnar verða þrjú erindi um vatnalíffræði.

Fimmtudaginn 8. nóvember 2012 - 12:30 til 13:10 stofu 128 í Öskju

Hinn virti vatnalíffræðingur Brian Moss (University of Liverpool) mun halda erindi um mikilvægi vistfræðilegrar hugsunar. Erindið kallast Liberation Ecology, limnology and our future. Ágrip erindis á ensku:

We live in unpredictable times. A number of powerful threats face us: climate change; the risk of collapse of the western and emerging economies because of potential shortages of oil, energy, liquid funds; difficulties due to increasing longevity, dementia and diseases of consumption-imposed lifestyles such as obesity; increasing population, lack of human rights, civil unrest and poverty in the developing world; and increasing inability of the remaining biomes to continue to regulate atmospheric composition and thus maintain equable climatic conditions and to continue provide goods and services. Our future may look bleak, but the ecological theory of alternative stable states, manifested perhaps most clearly in the behaviour of shallow lakes, and the ways in which diverse plant-dominated states can be restored from algal-dominated states can help us to understand alternatives in the way that human societies might be organised and the ways in which sustainability might be reached. It also indicates very clearly the dangers that we face if truly sustainable societies cannot be restored.

Föstudaginn 9. nóvember 2012 - 12:30 til 13:10 stofu 130 í Öskju

Vatnalíffræðingurinn  Rick Battarbee við University College London mun halda erindi um breytingar á vötnum á sögulegum tíma Erindið kallast Lakes and the Anthropocene og verður flutt á ensku. Ágrip erindis á ensku:

The name "Anthropocene" has been proposed as a new geological epoch to encompass the last 200 years of earth history a period during which there has been a marked acceleration in the impact of human activity on earth systems associated with rapidly increasing fossil fuel combustion and population growth. In this lecture I show from the record in lake sediments how pollutants from fossil fuel combustion during this period have been transported throughout the northern hemisphere and how some have caused changes in lake ecosystems even in the most remote regions. I argue that a reduction in fossil fuel combustion is needed not only to control the emission of the greenhouse gas, carbon dioxide, but also to control the emission of a range of other pollutants released by the burning of coal and oil.

Richard er andmælandi í doktorsvörn Rakelar Guðmundsdóttur, sem fram fer síðar sama dag.

Föstudaginn 9. nóvember, kl 14:00 í stofu 132 í Öskju.
 
Doktorsvörn: Frumframleiðendur í norðlægum lækjum
Rakel Guðmundsdóttir ver doktorsritgerð sína Frumframleiðendur í norðlægum lækjum og
áhrif aukins hita og næringar á framvindu þeirra
. Tengill á ágrip.

Átta misheitir lækir á jarðhitasvæðinu í Hengladölum á Hellisheiði voru notaðir til þess að prófa tilgátur um hugsanleg áhrif loftslagshlýnunar á gróðursamfélög í lækjum. Einnig voru prófaðar tilgátur um áhrif næringarefnaaukningar á gróðurinn. Í ljós kom að í kaldari lækjunum var megin hluti frumframleiðslunnar til kominn vegna þörungaskánar á steinum en ármosi (Fontinalis antipyretica) var ríkjandi frumframleiðandi í heitari lækjunum. Fjölbreytileiki kísilþörunga var ekki marktækt tengdur hita, en flestar tegundir kísilþörunga fundust að jafnaði í kaldari lækjunum. Vaxtarform kísilþörunga voru einsleitust í heitari lækjunum og voru smáir kísilþörungar marktækt meira áberandi í heitari lækjunum en þeim köldu. Næringarefnaaukning örvaði vöxt ármosans (F. antipyretica) og grænþörunga í heitari lækjunum, en að sama skapi minnkaði lífmassi niturbindandi blágrænna baktería (Nostoc spp.). Lífmassi kísilþörunga jókst marktækt við næringarefnaaukninguna, en fjölbreytileiki þeirra minnkaði. Hreyfanlegum kísilþörungum (Nitzschia spp.) fækkaði við næringarefnaaukninguna.

 
 

320px-Thingvellir_4_Herbst_2004

Mynd af Þingvallavatni tekin 2004 var fengin af wikimedia commons (Thingvellir 4 Herbst 2004.jpg)

Önnur erindi líffræðistofu haustið 2012 verða auglýst á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.

 


Salt Kurlanskis og mannsins

Saga saltsins er samofin sögu mannkyns, eins og Mark Kurlanski sagði svo skemmtilega frá í Salt frá árinu 2002.

Ég setti saman stuttan pistil um salt (Sagan um saltið), innblásinn af skrifum Kurlanskis. 

Salt er samofið sögu mannkyns og er lífverum nauðsynlegt. Fílar ganga mörg hundruð kílómetra leið að úfnum hömrum. Þar taka þeir til við að raspa upp úr klettunum með tönnum sínum og innbyrða salt köggla og mylsnu. Fjölfrumungar þurfa salt til margra starfa, natríum og klórjónir eru notaðar í boðskiptum, starfsemi taugafruma veltur á flæði þeirra yfir himnur.


mbl.is Elsta forsögulega borg Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband