Leita í fréttum mbl.is

Mikilvægi vistfræðilegrar hugsunar á öld mannsins

Í lok vikunnar verða þrjú erindi um vatnalíffræði.

Fimmtudaginn 8. nóvember 2012 - 12:30 til 13:10 stofu 128 í Öskju

Hinn virti vatnalíffræðingur Brian Moss (University of Liverpool) mun halda erindi um mikilvægi vistfræðilegrar hugsunar. Erindið kallast Liberation Ecology, limnology and our future. Ágrip erindis á ensku:

We live in unpredictable times. A number of powerful threats face us: climate change; the risk of collapse of the western and emerging economies because of potential shortages of oil, energy, liquid funds; difficulties due to increasing longevity, dementia and diseases of consumption-imposed lifestyles such as obesity; increasing population, lack of human rights, civil unrest and poverty in the developing world; and increasing inability of the remaining biomes to continue to regulate atmospheric composition and thus maintain equable climatic conditions and to continue provide goods and services. Our future may look bleak, but the ecological theory of alternative stable states, manifested perhaps most clearly in the behaviour of shallow lakes, and the ways in which diverse plant-dominated states can be restored from algal-dominated states can help us to understand alternatives in the way that human societies might be organised and the ways in which sustainability might be reached. It also indicates very clearly the dangers that we face if truly sustainable societies cannot be restored.

Föstudaginn 9. nóvember 2012 - 12:30 til 13:10 stofu 130 í Öskju

Vatnalíffræðingurinn  Rick Battarbee við University College London mun halda erindi um breytingar á vötnum á sögulegum tíma Erindið kallast Lakes and the Anthropocene og verður flutt á ensku. Ágrip erindis á ensku:

The name "Anthropocene" has been proposed as a new geological epoch to encompass the last 200 years of earth history a period during which there has been a marked acceleration in the impact of human activity on earth systems associated with rapidly increasing fossil fuel combustion and population growth. In this lecture I show from the record in lake sediments how pollutants from fossil fuel combustion during this period have been transported throughout the northern hemisphere and how some have caused changes in lake ecosystems even in the most remote regions. I argue that a reduction in fossil fuel combustion is needed not only to control the emission of the greenhouse gas, carbon dioxide, but also to control the emission of a range of other pollutants released by the burning of coal and oil.

Richard er andmælandi í doktorsvörn Rakelar Guðmundsdóttur, sem fram fer síðar sama dag.

Föstudaginn 9. nóvember, kl 14:00 í stofu 132 í Öskju.
 
Doktorsvörn: Frumframleiðendur í norðlægum lækjum
Rakel Guðmundsdóttir ver doktorsritgerð sína Frumframleiðendur í norðlægum lækjum og
áhrif aukins hita og næringar á framvindu þeirra
. Tengill á ágrip.

Átta misheitir lækir á jarðhitasvæðinu í Hengladölum á Hellisheiði voru notaðir til þess að prófa tilgátur um hugsanleg áhrif loftslagshlýnunar á gróðursamfélög í lækjum. Einnig voru prófaðar tilgátur um áhrif næringarefnaaukningar á gróðurinn. Í ljós kom að í kaldari lækjunum var megin hluti frumframleiðslunnar til kominn vegna þörungaskánar á steinum en ármosi (Fontinalis antipyretica) var ríkjandi frumframleiðandi í heitari lækjunum. Fjölbreytileiki kísilþörunga var ekki marktækt tengdur hita, en flestar tegundir kísilþörunga fundust að jafnaði í kaldari lækjunum. Vaxtarform kísilþörunga voru einsleitust í heitari lækjunum og voru smáir kísilþörungar marktækt meira áberandi í heitari lækjunum en þeim köldu. Næringarefnaaukning örvaði vöxt ármosans (F. antipyretica) og grænþörunga í heitari lækjunum, en að sama skapi minnkaði lífmassi niturbindandi blágrænna baktería (Nostoc spp.). Lífmassi kísilþörunga jókst marktækt við næringarefnaaukninguna, en fjölbreytileiki þeirra minnkaði. Hreyfanlegum kísilþörungum (Nitzschia spp.) fækkaði við næringarefnaaukninguna.

 
 

320px-Thingvellir_4_Herbst_2004

Mynd af Þingvallavatni tekin 2004 var fengin af wikimedia commons (Thingvellir 4 Herbst 2004.jpg)

Önnur erindi líffræðistofu haustið 2012 verða auglýst á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er mikilvægt að sannleikurinn sé hafður að leiðarljósi í fræðaheiminum og fjölmiðlum.

Því miður hef ég raunverulega ástæðu til að minna á hversu mikilvægt það er, að heiðarleikinn og sannleikurinn ráði orðum og gjörðum. Það er hagur allra. 

Það kemst enginn langt á hálfsannleika og blekkingum! Það er fullreynd og úrelt aðferð, sem heims-samfélagið hefur fengið að líða fyrir.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.11.2012 kl. 09:58

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæl Anna

Það er sannarlega mikilvægt að nota sannleikann eða þekkingu að leiðarljósi.

Flestir eru sammála um það, en deila um hvaða leið er best til að komast að sannleikanum.

Sumir halda því fram að þeirra sannleikur sé betri en sannleikur annara, eða vísindanna.

Arnar Pálsson, 6.11.2012 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband