Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Vísindi, þekking og verðmætasköpun

Menntun, vísindi og tækniþróun er lykill að framförum í samfélagi og efnahagsins.

Í morgunútvarpi Rásar 2 var rætt við Þórarinn Guðjónsson formann vísindafélags Íslendinga  og Ara Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík, um mikilvægi menntunar og vísinda fyrir framfarir.

Aukin þekking grundvöllur velmegunar Rás 2. 11. apríl 2013.

Ari og Þórarinn áréttuðu mikilvægi þess að líta á rannsóknir og menntun sem fjárfestingu, ekki útgjaldalið. Viðbragð margra þjóða í kreppum, hefur verið að styðja við (eða amk ekki skera niður) framlög til menntamála og rannsókna. Finnland hafði reyndar aukið stuðning við rannsóknir áður en kreppan skall á þeim í lok síðustu aldar, en þeir hvikuðu ekki frá stefnunni og hafa byggt upp öfluga rannsóknarháskóla og nýsköpunarstarfi. 

Vantar fleiri vísindamenn í stjórnmál spurði Guðmundur Pálsson á Rás 2. Mark Henderson ræðir þetta sérstaklega í The Geek Manifesto, og bendir á að mjög fáir starfandi stjórnmálamenn eru með bakgrunn í vísindum. Sannarlega eru undantekningar, Össur Skarphéðinsson er líffræðingur og Margrét Thatcher var efnafræðingur.

Vitanlega er ekki nóg að hella peningum í málaflokkinn, heldur verður að útdeila þeim skynsamlega og reyna að meta hvernig þeir skila sér. Það er því miður ríkjandi viðhorf að ákvarðanir framkvæmdavaldsins, þinga og ríkistjórna sé byggt á pólitískum grunni (trú á jöfnuð eða trú á einkaframtak), en mun sjaldgæfara að gögn um ágæti eða notagildi séu notuð til grundvallar.

Henderson rekur þetta ítarlega í bók sinni, t.d. um stjórnskipaðar breytingar á kennsluháttum eða endurbætur á heilbrigðiskerfinu í Bretlandi. Nóg er af dæmum hérlendis, t.d. trompaði Siv Friðleifsdóttir vísindalegt mat á umhverfisáhrifum vatnsaflsvirkjunarinnar á Lagarfljót, með skírskotun til annara þátta.

Gagnrýnin og vísindaleg hugsun er guðsgjöf, sem við eigum að nota til að bæta samfélagið og taka upplýstar ákvarðanir fólki til hagsbóta. Einnig er mikilvægt að stjórnmálamenn átti sig á mikilvægi rannsókna og menntunar fyrir hagsæld í landinu, og heilbrigða samfélagsumræðu!

Til að ræða þetta verða haldin tvö málþing í dag og á morgun, með aðild frambjóðenda.

Í dag (12:00 til 13:00) verður fundur í HR um Menntun og verðmætasköpun

Menntun fyrir atvinnulíf og samfélag
Dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR

Sjónarmið atvinnulífsins
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins

Pallborðsumræður

Þátttakendur koma sínum sjónarmiðum á framfæri í stuttu máli. Að því loknu eru opnað fyrir umræður ásamt athugasemdum og spurningum úr sal.

  • Hreggviður Jónsson, Viðskiptaráði Íslands
  • Svana Helen Björnsdóttir, Samtökum iðnaðarins
  • Björgólfur Jóhannsson, Samtökum atvinnulífsins
  • Ari Kristinn Jónsson, Háskólanum í Reykjavík
  • Hilmar Bragi Janusson, Háskóla Íslands
  • Stefán B. Sigurðsson, Háskólanum á Akureyri
  • Magnús Orri Schram, Samfylkingu
  • Frosti Sigurjónsson, Framsóknarflokki
  • Heiða Kristín Helgadóttir, Bjartri framtíð
  • Árni Þór Sigurðsson, Vinstri grænum
  • Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sjálfstæðisflokki

Föstudaginn 12. apríl:  Málþing á vegum Vísindafélags Íslendinga og Félags prófessora við ríkisháskóla í sal Þjóðminjasafns Íslands

Áherslur stjórnmálaflokkanna í málefnum vísinda- og nýsköpunar

11.00 - 11.20. Ný sýn: Breytingar á vísinda- og nýsköpunarkerfinu

Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri mats- og greiningasviðs Rannís

11.20 -12.10. Áherslur stjórnmálaflokkanna

Framsóknarflokkur, Frosti Sigurjónsson, frambjóðandi

Björt framtíð, Guðmundur Steingrímsson, alþingismaður/frambjóðandi

Vinstri græn, Svandís Svavarsdóttir, alþingismaður/frambjóðandi

Samfylking, Skúli Helgason, alþingismaður/frambjóðandi

Sjálfstæðisflokkur, Áslaug María Friðriksdóttir, frambjóðandi

12.10 -12.15. Samantekt

Þórarinn Guðjónsson, forseti Vísindafélags Íslendinga

12.15 -13.00. Umræður/pallborð

Fundarstjóri: Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík


Sildenafil citrate og mikilvægi opinna lyfjaprófa

Fjallagöngugarpurinn Leifur Örn segir að sildenafil citrat (Viagra) geti hjálpað sér að takast á við háfjallaveiki, súrefnisskort í þunnu lofti Himalayafjallana.

Jóhann Elíasson spyr reyndar hvort að einhverjar rannsóknir styðji þessa notkun á Viagra (ERU EINHVERJAR VÍSINDALEGAR RANNSÓKNIR AÐ BAKI ÞESSU????), sem eru reyndar mín fyrstu viðbrögð einnig.

Stutt leit á www.pubmed.org, bendir til að það sé harla lítið á bak við staðhæfinguna.

Í grein frá 2010  þá mælir Maggiorini með öðrum lyfjum, en ekki Viagra.

Bates  og félagar gerðu tvíblinda rannsókn á Sildenafil citrati, á fjallgöngufólki en fundu ekki jákvæð áhrif. Rannsóknin er reyndar frekar lítil, en ef eitthvað er þá jók lyfið áhrif bráðrar háfjallaveiki (acute mountain sickness).

Þegar lyf eru prófuð er ákaflega mikilvægt að

  • tilraunirnar séu vel uppsettar (tvíblind próf eru best - og dreifa verður sjúklingum handahófskennt í meðferðarhópana)
  • tilraunirnar nægilega stórar til að greina áhrif
  • að skýrt sé í upphafi hvaða breytur á að mæla (ekki má skipta um lykilbreytur í miðri rannsókn)
  • að niðurstöður allra rannsókna  séu birtar og gögnin aðgengileg

Síðasta atriðið er kannski ekki augljóst, en það skiptir sköpum því að lyfjafyrirtæki hafa iðullega stungið neikvæðum niðurstöðum undir stól en birt jákvæðar niðurstöður.

Þeir sem hafa áhuga á málinu verða að lesa bók Ben Goldacre - Bad Pharma. Ég mæli einnig með TED fyrirlestri Goldacre, og vitanlega að þeir sem hafi áhuga á góðu heilbrigðiskerfi kvitti undir kröfu um að niðurstöður ALLRA lyfjaprófa verði birtar (http://www.alltrials.net)

Ítarefni.

http://www.guardian.co.uk/books/2012/oct/17/bad-pharma-ben-goldacre-review

Maggiorini M. Prevention and treatment of high-altitude pulmonary edema. Prog Cardiovasc Dis. 2010 May-Jun;52(6):500-6. doi: 10.1016/j.pcad.2010.03.001.
 

mbl.is Með viagra á toppi veraldar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjónn, það er folabragð af ýsunni

Margir fiskistofnar eru ofnýttir, eða veiddir að þolmörkum. Samtök umhverfisverndarsinna og vísindamenn hafa bent á þetta, og lagt áherslu á að hægt sé að votta uppruna fisks.

Þetta er ósköp hliðstætt hrosskjötsmálinu, sem skók Evrópu fyrr á árinu. Þá voru tilbúnar kjötvörur seldar undir fölsku flaggi. Á umbúðunum stóð nautakjöt í pökkunum var hrossakjöt. Það er rangt að blekkja neytendur - en vitanlega er hrossakjöt alls ekki slæmur kostur sem prótíngjafi. Mér skilst meira að segja að sala á hrossakjöti hafi aukist í Evrópu í kjölfarið, því fólk áttaði sig á því að hross væru lostæti.

Í báðum tilfellum, er hægt að greina á milli tegunda með erfðaprófi. Það er hægt að finna út hvaða fiskur er á disknum, og hvaða spendýr í pylsunni.

Grundvöllurinn er sá að dýrategundir* eru með ólíkt erfðaefni. Með því að nota sértæka þreifara, er hægt að magna upp nokkur gen úr sýni og kanna hvort að þeim svipi til ýsu, ufsa eða hrúts.

cod1.jpgSömu tækni má nota til að greina mun á hópum innan tegundar, með því að fjölga genunum sem skoðuð eru og taka fleiri sýni. Þannig hefur verið hægt að kanna, t.d. erfðabreytileika í þorskstofninum á Norður Atlantshafi (Aðlögun að dýpi,
Mitochondrial cytochrome B DNA variation in the high-fecundity atlantic cod: trans-atlantic clines and shallow gene genealogy. Genetics. 2004 Apr;166(4):1871-85.).

Þetta skiptir máli fyrir nýtingu fiskistofna, þar sem uppskipting stofna eða andhverfa þess - mikið flakk á milli svæða - leiðir til ólíkrar stofngerðar og stofnmats. Nokkur verkefni á þessum nótum hafa verið unnin á undanförnum árum.

Föstudaginn 12. apríl 2013 mun Dr. Sarah Helyar, rannsóknarstjóri hjá Matís, fjalla um rannsóknir sínar á nokkrum nytjafiskum m.a. þorski og síld. Erindi heitir Fish and SNPs: genomics, evolution and conservation. Ágrip erindis:

Using state of the art genomic techniques my research aims to determine fundamental aspects of a species' biology. This covers a wide range of topics but I am particularly interested in key characteristics that affect the potential to adapt in the face of anthropogenically induced environmental stressors. These act at all levels, from individual variation in response to parasites or pollution, population processes such as dispersal and gene flow, and to evolutionary scale changes. One outcome of this work is that the knowledge can be combined with ecological and environment data for improved conservation prospects for species facing climate change, including better management and also provides a mechanism for traceability with which to combat illegal and unregulated fishing (IUU). 

Tvær af greinum Söru

Gene-associated markers provide tools for tackling illegal fishing and false eco-certification: http://www.nature.com/ncomms/journal/v3/n5/full/ncomms1845.html

Spatially explicit variation among candidate genes indicate complex environmental selection in a weakly structured marine fish, the Atlantic herring (Clupea harengus): http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/j.1365-294X.2012.05639.x/abstract

Önnur erindi líffræðistofu vorið 2013 verða kynnt á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.

Erindið verður flutt á ensku, í stofu 131 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir.

*og vitanlega allar aðrar tegundir. 

**Ég verð að afsaka titilinn, hann er út í hött, en mér þykir samt vænt um hann.


Tilraunameðferðir eða kukl

Vísindi byggja á nokkrum lykilatriðum. Hlutlægni er kjarninn í aðferðinni. Einnig er mikilvægt að settar séu fram skýrar tilgátur, og fundnar leiðir til að meta þær með ákveðnum gögnum (mælingum, talningum eða öðrum upplýsingum). Tilgáturnar þurfa að vera nákvæmar, ekki duga tilgátur sem útskýra allt. Einnig þurfa þær að vera með innra samræmi, bull er ekki efni í vísindalega tilgátu. Tilgáturnar þurfa einnig að tengjast núverandi þekkingu. Eða ef þær ganga í berhögg við núverandi þekkingu, þá þarf að meta rannsóknarspurningarnar í víðara samhengi - til að athuga hvort hrikti í stoðum núverandi þekkingar.

Læknisfræðin er nú orðin tilraunavísindi, að því leyti að nýjar meðferðir, inngrip eða lyf eru prófuð með vísindalegum aðferðum. Þetta hefur ekki alltaf verið svona, í sögu læknisfræðinnar er þúsundir dæma um fáránlegar meðferðir og lyf - sem voru notuð á trú eða sannfæringu - en ekki af því að vísindin sýndu að þau virkuðu.*

Núna er krafan sú að nýjar meðferðir þarf að meta - með hliðsjón af bestu mögulegu meðferð. Ef Jón læknir stingur upp á nýju lyfi gegn sýkingu, þarf að prófa það í samanburði við bestu þekkta lyfi við sömu sýkingu. Og til að niðurstöðunum sé treyst þarf prófið að vera gert á stórum hópi sjúklinga, og tvíblint. Þannig að hvorki læknarnir né sjúklingarnir viti, hvaða lyf var gefið. **

Hví skiptir þetta máli? Nútildags eru margar nýjar meðferðir í heilsu og nýaldargeiranum auglýstar sem töfralækning. En einnig er töluvert um að læknar eða læknisfræðimenntað fólk bjóði upp á tilraunameðferðir, sem hafa ekki verið sannreyndar almennilega.

Slíkar tilraunameðferðir eru í sjálfu sér ekki slæmar, en þær geta verið gagnslausar eða í versta falli hættulegar. Læknadeild HÍ og Siðfræðistofnun HÍ stendur fyrir fundi á morgun um þetta mál, 5. apríl kl. 12:00 í Lögbergi.

Rætt var við Magnús K. Magnússon prófessor í lyfjafræði í morgunútvarpi rásar 2 í dag. Þar var fjallað um línuna á milli kukls og tilraunalækninga, og aðra vinkla á þessu mikilvæga máli (hlýða má á viðtalið á vef ruv.is).

* M.a. vegna þess að hin vísindalega aðferð kom til sögunar löngu á eftir læknafræðinni. Reyndar má svo sem alveg deila um hvað kalla á læknis"fræði," sem stunduð var áður en farið var að beita vísindalegum aðferðum í læknsifræði?

**Þetta er reyndar erfiðara þegar um annarskonar meðferðir er ræða, ef meðferð við exemi er ljósameðferð eða vítamíngjöf, þá veit sjúklingurinn hvað hann er að fá. En þá er mikilvægt að sjúklingum sé beint í þessar ólíku meðferðir af handahófi, til að prófið verði sem öflugast. Alltof oft er treyst á óblindar rannsóknir, og iðullega reynast niðurstöðurnar hreinlega rangar.


Frumframvinda á Skeiðarársandi

Vistfræðin tekst á margvíslegar spurningar. Ein er - hvernig nema lífverur land á lífvana svæðum. Þekktasta dæmið hérlendis er vitanlega Surtsey, en samfara hlýnun jarðar er einnig hægt að skoða landnám lífvera svæðum sem koma undan jöklum.

Þóra Ellen ÞórhallsdóttirKristin Svavarsdottir og samstarfsmenn hafa rannsakað framvindu á Skeiðarársandi um nokkura ára skeið. Þóra Ellen fékk t.d. styrk frá Rannís ásamt Guðrúnu Gísladóttur í verkefni sem heitir Framvinda gróðurs og vistkerfa við hörfandi jökla. Nemandi hennar og Kristínar Oliver Bechberger hefur stundað rannsóknir á sandinum, og rannsakað framvindu vistkerfisins með höfuð áherslu á landnám plantna. Oliver mun kynna rannsóknir sínar 5. apríl 2013, í föstudagsfyrirlestri líffræðinnar.

 

Ágrip erindis Olivers

Primary succession of vegetation was one of the first concepts in ecology, is yet still being discussed. Historically, competition was assumed to be the main force in shaping communities but recent research emphasizes positive interactions in plant communities as well. Here we present a facilitation experiment from Skeidarársandur and discuss it in the context of recent literature.

Mynd tekin undir Arnarfelli hin mikla, við Hofsjökul af Þóru Ellen Þórhallsdóttur. Picture copyright Thora Ellen Thorhallsdottir.

Erindið hefst kl. 12:30 og stendur til 13:10. Allir eru velkomnir - aðgangur ókeypis.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband