Leita í fréttum mbl.is

Þjónn, það er folabragð af ýsunni

Margir fiskistofnar eru ofnýttir, eða veiddir að þolmörkum. Samtök umhverfisverndarsinna og vísindamenn hafa bent á þetta, og lagt áherslu á að hægt sé að votta uppruna fisks.

Þetta er ósköp hliðstætt hrosskjötsmálinu, sem skók Evrópu fyrr á árinu. Þá voru tilbúnar kjötvörur seldar undir fölsku flaggi. Á umbúðunum stóð nautakjöt í pökkunum var hrossakjöt. Það er rangt að blekkja neytendur - en vitanlega er hrossakjöt alls ekki slæmur kostur sem prótíngjafi. Mér skilst meira að segja að sala á hrossakjöti hafi aukist í Evrópu í kjölfarið, því fólk áttaði sig á því að hross væru lostæti.

Í báðum tilfellum, er hægt að greina á milli tegunda með erfðaprófi. Það er hægt að finna út hvaða fiskur er á disknum, og hvaða spendýr í pylsunni.

Grundvöllurinn er sá að dýrategundir* eru með ólíkt erfðaefni. Með því að nota sértæka þreifara, er hægt að magna upp nokkur gen úr sýni og kanna hvort að þeim svipi til ýsu, ufsa eða hrúts.

cod1.jpgSömu tækni má nota til að greina mun á hópum innan tegundar, með því að fjölga genunum sem skoðuð eru og taka fleiri sýni. Þannig hefur verið hægt að kanna, t.d. erfðabreytileika í þorskstofninum á Norður Atlantshafi (Aðlögun að dýpi,
Mitochondrial cytochrome B DNA variation in the high-fecundity atlantic cod: trans-atlantic clines and shallow gene genealogy. Genetics. 2004 Apr;166(4):1871-85.).

Þetta skiptir máli fyrir nýtingu fiskistofna, þar sem uppskipting stofna eða andhverfa þess - mikið flakk á milli svæða - leiðir til ólíkrar stofngerðar og stofnmats. Nokkur verkefni á þessum nótum hafa verið unnin á undanförnum árum.

Föstudaginn 12. apríl 2013 mun Dr. Sarah Helyar, rannsóknarstjóri hjá Matís, fjalla um rannsóknir sínar á nokkrum nytjafiskum m.a. þorski og síld. Erindi heitir Fish and SNPs: genomics, evolution and conservation. Ágrip erindis:

Using state of the art genomic techniques my research aims to determine fundamental aspects of a species' biology. This covers a wide range of topics but I am particularly interested in key characteristics that affect the potential to adapt in the face of anthropogenically induced environmental stressors. These act at all levels, from individual variation in response to parasites or pollution, population processes such as dispersal and gene flow, and to evolutionary scale changes. One outcome of this work is that the knowledge can be combined with ecological and environment data for improved conservation prospects for species facing climate change, including better management and also provides a mechanism for traceability with which to combat illegal and unregulated fishing (IUU). 

Tvær af greinum Söru

Gene-associated markers provide tools for tackling illegal fishing and false eco-certification: http://www.nature.com/ncomms/journal/v3/n5/full/ncomms1845.html

Spatially explicit variation among candidate genes indicate complex environmental selection in a weakly structured marine fish, the Atlantic herring (Clupea harengus): http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/j.1365-294X.2012.05639.x/abstract

Önnur erindi líffræðistofu vorið 2013 verða kynnt á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.

Erindið verður flutt á ensku, í stofu 131 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir.

*og vitanlega allar aðrar tegundir. 

**Ég verð að afsaka titilinn, hann er út í hött, en mér þykir samt vænt um hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband