Leita í fréttum mbl.is

Íslenskar rannsóknir í kennslubók um þróun

Mykjuflugurannsóknir Hrefnu Sigurjónsdóttur má finna í kennslubók í atferlisfræði. Þar að auki hafa nýlegar rannsóknir Ástríðar Pálsdóttur og samstarfsmanna (m.a. á Líffræðistofnun HÍ og Íslenskri erfðagreiningu) á arfgengri heilablæðingu, ratað í nýjustu útgáfu af Þróunafræðibók Herron og Freeman. Frá þessu segir á vefsíðu Keldna.

------------

Niðurstöður úr rannsóknum vísindamanna á Keldum, Ástríðar Pálsdóttur og Birkis Þórs Bragasonar, sem voru unnar í samstarfi við vísindamenn hjá Íslenskri erfðagreiningu, Læknadeild Háskóla Íslands og Johns Hopkins Háskóla í Bandaríkjunum, hafa ratað inn í nýlega kennslubók í þróun (Evolutionary Analysis, 5th edition, eftir Jon C. Herron og Scott Freeman). Bókin er kennd við marga háskóla í Bandaríkjunum. 

Niðurstöður rannsóknarinnar birtust upphaflega í vísindaritinu Plos genetics árið 2008, og í kennslubókinni er bent á þær sem sláandi dæmi um samspil umhverfis og erfða.  Rannsóknin tók til líftíma íslenskra arfbera stökkbreytts gens, sem veldur arfgengri heilablæðingu. Meðal lífaldur þessara arfbera í dag er um 30 ár, en þar til fyrir um 200 árum var lífaldur þeirra ekki marktækt frábrugðin öðrum. Á 19. öldinni styttist lífaldur arfberanna smám saman í þau 30 ár sem hann er í dag. Líklegasta skýringin á þessu er tilkoma sterkra umhverfisáhrifa, hugsanlega fæðutengt, en á 19.öldinni tók matarræði Íslendinga miklum stakkaskiptum í átt að því sem gerist í nágrannalöndunum m.a. með aukningu í neyslu sykurs, mjölmetis og saltnotkun. Í kjölfar þessarar styttingar í lífaldri hefur arfberum fækkað mikið þar sem margir þeirra hafa látist áður en þeir hafa náð að eignast afkvæmi.

-------

Þetta dæmi er alveg ótrúlega merkilegt, og sýnir okkur hvers mikil áhrif umhverfi hefur á sýnd og tjáningu gena. Og þið getið verið viss um að fyrir hvert eitt gen sem sýnir svona afgerandi áhrif eru hundrað eða þúsund sem eru með vægar, en sannarlega umhverfistengd áhrif.

Greinina má lesa á vef Plos Genetics

Palsdottir A, Helgason A, Palsson S, Bjornsson HT, Bragason BT, et al. (2008) A Drastic Reduction in the Life Span of Cystatin C L68Q Carriers Due to Life-Style Changes during the Last Two Centuries. PLoS Genet 4(6): e1000099. doi:10.1371/journal.pgen.1000099


Sigurður Richter og Örnólfur Thorlacius heiðraðir

Í tilefni vísindadags voru Sigurður Richter og Örnólfur Thorlacius heiðraðir. Þeir voru umsjónarmenn þáttarins nýjasta tækni og vísindi um árabil og áttu stórann þátt í að kveikja áhuga íslendinga á vísindum.

Hilmar Bragi Janusson forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ veitti þeim viðurkenningu og flutti stutt ávarp.

Örnólfur sagði frá því að tæknilegar ástæður verið fyrir því að hann var settur í mynd. Þættirnir voru teknir upp á spólur, og til að forðast það að taka þyrfti upp allt aftur, var hann klipptur inn á milli myndskeiðanna. Þess vegna varð Örnólfur þjóðþekktur maður, nema á vestfjörðum þar sem ekki var sjónvarp. Ég minnist þess að sem nýnema í MH þótti mér stórmerkilegt að Örnólfur væri rektor skólans. Það voru einnig viss vonbrigði að hann skyldi ekki kenna kenna í neinu líffræðinámskeiði sem ég tók, þó staðgenglarnir væru reyndar hver öðrum betri.

Hvorki Örnólfur né Sigurður vildu kannast við að hafa valið Kraftverklagið, sem hljómaði undir upphafi þáttana síðustu árin. Örnóflur sagði að reyndar hefðu nokkur lög verið notuð, m.a. lag úr amerískum vísindaþætti.

Sigurður lagði einnig áherslu á að hversu erfitt væri að átta sig á notagildi eða mikilvægi einstakra tækninýjunga og uppgötvana vísinda.

Fyrir nokkru hafði Sigurður Richter frætt líffræðinga um að ein kveikjan að þáttunum var ókeypis framboð á frönsku kynningarefni um vísindi. Hann sagði reyndar frá því að líklega væru flestir fyrstu þættirnir tapaðir, vegna þess að Ríkisútvarpið varð að endurnýta spólurnar. 

Einhverjir þættir verða sýndir í Ösku í dag, en einnig er hægt að sjá einn þátt frá 1991 á youtube.

Gott kvöld, í þættinum hér á eftir...

Sigurður H Richter. Nýjasta tækni og vísindi.1991


mbl.is Vísindaveisla í Öskju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjasta tækni og vísindi

Slegið verður upp sannkallaðri vísindaveislu á Rannsóknarþingi Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands laugardaginn 25. október 2014. Meira en 30 vísindamenn okkar munu fjalla um sín hugðarefni í stuttum fyrirlestrum á mannamáli. Sprengjugengið...

Fyrirlestur um Nóbelinn 2014: GPS-kerfi heilans 23. okt

Fræðsluerindi á vegum Vísindafélags Íslendinga, Háskólans í Reykjavík og Lífvísindaseturs Háskóla Íslands Nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræði 2014: GPS-kerfi heilans Karl Ægir Karlsson doktor í taugavísindum kynnir rannsóknir handhafa...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband