Leita í fréttum mbl.is

Hvað "í ósköpunum" er íslenskt vísindafólk að rannsaka?

Fyrir tæpum sjö árum var kosningabarátta Obama og McCain að komast á skrið. Varaforsetaefni McCains var fyrrum fylkisstjóri Alaska, Sarah Palin.

Henni fannst það líklegt til vinsælda (atkvæða) að hæðast að rannsóknarverkefnum sem bandaríkjastjórn styrkir. Hún sagði:

You've heard about some of these pet projects, they really don't make a whole lot of sense and sometimes these dollars go to projects that have little or nothing to do with the public good. Things like fruit fly research in Paris, France. I kid you not.

Ávaxtaflugan Drosophila melanogasterÞar sem frú Palin skildi ekki, var hvernig vísindin virka og hversu mikilvæg tilraunalífvera ávaxtaflugan er. Á þeim tíma skrifaði ég lítinn pistil flugunni til varnar (Óhæfur frambjóðandi) en nú er mér annara um vísindin í heild sinni.

Skoðun frú Palin er reyndar ansi algeng, margt fólk skilur ekki hvað ríkið er að púkka upp á grunnrannsóknir, rannsóknastofnanir eða háskóla. Hluti af ástæðunni er sá að fólk hefur öðrum hnöppum að hneppa, það nennir ekki eða vill ekki setja sig inn í málið. Einnig er nokkuð ljóst að vísindasamfélagið hefur ekki verið nægilega duglegt að kynna rannsóknir og niðurstöður.

Það er meðal annars kveikjan að fyrirlestraröð Háskóla Íslands, Líffræðistofu og lífvísindaseturs um vísindi á mannamáli. Þau erindi eru öllum opin og tekin upp á myndband, sem hægt er finna á vefnum.

Svipaðar ástæður eru líklega á bak við nýjung hjá Rannsóknamiðstöð Íslands, sem stendur fyrir opnum fundi fimmtudaginn 12. mars (sjá hér að neðan).

Íslenskt vísindafólk rannsakar margskonar viðfangsefni, og eigum við fullt af fólki í fremstu röð alþjóðlega. Vonandi komast sem flestir á þennan fund, þótt það viðurkennist að tímasetningin sé ekki beint heppileg dagvinnufólki. Ég er til dæmis að kenna þetta síðdegi.

------------- tilkynning orðrétt -----------------

Hvað er íslenskt vísindafólk að rannsaka? Hvernig verkefni styrkir Rannsóknasjóður? Hvernig skiptast styrkir úr sjóðnum?

Fimmtudaginn 12. mars kl. 14-17 verður opinn kynning á Rannsóknasjóði, úthlutun hans og fjölbreyttum verkefnum sem sjóðurinn styrkir. Kynningin verður haldin á Hótel Sögu, 2. hæð.

Markmið kynningarinnar er að kynna starfsemi sjóðsins og það fjölbreytta vísindastarf sem hann fjármagnar. Á dagskránni verða áhugaverð erindi og veggspjaldakynningar þar sem vísindamenn kynna rannsóknir sínar á öllum sviðum vísinda. Upplýsingar um Rannsóknasjóð hér. Eiríkur Stephensen hjá Rannís veitir allar upplýsingar um sjóðinn og kyninguna. Sími 515 5800, netfang eirikur.stephensen@rannis.is

Fundarstjóri verður Brynja Þorgeirsdóttir, fjölmiðlakona.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir!

Dagskrá:

Kl. 14:00-15:30 Opnun og kynningar verkefna

  • Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, opnar fundinn.
  • Guðrún Nordal, formaður stjórnar Rannsóknasjóðs flytur ávarp.

Verkefnakynningar (í stafrófsröð):

  • Forspárþættir heilsu og hegðunar meðal ungs fólks. Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík.
  • Meðfædd bakteríudrepandi peptíð gegn sýkingum og ónæmum bakteríustofnum. Guðmundur H. Guðmundsson, prófessor við Háskóla Íslands.
  • Rannsókn á einhleypum konum í hópi vesturfara, 1870-1914. Sigríður Matthíasdóttir, fræðimaður við Reykjavíkurakademíuna.
  • Vöktun virkra jarðskjálftasprungna og kortlagning jarðskjálftaáhættu í þéttbýli. Benedikt Halldórsson, vísindamaður við Háskóla Íslands.
  • Þróun rafefnahvata fyrir vistvæna og sjálfbæra eldsneytis- og áburðarframleiðslu. Egill Skúlason, dósent við Háskóla Íslands.

15:30-17:00 Veggspjaldasýning

Kynnt verða 40 verkefni sem hlutu nýja styrki á árunum 2013 og 2014.

Í lok kynningar verður boðið upp á léttar veitingar.

----------- tilkynningu lýkur --------

Ítarefni:


Hið sérstæða lífríki Hawaii

Eyjar nær miðbaug bera flestar mjög sérstök lífríki. Hawaii-eyjaklasinn varð til vegna virkni heits reits, en einn slíkan má líka finna undir Íslandi.

Á eyjunum má finna margar einstakar tegundir. Sumar þeirra eru mjög ólíkar, en samt náskyldar eins og ávaxtaflugurnar á Hawaii og silfursverðin. Þær eru hliðstæðar finkunum á Galapagos eyjum (sem eru reyndar líke eldfjallaeyjar), sem eiga uppruna sinn á meginlandi, en hafa síðan þróast í margar ólíkar gerðir.

SilverswordSilfursverðin á Hawaii (sjá mynd af Arizona háskóla), eru í miklu uppáhaldi hjá mér, af grasafræðilegum og persónulegum ástæðum.

Ein mikilfenglegasta tegundin vex í Haleakala gígnum, fyrst í mörg ár sem silfurlitaður brúskur en síðan blómgast þau í einum svakalegum rykk, og deyja.

Þetta er einmitt dæmi um semelparaous lífstíl, þar sem allt púður er sett í eina glæsilega æxlun. Eins og rætt var í fyrirlestri í morgun.

Ítarefni.

Fleiri myndir má sjá á www.arkive.org

Upplýsingar um silfursverð á vef grasafræðideildar Hawaii haskóla (Hawaiian silversword alliance, UH Botany). 

Young, T. P. (2010) Semelparity and Iteroparity. Nature Education Knowledge 3(10):2


mbl.is Eldfjöll af braut um jörðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérlega hvetjandi skrif

Það er mjög ánægjulegt að sjá hversu vel hvatinn.is hefur farið af stað. Aðstandendur hvatans eru Edda Olgudóttir og Anna Veróníka Bjarkadóttir, líffræðingar.* Umfjöllun um vísindi hefur breyst á undanförnum áratugum. Í bandaríkjunum er fjallað um...

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband