Leita í fréttum mbl.is

Óhæfur frambjóðandi

Sarah Palin virðist ekki kunn að meta framlag vísinda til samfélagsins. Hún var að ræða um liði á fjárlögum sem henni fannst ekki peninga verðir, og beindi orðum sínum að vísindum.

"You've heard about some of these pet projects, they really don't make a whole lot of sense and sometimes these dollars go to projects that have little or nothing to do with the public good. Things like fruit fly research in Paris, France. I kid you not."

Flugur hafa reynst ótrúlega gott líkan fyrir rannsóknir í erfðafræði, á þroskun, frumuskiptingum, atferli, öldrun og minnisleysi, og ber staðhæfing Söru því merki um vanþekkingu. Markmið grunnrannsókna er að skilja grundvallaratriði, krafta í atómum, efnahvörfum, frumum og jarðskorpunn sem síðan má byggja á til að t.d. knýja vélar eða skilja eðli sjúkdóma. Það er oft ómögulegt að vita hvaða grunnrannsóknir eiga eftir að nýtast í að búa til IPOD eða eitthvað þaðan af mikilvægara.

Við gerum kröfur um að frambjóðendur kunni skil á grundvallaratriðum tilverunar en séu ekki með firrtar hugmyndir um veröldina (að hún hvíli á baki skjaldböku eða sé stjórnað af hvítum músum!). Myndir þú kjósa frambjóðanda sem þrætti fyrir um tilvist lifrarinnar?

Adam Rutherford ræðir athugasemd Palin í grein í the Guardian í greininni "Palin and the fruit fly".

Að auki, Suður Afríska grínsíðan Hayibo var með góða frétt um "skilning" Palin á steingervingasögunni "Palintology to study dino bones put there by God 6,000 years ago".


mbl.is Telja Palin ekki tilbúna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

rödd venjulegs fólks má líka heyrast í stjórnmálum og vísindin eru ekki heilög. þau mega alveg leggjast á þann mælikvarða að það sé útskýrt fyrir venjulegu fólki hvers vegna peningum skattgreiðenda sé vel varið í þessi vísindi. Vísindi eru ekki hlutlaus og oft virðast áhugaefni vísinda og hin ákafa þekkingaleit mannsins og leið að viðurkenningu í alþjóðasamfélagi (með birtingum í ritrýndum tímaritum osfrv) ekki vera sý nýsköpun þekkingar sem bætir líf þeirra sem lakast eru settir.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 31.10.2008 kl. 17:25

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Varaforsetaefni er varla "venjulegt fólk" heldur manneskja sem getur orðið forseti Bandraíkjanna og verður að hafa lágmarksveruleikaskyn. Margt það sem nú er grundvöllur velmegunar okkar, t.d. tæknivörur alls konar, á uppruna sinn í "fræðilegum" rannsóknum en ekki "hagnýtum" og hafa sannarlega bætt líf fólks.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.10.2008 kl. 20:20

3 identicon

Ertu ekki að grínast, Salvör??? Ertu að verja þetta komment hjá Palin?? Bara út af því að hún er kona? Manneskja í þessu framboði þarf að hafa lágmarksþekkingu á málum sem skipta máli og svona rannsóknir skipta máli. Eigum við kannski ekki bara að hætta öllum rannsóknum sem geta stuðlað að bættu lífi okkar allra, og nota peningana í að gera vel við þá sem minna mega sín?

Eins göfugt og það hljómar, þá hlýtur þú Salvör að skilja það, að með þeim hætti deyjum við út. Hættum að framleiða lyf sem mögulega geta læknað sjúkdóma í framtíðinni vegna þess að peningunum er betur varið í aðstoð við þá sem minna mega sín. Hættum að framleiða bíla og tölvur og tækniframfarir ... hey, stöðvum alla tækniþróun þar sem peningunum er betur varið í aðra málaflokka. 

Á ég að halda áfram?

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 21:03

4 identicon

Salvör ætti að skoða neðangreint myndband um þau áhrif sem ávaxtaflugan hefur haft í lífvísindum http://www.youtube.com/watch?v=hQkSwifTAMA&NR=1.  Þessi áhrif eru ekki lítil og það er t.d vandfundið það sjúkdómsgen í mönnum sem ekki á sér einhverskonar samsvörun í ávaxtaflugunni eða hefur verið módelerað í flugunni með einhverjum mætti. 

Lykilatriðið fyrir stjórnmálamann eins og Palin, sem ætlar sér að verða forseti bandaríkjanna, er kannski ekki að vita allt, þar með talið um ávaxtaflugur.  Heldur að varast að slengja fram fullyrðingum um málefni áður en hún hefur kynnt sér þau.  Talsvert hefur verið gert í því að kynna fluguna og áhrif hennar og um hafa einnig verið skrifaðar margar blaðagreinar og bækur.  Palin hefur einnig aðgang að upplýsingum og sérfræðingum sem hún getur leitað til.  Hún hefur því enga afsökun fyrir svona vitlausum fullyrðingum.

Eiríkur Steingrímsson (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 09:08

5 Smámynd: Arnar Pálsson

Salvör

Auðvitað eru vísindin ekki heilög, þvert a móti þau ganga út á að rannsaka fyrirbæri án skírskotunar til heilagleika. Hvernig gætu læknar starfað í samfélagi sem áliti líkama einstaklinganna heilaga, þeir gætu aldrei krufið lík, skorið upp sjúklinga eða gripið inn í sýkingar?

Ég er sammála þér að við þurfum að spyrja um áherslur í vísindum. Við eyðum miklu púðri í að rannsaka sjúkdóma sem oft má fyrirbyggja með fræðslu, t.d. er offita áhættuþáttur fyrir marga sjúkdóma, sem má fyrirbyggja með fræðslu, betri mat í grunnskólum o.s.frv. Einnig er áhersla vesturlandabúa á sjúkdóma velmegunar, á meðan sjúkdómar og sýklar sem herja á íbúa þriðja heimsins eru vanræktir (þetta er ekki algilt t.d. áherslu Gates foundation á malaríu og annara stofnanna á Ebola veirunni).

Ég tek undir með Sigurði, Dodda og Eiríki að við eigum að krefjast  þess að frambjóðendur til valdamestu embætta hafi allavega það skyn að afla sér upplýsinga um mikilvæg málefni (vísindin eru bara eitt af mörgum) ef þeir eru ekki sérfræðingar á því sviði. Eins og Eiríkur sagði sýndi Sara Palin fádæma dómgreindarleysi með orðum sínum, dómgreindarleysi sem er einstaklega óæskilegt í varaforseta valdamesta ríkis heims.

Arnar Pálsson, 1.11.2008 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband