Leita í fréttum mbl.is

Upplýsingar um Ebólu á vísindavefnum

Á vísindavefnum eru nokkrir ágætir pistlar um Ebólu.

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er ebóluveiran?“. Vísindavefurinn 5.5.2004. http://visindavefur.is/?id=4232. (Skoðað 31.10.2014).

Veiran dregur nafn sitt af ánni Ebólu í Kongó (e. Democratic Republic of Congo, hét Zaír fram til 1997) en þar, og í Súdan, kom veiran fyrst fram á sjónarsviðið árið 1976. Nú eru þekkt fimm afbrigði af veirunni og heita þau í höfuðið á þeim svæðum þar sem þau greindust fyrst. Vitað er að þrjú þeirra, Zaír-ebóla, Súdan-ebóla og Fílabeinsstrandar-ebóla, geta valdið blæðingarsótt/blæðandi veirusótthita (e. hemorrhagic fever). Ekki eru þekkt dæmi að Reston-ebóla, hafi sýkt menn en vitað er að það sýkir apa. Vitað er um eitt tilfelli um smit af völdum Tai-skógar-ebólu. Sá sjúklingur náði sér að fullu á sex vikum.

Sigurður Guðmundsson. „Gæti ebóla orðið að heimsfaraldri á Vesturlöndum?“. Vísindavefurinn 17.10.2014. http://visindavefur.is/?id=68337. (Skoðað 31.10.2014).

Hvers vegna er þessi faraldur öðruvísi en fyrri faraldrar ebólu? Þeir komu upp á afskekktum svæðum. Núverandi faraldur kom hins vegar upp á þéttbýlli svæðum þar sem landamæri eru fjölfarin og breiddist fljótt til borganna. Ef til vill er þó fátæktin og mikill skortur á innviðum sá samnefnari sem helst skýrir vandann. Siðir og venjur við frágang líka og við útfarir hafa einnig haft áhrif á gang faraldursins. Tortryggni og vantraust er mikið, ástvinir veikra eru hræddir við heilbrigðisstarfsmenn sem mæta í geimbúningum og taka sjúklinga í burtu. Veikt fólk og lík eru falin svo unnt sé að veita viðeigandi jarðarför, þar sem öll fjölskyldan kemur saman, rétt eins og hér á landi, en það auðveldar enn frekar útbreiðslu

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvernig og hvenær varð ebóluveiran til?“. Vísindavefurinn 30.10.2014. http://visindavefur.is/?id=68406. (Skoðað 31.10.2014).

Ebóluveira greindist fyrst í mönnum árið 1976 í Kongó og Súdan en hún hefur verið til miklu lengur. Hún hefur sýkt önnur dýr í aldanna rás, en er líklega bara nýverið farin að sýkja menn. 

Einnig vil ég benda fólki á góða upplýsingasíðu Landlæknis um ebóluveiruna.


mbl.is Í verkfall vegna ebólu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljóstækni til hagsbóta fyrir mannkyn

Fræðsluerindi á vegum Vísindafélags Íslendinga, Líffræðistofu HÍ, Lífvísindaseturs HÍ og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Nóbelsverðlaun í eðlisfræði og efnafræði 2014: Ljóstækni til hagsbóta fyrir mannkyn

Kristján Leósson, eðlisverkfræðingur og

Kesara Anamthawat-Jónsson, prófessor í líffræði

Dagsetning: Fimmtudagur, 30. okt. kl. 12:00

Staðsetning: Salur Þjóðminjasafns Íslands

Ágrip

Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði og efnafræði 2014 voru veitt fyrir mikilvægar framfarir í ljóstækni. Eðlisfræðiverðlaunin voru veitt fyrir þróun blárra ljóstvista en með tilkomu þeirra varð mögulegt að nýta ljóstvista m.a. fyrir hvíta lýsingu með mun betri orkunýtingu en hefðbundar ljósaperur. Efnafræðiverðlaunin voru veitt fyrir þróun nýrrar smásjártækni sem byggir á víxlverkun laser-ljóss og flúrljómandi sameinda sem nýta má til að taka myndir með hefðbundinni ljóssmásjá í mun meiri upplausn en áður var talið mögulegt. Þetta hefur sérstaklega mikla þýðingu fyrir rannsóknir í frumulíffræði.  

Um fyrirlesara

Kristján Leósson er framkvæmdastjóri Efnis-, líf- og orkutæknideildar hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.  Hann hefur starfað við rannsóknir í ljóstækni og hálfleiðaraeðlisfræði í 20 ár, m.a. á eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans.

Kesara Anamthawat-Jónsson er prófessor í plöntuerfðafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hún er einnig formaður norræna smásjártæknifélagsins SCANDEM.

--------

Rætt var við  Kristján Leósson í býtinu á Bylgjunni í gær.

(Bítið - Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði og efnafræði á mannamáli. 28.10.14)

Upplýsingar um nóbelsverðlaunin 2014.

Fleiri opin erindi á líffræðilegum nótum - sjá vef Líffræðistofu HÍ.


Kvarta háskólar undan of mikilli hæfni nýnema?

Stjórn samtaka líffræðikennara sendu frá sér pistil nýverið, sem birtist á síðu félags framhaldsskólakennara. Pistillinn heitir Kvarta háskólar undan of mikilli hæfni nýnema? og er endurprentaður hér í heild. Bloggari tilheyrir stjórn samtakana....

Frábær fyrirlesari

Timothy Caulfield hélt fyrirlestur hérlendis 16. október síðastliðinn. Hann kom hingað í boði Siðfræðistofnunar HÍ, Norrænu lífsiðanefndarinnar og norræns samstarfsnets um siðfræði erfðamengjagreininga. ( Whole-genome sequencing and the implications for...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband