Leita í fréttum mbl.is

Ráðgáta lífríkis Surtseyjar

Í baðstofunni segir afi barnabörnunum frá dýpstu ráðgátu lífsins. Hvernig það spratt fram á sjónarsviðið á líflausri plánetu langt aftur í fyrndinni.

radgata_frontur-120x180.jpgGóð munnleg frásögn er list sem smitar okkur af forvitni og ástríðu. Vönduð bók hefur sömu áhrif, annað hvort með mögnuðu ritmáli eða einstökum myndum.

Við erum svo lánsöm að í ár hafa komið út þrjár einstakar bækur á íslensku um líffræðileg efni.

Ráðgáta lífsins eftir Guðmund Eggertsson fjallar um uppruna lífsins og fyrstu skref sameindalíffræðinnar. Viðfangsefnin eru samofin, enda tóku rannsóknir á uppruna lífs stakkaskiptum þegar vísindamenn uppgötvuðu eiginleika prótína og erfðaefnisins.

Lífríki Íslands eftir Snorra Baldursson er einstakt verk um vistfræði og lífverur á landi voru. Snorri dregur sér efni úr ótöldum fjölda vísindagreina, en ritar samt ótrúlega léttan og forvitnilegan stíl. Ekki skaða stórflottar myndir af náttúru landsins.

Surtsey í sjónmáli eftir Erling Ólafsson og Lovísu Ásbjörnsdóttur. Þau fjalla um jarðfræði og líffræði eyjarinnar, framvindu gróðurs og dýralífs, sem og framtíð eyjarinnar. Bók þeirra prýðir einnig fjöldi góðra mynda.

Líffræðifélag Íslands mun standa fyrir kynningu á þessum þremur bókum 19. nóvember 2014.

Höfundar munu kynna bækur sínar í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands (frá 17:30 til 19:00).

Fyrst flytja Guðmundur, Snorri og Erling stutt ávörp og ræða efni bóka sinna, og svo gefst gestum tækifæri á að ræða við þá og njóta léttra veitinga.

Nokkur eintök af bókunum verða til sölu á tilboðsverði.


Bakteríur eru vinir okkar

Reyndar snúast vinir stundum gegn manni. Það verður líka að viðurkennast að sumar bakteríur eiga líf sitt undir því að sýkja sem flesta.

En langflestar örverur eru ekki beinlínins hættulegar. Margar þeirra lifa t.d. á húð okkar, munni og í meltingarvegi. Það er áætlað að hver 80 kg manneskja hafi um 3.5 kg af bakteríum, mest í meltingarveginum.

Þannig að þótt 80 milljón bakteríur flytjist með einum kossi er bara dropi í hafið.

Auðvitað er möguleiki að ef einstaklingurinn sem þú kyzzir sé með sýkjandi bakteríur í munninum, að þú fáir nokkrar upp í þig og smitist. Reglan ætti að vera að kyzza ekki smitað fólk eða herfilega andfúlt, en það vefst nú fyrir sumum. Annar möguleiki væri vitanlega að spreyja bakteríudrepandi lausn upp í kozzmarkið, áður en hafist er handa. Þriðji kosturinn er sérstakur latex munnsmokkur, sem reyndar þýðir að báðir aðillar þurfa að anda með nefinu allan tímann.

Það er staðreynd að sumar fréttir af vísindalegum rannsóknum ná mikilli dreifingu því við elskum kjánalæti. Þetta eru sérstakar vísinda-sirkus-fréttir, sem einnig fjalla um viðundur eins og tvíhöfða lömb, þörungaveirur sem hafa áhrif á greind og mannaeyru ræktuð á músabökum.

Ítarefni:

Arnar Pálsson | 18. júní 2012 Bakteríur í brjóstamjólk og hræðslan okkar

Arnar Pálsson | 14. nóvember 2008 Hrein fegurð tilviljunar

Arnar Pálsson | 7. september 2009 Bakteríuland

 


mbl.is Einn koss flytur 80 milljón bakteríur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísindi á mannamáli: Verðmæti vísinda

Verðmæti vísinda – Frá grunnrannsóknum til lækningavara á markaði Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, fjallar um tilurð og vöxt líftæknifyrirtækisins Zymetech og tengsl þess við grunnrannsóknir í...

Viltu fá eitthvað til að efla taugarnar?

Taugar eru kannski ekki það fyrsta sem við viljum láta hressa upp á. Ef maður vill láta betrumbæta sig, hugsar maður fyrst um ytri einkenni (hné, nef, læri eða nafladúska). Innri eiginleikar, t.d. taugastyrkur, manngæska eða samviskusemi, eru frekar...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband