Leita í fréttum mbl.is

Hráefni fyrir vísindi og velferð

Fræðimenn og vísindamenn eru drifnir áfram af forvitni, en þurfa gott umhverfi til að geta náð árangri. Þeir þurfa að fá aðstöðu og örvandi umhverfi, tækifæri til að kenna og sækja vísindafundi. Og þeir þurfa fjármagn til að framkvæma rannsóknirnar, hvort sem það eru talningar á fuglum í björgum, mælingar á þenslu kvikuhólfa, greining á félagslegum áhrifum snjallsíma eða greiningar á virkni gena sem stýra þroskun.

Hérlendis hefur fjármögnun vísinda verið í skötulíki. Miðað við aðrar vesturlandaþjóðir verjum við lítilli prósentu ríkisútgjalda til samkeppnissjóða. Samkeppnisjóðirnir styrkja verkefni í grunnrannsóknum en einnig til tækniþróunar. Sjóðirnir hafa rýrnað undanfarin ár því þeir hafa staðið í stað í krónutölu, þeir voru auknir í gegnum veiðigjald og skornir aftur þegar ný stjórn tók við (síðasta haust).

Blessunarlega virðist ríkistjórnin hafa skipt um skoðun, miðað við fréttir af aðgerðaráætlun Vísinda og tækniráðs, og loforðum forsætisráðherra.

Aðgerðaráætlunin útlistar 21 atriði sem eiga að bæta umgjörð og afrakstur vísinda og nýsköpunar hérlendis. Eins og við ræddum í gærkvöldi þá er mikil áhersla á að skapa störf og bæta tengsl við atvinnulífið. Það á að hvetja atvinnulífið til þess að leggja 5 milljarða í rannsóknir, yfir tveggja ára tímabil. Hugmyndin er að nota skattkerfið til að hvetja til fjárfestinga í nýsköpun. Það er lofsvert markmið, en því skal haldið til haga að velferðin er ekki bara tengd peningum, heldur einnig upplýstu, gagnrýnu og samheldnu þjóðfélagi. Slíkt gerist ekki að sjálfu sér, heldur þarf góða menntun, fjölmiðla, áhugamannafélög og ríkisstofnanir.

Í áætluninni eru einnig atriði um sameiningu mennta og rannsóknarstofnanna, og að fjármögnun þeirra komi að stærra leyti úr samkeppnissjóðum.

Margt í þessu er mjög jákvætt, en það má ekki gleymast að mörg vandamá íslenska rannsókna og menntakerfisins eru tengd aldarlöngu fjársvelti og brengluðum kerfum (eins og t.d. vinnumatskerfi opinberu háskólanna).

Þessari nýju áætlun bera að fagna, og við vonum að framkvæmdin gangi eins vel og hægt er.

Ítarefni:

Arnar Pálsson | 22. maí 2013 Verða framlög til vísinda og nýsköpunar efld verulega?

Lesa má aðgerðaáætl­un­ina í heild hér.

http://www.forsaetisraduneyti.is/media/vt/2014-5-22-stefna-adgerda-vt.pdf

Arnar Pálsson og Pétur H. Petersen | 31. mars 2014 Gallað vinnumatskerfi HÍ vinnur gegn gæðum vísinda  

Arnar Pálsson og Pétur H. Petersen | 18. desember 2013 Öflugir samkeppnissjóðir eru nauðsynlegir fyrir nýsköpun


mbl.is 2,8 milljarðar í nýsköpun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verða framlög til vísinda og nýsköpunar efld verulega?

Vísindi gerast ekki að sjálfu sér og né tómarúmi. Það þarf gott fólk og góða umgjörð til að þau geti blómstrað og bætt mannlegt líf. Hérlendis hefur fjármögnun vísinda rekið fyrir vindum, skorin niður í hruni, aukin í gegnum veiðigjald og skorin aftur þegar ný stjórn fílar ekki veiðigjald.

Vísinda og fræðisamfélagið tók niðurskurði á rannsóknarsjóðum og nýsköpunarkerfinu mjög illa síðasta haust, eins og við fjölluðum um hér. Sérstaklega var neyðarlegt misræmi á gjörðum og áætlunum, þegar ný stefna vísinda og tækniráðs var kynnt síðastliðið haust.

Á vef Forsætisráðaneytisins segir.

Vísinda- og tækniráð hefur það hlutverk að efla vísindarannsóknir, vísindamenntun og tækni­­þróun í landinu í því skyni að treysta stoðir íslenskrar menningar og auka sam­keppnis­hæfni atvinnulífsins.

Forsætisráðherra er formaður ráðsins, en þar sitja einnig fjármálaráðherra, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra auk 16 fulltrúa sem eru tilnefndir í ráðið af ráðuneytum, háskólum og aðilum vinnumarkaðarins, auk þess sem forsætisráðherra getur kveðið allt að fjóra ráðherra til setu í ráðinu.

Í ráðinu sitja nokkrir ráðherrar, sem virtust kippa sér lítið upp við misræmið á milli orða og aðgerða. Allavega var mjög róttækur niðurskurður samþykktur á fjárlögum, og teikn á lofti um frekari niðurskurð næstu ár á eftir.

Í kvöld komu hins vegar jákvæð merki frá fundi Vísinda og tækniráðs. Á vísir.is segir:

Á fundi Vísinda- og tækniráðs, sem haldinn var í dag, var samþykkt aðgerðaáætlun sem ætlað er að styðja við og efla samkeppnishæfni atvinnulífsins og gagnsæja nýtingu opinbers fjár en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Í kjölfarið verður auknu fjármagni varið í þennan málaflokk. Stórauka á fjárveitingar til vísinda og nýsköpunar þannig að árið 2016 nái þær 3,0% af vergri landsframleiðslu (VLF) og verði sambærilegt því besta sem þekkist innan OECD. Aðgerðunum er sömuleiðis ætlað að laða fram aukna fjárfestingu fyrirtækja í vísindum og nýsköpun.

„Það er von mín að stefnan og aðgerðaáætlunin, sem nú hefur verið samþykkt, muni efla til muna nýsköpun og þróun hér á landi og hafi jákvæð og varanleg áhrif á hagvöxt og lífskjör til framtíðar litið. Það er í samræmi við áherslur stjórnvalda um nýsköpun í öllum atvinnugreinum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formaður Vísinda og tækniráðs. 

Í fréttinni er síðan fjallað meira um aðgerðaáætlunina og áherslur stjórnvalda. Höfuð áherslan er á atvinnuskapandi rannsóknir og hagnýtingu, sem er nákvæmlega sömu áherslur og í rannsóknaráætlun Evrópusambandsins. Sumum finnst reyndar nóg um þar, því að rannsóknir geta verið einstaklega gagnlegar fyrir þjóðir og mannkyn þótt að engin einkaleyfi hljótist af. Grunnþekking bætt og eflt mannlega þekkingu og líf á ófyrirsjáða vegu.

Engu að síður fagna ég þessari áætlun og hlakka til að sjá hvernig hún verður útfærð. Vonandi stenst vísinda og tækniráð þá freistingu að setja allt púðrið (raforkuna) í álrannsóknir.

Ítarefni:

Vísinda- og tækniráð, stefna og skýrslur

Vísir.is 22. maí 2014 Framlög til vísinda og nýsköpunar efld verulega

Arnar Pálsson | 29. október 2013  Segja sig úr vísinda og tækniráði

 

Arnar Pálsson | 5. desember 2013 Heill árgangur af vísindafólki rekinn

 


og mýs sem elska að hlaupa

Moskítóflugur er ein mesta morðingi dýraríkisins, vegna þess hvaða pestir þær bera með sér. Malaría, einnig kölluð mýrarkalda, er svæsin hitasótt sem drepur milljón manns á ari. Af vef landlæknis. Malaría er algengur sjúkdómur í heittempruðum löndum og...

Vísindi eins og við stundum þau

Til hvers vísindi og hvernig eigum við að halda um þau? Afburða popplag með hljómsveitinni Talk Talk heiti Life is what you make it . Laglínan er leiftrandi en lagið sveiflast samt á milli hófstillts trega og einlægrar bjartsýni. Ég held því ekki fram að...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband