Leita í fréttum mbl.is

Segja sig úr vísinda og tækniráði

Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2014 heggur mjög nærri vísinda og nýsköpunarkerfi Íslands.

Þar er lagt til að framlag til rannsóknasjóðs verði lækkað um 200 milljónir, rannsóknanámssjóður er lagður niður, markáætlun rannsóknasjóðs fær engan pening og tækniþróunarsjóður er einnig minnkaður. Til að toppa allt saman eru síðan ákvæði í frumvarpinu um frekari skerðingu á næstu tveimur árum.

Vísinda og tækniráð er æðsti samstarfsvettvangur um rannsóknir hérlendis:

Vísinda- og tækniráð hefur það hlutverk að efla vísindarannsóknir, vísindamenntun og tækni­­þróun í landinu í því skyni að treysta stoðir íslenskrar menningar og auka sam­keppnis­hæfni atvinnulífsins. 

Í ráðinu sitja forsætisráðherra, fimm aðrir ráðherra og fulltrúar Háskólana, fyrirtækja og fræðasviða.

Þrír fulltrúar í vísinda og tækniráði hafa nú mótmælt áformum stjórnvalda með því að segja sig úr ráðinu. Þetta eru þeir Eiríkur Steingrímsson prófessor og Magnús Karl Magnússon prófessor og deildarforseti læknadeildar HÍ hafa ásamt Magnúsi Gottfreðssyni prófessor og yfirlækni á Landspítala.

Stefnumótun vísinda og tækniráðs er eyðilögð með fjárlagafrumvarpinu, sem tekur engin mið þeirri staðreynd að vísindi og tækni eru ein forsenda efnahagslegra og félagslegra framfara.

Eiríkur Steingrímsson ræddi þetta í viðtali Bylgjunni í gær.

Ítarefni:

Frétt Bylgjunnar 28. október 2013.

Bítið - við verðum að efla rannsóknir 2013.

Stefna Vísinda- og tækniráðs 2010-2012

http://lifvisindi.hi.is/news/2013-10-28/segja-sig-ur-visinda-og-taekniradi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband