Leita í fréttum mbl.is

Bakteríur eru vinir okkar

Reyndar snúast vinir stundum gegn manni. Það verður líka að viðurkennast að sumar bakteríur eiga líf sitt undir því að sýkja sem flesta.

En langflestar örverur eru ekki beinlínins hættulegar. Margar þeirra lifa t.d. á húð okkar, munni og í meltingarvegi. Það er áætlað að hver 80 kg manneskja hafi um 3.5 kg af bakteríum, mest í meltingarveginum.

Þannig að þótt 80 milljón bakteríur flytjist með einum kossi er bara dropi í hafið.

Auðvitað er möguleiki að ef einstaklingurinn sem þú kyzzir sé með sýkjandi bakteríur í munninum, að þú fáir nokkrar upp í þig og smitist. Reglan ætti að vera að kyzza ekki smitað fólk eða herfilega andfúlt, en það vefst nú fyrir sumum. Annar möguleiki væri vitanlega að spreyja bakteríudrepandi lausn upp í kozzmarkið, áður en hafist er handa. Þriðji kosturinn er sérstakur latex munnsmokkur, sem reyndar þýðir að báðir aðillar þurfa að anda með nefinu allan tímann.

Það er staðreynd að sumar fréttir af vísindalegum rannsóknum ná mikilli dreifingu því við elskum kjánalæti. Þetta eru sérstakar vísinda-sirkus-fréttir, sem einnig fjalla um viðundur eins og tvíhöfða lömb, þörungaveirur sem hafa áhrif á greind og mannaeyru ræktuð á músabökum.

Ítarefni:

Arnar Pálsson | 18. júní 2012 Bakteríur í brjóstamjólk og hræðslan okkar

Arnar Pálsson | 14. nóvember 2008 Hrein fegurð tilviljunar

Arnar Pálsson | 7. september 2009 Bakteríuland

 


mbl.is Einn koss flytur 80 milljón bakteríur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísindi á mannamáli: Verðmæti vísinda

Verðmæti vísinda – Frá grunnrannsóknum til lækningavara á markaði

Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, fjallar um tilurð og vöxt líftæknifyrirtækisins Zymetech og tengsl þess við grunnrannsóknir í skólanum í öðru erindi fyrirlestraraðarinnar Vísindi á mannamáli sem Háskóli Íslands stendur fyrir. Erindið verður í Hátíðasal Háskóla Íslands þriðjudaginn 18. nóvember nk. kl. 12.10.

Fjallað verður um gildi grunnrannsókna í nýsköpunarferlinu og það hvernig djúp þekking á ensímum, örverufræði, matvælafræði, lífefnafræði, frumulíffræði og lyfjafræði nýtist beint í hagnýtri líftækni. Nýsköpunarferli líftæknifyrirtækja er langt og flókið. Alþjóðlegir markaðir líftækniafurða, eins og t.d. lækningavara, eru stórir, kröfuharðir og nýjungagjarnir. Því krefst þróun nýrra lækningavara fyrir slíka markaði sífelldrar uppbyggingar hugvits og aukinnar þekkingar. Kostnaður við einkaleyfi, skráningu lækningaafurða, erlenda ráðgjafa, markaðsmál, leyfisveitingar og fleira er mikill en nauðsynlegur fyrir alþjóðlega markaðssetningu.

Um fyrirlestraröðina
Vísindi á mannamáli er ný fyrirlestraröð Háskóla Íslands sem efnt er til að frumkvæði Lífvísindaseturs og Líffræðistofu Háskóla Íslands. Markmiðið er að varpa ljósi á það hvernig vísindamenn háskólans reyna að afhjúpa leyndardóma náttúrunnar og hvaða þýðingu vísindarannsóknir hafa fyrir daglegt líf fólks, t.d. baráttu við sjúkdóma eða náttúruöflin eða til að auka lífsgæði og takast á við nýjar áskoranir tengdar breytingum í umhverfinu.
 
Fyrsti fyrirlesturinn Brjóstakrabbamein og leitin að bættri meðferð var fluttur af Jórunni Eyfjörð. Þriðji fyrirlesturinn verður í janúar.

Bloggfærslur 17. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband