Leita í fréttum mbl.is

DNA fyrir ofan arininn og í eldhúsinu

DNA er eitt þekktasta tákn vísinda nútímans.

dna_double_helix_vertikal.png

Mynd af wikimedia commons.

DNA er tvíþátta sameind, fósfóríbósakeðja með viðhangandi basa (A, C, G og T). Basarnir snúa inn í sameindina og parast á þar tveir og tveir (G með C og A með T).

DNA er skoðað með því t.d. að senda sýni í gegnum hlaup. Þau flytjast í gegnum hlaupið (kallað gel) vegna rafstraums, sem togar í DNAið (sameindin er neikvætt hlaðin).

Litlar DNA sameindir ferðast hraðar en stórar í gegnum hlaupið, af sömu ástæðu og krakkarnir stinga mann af í Kringlunni (þau smjúga auðveldar í þröngu rými).

Myndir af DNA sem dregið hefur verið á geli er nú orðið að list/markaðsvöru. Stíllinn er frekar einfaldur og útfærslan er sú að setja mismunandi liti á frekar einföld gel, sbr dæmi hér að neðan og gallerí  fyrirtækisins Yonder biology.

duet-dna-art.jpg

superhero.jpg

Næst má maður búast við því að fólk fari að blanda DNA í eldhúsinu heima...heyrðu það er nú þegar að gerast Do-It-Yourself Genetic Engineering. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við sem erum líffræðingar höfum alltaf litið á falleg gel sem list, jafnvel ef þau eru ekki í fallegum litum. Nú er best að fara lita gömlu gelin sem maður á í búntum, og kannski opna listsýningu.

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 14:45

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Davíð

Ég skora á þig að skanna gelin og leika þér smávegis í Photoshop eða Gimp. Kannski gætiru líka slett málingu á striga og sameinað herlegheitin, svona Jackson Pollock number 5 gel.

Arnar Pálsson, 19.2.2010 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband