Leita í fréttum mbl.is

Háskóladagurinn 20 febrúar

Laugardaginn 20 febrúar verður kynning á Háskólanámi, í Ráðhúsi Reykjavíkur og á Háskólatorgi Háskóla Íslands.

visindavaka_2332.jpgKynningin í HÍ verður frá 11 til 16, og eins og sjá má á námskynningasíðu og frétt um grunnnám við HÍ.

Að þessu tilefni munum við í líffræðinni opna tilraunastofurnar okkar í Öskju.

Þar getur hver sem er, ekki bara væntanlegir háskólanemar, komið og kynnst viðfangsefnum líffræðinnar.

Í fyrra vorum við með dæmi um tilraunir í grasafræði, örverufræði, dýrafræði og sameindalíffræði. Nemendurnir okkar fá að gera allskonar kúnstir, sumir eru að skoða lífríki hafsins (myndina skaffaði Fannar Þeyr Guðmundsson í Eyjafirði) en aðrir kafa í leyndardóma erfðaefnisins (mynd af vísindavöku, tekin af yðar æruverðugum).Hveljurannsoknir_FannarTheyr

Vefsíða líf og umhverfisvísindadeildar HÍ

Eldri kynningarsíða um Líffræðinám við Háskóla Íslands


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband