Leita í fréttum mbl.is

Vísindadagar Keldna og fyrirlestur um stofngerð í vatnasviði

Næstkomandi föstudag (30 apríl 2010) verður nóg um að vera. Haldnir verðar vísindadagar Keldna (rannsóknarstöð Háskóla Íslands í meinfræði) og Michael Morrissey heldur fyrirlestur um stofngerð lífvera sem búa í ákveðnu vatnasviði.

Vísindadagana setur Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra kl 8:45:

Starfsmenn Tilraunastöðvarinnar og nemendur í rannsóknanámi verða með fyrirlestra um ýmis verkefni í príon-, veiru, bakteríu-, sníkjudýra-, sameinda- og ónæmisfræðum.

Auk þess verður veggspjaldasýning en þar verða kynnt fjölbreytileg verkefni á sömu fræðasviðum. Fyrirlesararnir, sem skýra frá rannsóknaniðurstöðum og túlka þær, eru margir hverjir með áratuga reynslu af vísindastarfi. Auk þess eru yngri vísindamenn, s.s. nemendur í rannsóknanámi, með kynningu á verkefnum sínum en hlutur þeirra í starfi Tilraunastöðvarinnar hefur farið vaxandi á síðastliðnum árum.

Fjallað verður um þær fjölþættu rannsóknir sem stundaðar eru á Keldum. Meðal þess sem rætt verður er þróun sérvirka ónæmiskerfisins inflúensu í svínum og áður ókunnar tegundir sníkjudýra á Íslandi.

Sama dag, kl. 10:00, mun Michael Morrissey halda fyrirlestur í boði Líffræðistofnunar sem kallast The population genetics of dendritic systems, sem gæti útlagst sem stofnerfðafræði árkerfa. Viðfangsefni hans er erfðabreytileiki í lífverum sem byggja vatnakerfi.

Meginhugmyndin er sú að greinótt uppbygging vatnasviða, þar sem ár og lækir sameinast í einn stofn, getur leitt til frávika frá hefðbundnum líkönum um breytileika í stofnum. Ástæðan er sú að einstaklingar æxlast ekki handahófskennt innan vatnasviðs, heldur eru meiri líkur á að lífverur í einni á æxlist við aðra einstaklinga í sömu á. Eftir því sem ég kemst næst mun Michael ræða þetta vandamál og afleiðingar þess.

Ágrip úr erindi hans fylgir fyrir þá sem heimavanir eru í stofnerfðafræði:

Nearly all freshwater landscapes are dendritically arranged. This dendritic arrangement is a result of variation in elevation, and this variation in elevation is bound to promote asymmetric migration. Population-genetic models of asymmetric migration in dendritic metapopualtions yield very different results than more classic genetic models of spatial variation in genetic parameters.  Generally, asymmetric migration erodes genetic variation, except in dendritic landscapes, where asymmetric migration can greatly promote the maintenance of genetic variation.  Feed-back processes within dendritic systems can even promote the maintenance of genetic variation in otherwise isolated populations, i.e. headwaters.  I will present theoretical results in the context of novel empirical predictions and the need to re-evaluate perceptions of the consequences of variation in genetic diversity from a conservation context.

Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu N-131 í Öskju og hefst kl. 10:00.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband