Leita í fréttum mbl.is

Skjaldbökur á Galapagoseyjum

Þeir vita það sem reynt hafa að dauður spörfugl lifnar ekki við hjartahnoð eða munn-við-gogg. Dauði er óafturkræft ástand. Þegar allir einstaklingar ákveðinnar tegundar deyja, tölum við að hún hafi dáið út. Margar tegundir hafa dáið út á síðustu öld vegna ofveiða, landnýtingar og eyðingu skóga (eins og t.d. Geirfuglinn).

Einnig eru margar tegundir í útrýmingarhættu, þar sem frekar fáir einstaklingar eru eftir af tegundinni. Í sumum tilfellum hefur verið reynt að bjarga viðkomandi tegund, með því að fjölga þeim á ræktunarstöð eða dýragarði. Nýverið bárust fréttir um eitt slíkt verkefni sem virðist hafa gengið upp. 

Úr frétt RÚV (Risaskjaldbökur á Galapagoseyjum 27 júní 2010):

Á áttunda áratugnum voru aðeins fimmtán risaskjaldbökur eftir á Espanjólu. Síðan þá hefur verið unnið markvisst að því að breyta lífríki Galapagos-eyjanna til þess sem var þegar Charles Darwin kom til eyjanna á miðri nítjándu-öld. Geitum hefur verið útrýmt og hlúð að innfæddum tegundum, þeirra á meðal risaskjaldbökum.

Fjallað var þetta í the Guardian sama dag. Galápagos giant tortoise saved from extinction by breeding programme. Reintroduction of species that Charles Darwin saw raises conservation hopes for other wildlife

Vandamálið var ekki bara það að sjómenn veiddu skjaldbökurnar, heldur skildu þeir eftir geitur sem eyddu þeim gróðri sem skjaldbökurnar nærðust á. Úr grein the Guardian:

For much of the 20th century the archipelago was a symbol of human destruction. After sailors ran out of tortoises to eat, they introduced goats to several islands. From numbering just a handful the new arrivals multiplied into thousands, then tens of thousands. They stripped vegetation and made the islands uninhabitable for the few remaining tortoises and other endemic species.

Það leiddi til þess að ákveðið var að útrýma geitunum til að rýmka fyrir skjaldbökum.

The threat to the islands' endemic species meant there was little protest over the goat slaughter. "There was little public outrage because it was seen that the tortoises were at risk," said Barry. Scientists moved 15 giant tortoises – among the last survivors of the species – from their ruined Española habitat to a captive breeding programme. As the goats were eradicated, progeny from the breeding programme were reintroduced to the island.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Hefði ekki verið hægt að færa allar geiturnar yfir til meginlandsins og gefa þær t.d. fátækum bændum í Andes-fjöllum í staðinn fyrir þetta blóðbað?

Vendetta, 29.6.2010 kl. 18:26

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Ég var svo heppinn að sjá þessar skjaldbökur þegar ég ferðaðist um Galapagoseyjar. Þær eru stórar og flottar en fara löturhægt yfir. Þær eru líka mjög spakar því hægt er að ganga alveg upp að þeim án þess að það hræðist nokkuð. Auðvitað mátti ekki klappa þeim eða snerta enda var svo sem engin ástæða til.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 29.6.2010 kl. 21:25

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Vendetta

Það hefði verið meira vesen að flytja geiturnar. Samtökin sem stóðu að verkefninu höfðu ekki fjármagn fyrir slíkan flutning, enda byssukúlur (þótt dýrar séu) hagstæðari kostur en geitakáeta.

Veit annars ekki smáatriðin hér, vonandi hafa þeir nýtt kjötið á einhvern skynsamlegan hátt en ekki bara fargað skrokkunum.

Stjarna

Gaman að heyra þína sögu frá Galapagos. Maður fattar hreinlega ekki fyrr en maður sér þessi dýr hversu þunglamaleg þau eru. Eina ástæða þess að þær ríktu sem grasbítar á eyjunum er sú að Galapagos er einangruð eldfjallaeyja sem reis úr sjó. Þannig að engir aðrir grasbítar (t.d. geitur) höfðu borist til eyjanna. Með öðrum orðum, fákeppni var lykilinn að þessari sérhæfingu skjaldbakanna. 

Arnar Pálsson, 30.6.2010 kl. 08:35

4 Smámynd: Vendetta

Alltaf þegar framandi tegundir hafa verið innfluttar í einangrað vistkerfi, þá hefur það yfirleitt endað með ósköpum. T.d. var farið með eina froskategund til Ástralíu, að mig minnir til að eyða flugum eða öðrum skordýrum, en þessir froskar fjölguðu sér hratt og útrýmdu svo að segja öllum öðrum froskategundum í Queensland. Nú geta menn ekki losnað við þessa innfluttu froska, því að þeir skipta milljörðum og eru út um allt. Innflutti dingóinn á sínum tíma var stórhættulegur pokadýrunum, sem alls ekki þekktu til rándýra. Og á Íslandi glopraðist minkurinn út í náttúruna vegna heimsku og græðgi mannanna.

Og svona umhverfisslys hafa einnig gerzt í jurtaríkinu, þótt ég muni þau ekki í augnablikinu. Einnig er talað er um að genabreyttar plöntur geti útrýmt öðrum viðkvæmari annað hvort af slysni eða viljandi, eins og gerðist með maíz í N-Ameríku.

Vendetta, 30.6.2010 kl. 11:25

5 Smámynd: Vendetta

Það átti að sjálfsögðu að standa "Alltaf þegar framandi tegundir af villtum dýrum hafa verið innfluttar....", enda þótt búfénaður þrengi líka að beiti- og veiðilendum villtra dýra.

Vendetta, 30.6.2010 kl. 11:33

6 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Vendetta

Því miður eru mörg og svakaleg dæmi um ágengar tegundir sem hafa tröllriðið vistkerfum eyja og jafnvel heilla meginlanda.

Hins vegar finnst mér þú taka aðeins of sterklega til orða, "Alltaf þegar framandi tegundir..." , því það er blessunarlega aðeins lítið hlutfall lífvera sem hegða sér svona í nýju umhverfi. Umhverfið setur lífverum heilmiklar skorður, t.d. þrífast moskítóflugur ekki hérlendis, og flestar þeirra plantna og blóma sem hingað hafa verið fluttar eiga erfitt uppdráttar. Ef við leyfum okkur galgopahátt, þá eru þessar skorður mjög afdrifaríkar, t.d. á krækilyng ekki möguleika í Kongó og selir þrífast ekki í Sahara.

Erfðabreyttar plöntur eru frekar bæklaðar, vegna þess að þær eru iðullega valdar fyrir skjótan vöxt á ræktuðu landi. Plöntur sem vaxa vel á ræktuðu landi vaxa ekki endilega vel í villtri náttúru, nema síður sé. Það er einhver miskilningur að halda að erfðabreyttur maís sé ágeng tegund.

Sjá aðra pistla um erfðabreyttar lífverur á þessari síðu.

Arnar Pálsson, 1.7.2010 kl. 10:44

7 Smámynd: Arnar Pálsson

Afsakið, gleymdi tenglinum.

Færsluflokkur: Erfðabreytingar og ræktun

Arnar Pálsson, 1.7.2010 kl. 10:45

8 Smámynd: Vendetta

En þú sérð að ég bætti við "yfirleitt" til að draga úr styrk á "alltaf".  Og þetta með maízinn var ekki gott dæmi, ég var meira að hugsa um að ræktun á náttúrulegum (ekki-genabreyttum) maíz hefði lagzt af vegna ræktunar genabreytts dittó.

Auk þess var skilið (implied) í athugasemd minni, að ég átti auðvitað við innfluttar tegundir sem færu í samkeppni við innfæddar tegundir, réðust á þær eða á annan hátt röskuðu jafnvæginu. Ég hélt að ég þyrfti ekki að taka það fram. Auk þess er ég ekki heimskur og það þarf ekki að segja mér að selir þrífist ekki í Sahara

Vendetta, 1.7.2010 kl. 11:16

9 Smámynd: Arnar Pálsson

Vendetta

Þú verður að fyrirgefa mér galgopaháttinn, honum var alls ekki beint að þér. Ég er þeirrar ónátturu gæddur að geta ekki sleppt svona tækifæri á að bulla. Selir í Sahara, þetta hljómar eins og eitthvað úr X-files eða Betrisveitarkrónikunni.

Eins og þú getur séð á pistlum mínum um erfðabreyttar lífverur þá tel ég erfðabreytingarnar í sjálfu sér ekki skaðlegar eða hættulegar. Annað mál er með viðskiptamódel Monsanto og annara eiturefna-fræ framleiðenda.

Arnar Pálsson, 1.7.2010 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband