Leita í fréttum mbl.is

Vísindaþátturinn á útvarpi sögu

Fréttir um vísindi eru oft í mýflugumynd, stutt og hnellinn innslög. Iðulega er hlaupið yfir rannsóknina, og niðurstöður, beint í umræður á víðum grundvelli. Greining á eiginleikum prótíns sem finnst í krabbameinsfrumum, verður að næstu töfralausn sem mun kollvarpa læknavísindunum.

Framafarir í vísindindum eru sjaldnast af þessari gerð. Oftast er um að ræða litlar einangraðar tilraunir eða rannsóknir sem hver um sig færa okkur nokkur skref á fram í þekkingarleitinni. Undantekning frá þessari reglu eru einstaka rannsókn, sem nær að kollvarpa áður viðurkenndri tilgátu eða beina sjónum vísindamanna að áður óþekktum fyrirbærum í náttúrunni, og kerfisbundnar samatektir (systematic review) sem dregur saman niðurstöður margra rannsókna. Langflestar rannsóknir eru hins vegar eins og laufblöðin sem maurarnir bera í bú sitt. Eitt laufblað skiptir ekki öllu máli, en það skiptir máli að allir maurarnir vinni að sama marki og af heillindum, því annars fellur búið.

Meðalfrétt í morgunblaðinu eða fréttatíma RÚV sýnir sjaldnast þessa hlið vísinda. Það eru nokkrir fréttamiðlar sem gera vísindum bærilega hátt undir höfði, spegillinn, víðsjá og vísindaþátturinn á Útvarpi sögu.

Vísindaþátturinn er í raun gamaldags spjallþáttur, þar sem Björn Berg Gunnarsson og Sævar Helgi Bragason hlýða gestum sínum yfir, spyrja þá út úr nýjustu rannsóknum, aðferð vísinda, hlutverki vísindamanna og almennri heimsýn eða speki. Þátturinn er á þriðjudögum kl 17:00 til 18:00 og er svo endurfluttur nokkru sinnum í viku. Að auki er hægt að hlýða á eldri þætti á Stjörnufræðivefnum.

Í dag er Steindór J. Erlingsson gestur Sævars og Björns Bergs, og ræða Arfleifð Darwins, landnám þróunarkenningarinnar hérlendis og vísindasagnfræði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Takk fyrir þetta plögg!

Þátturinn er kominn á vefinn. Hægt er að hlusta á hann eða sækja hér.

Mér fannst þetta alveg ótrúlega áhugavert spjall. Við munum fjalla betur um bókina ykkar og þræða höfundalistann. Þetta verður jólabókin í ár!

- Sævar

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 29.9.2010 kl. 10:13

2 Smámynd: Arnar

Hah.. mér finnst einmitt stórmerkilegt að íslenskir vísinda-blaðamenn hafi ekki pikkað upp þessa frétt:

Cancer-fighting Viagra, the drug that keeps on giving

Góð íslensk þýðing gæti verið : Viagra læknar krabbamein!

Arnar, 29.9.2010 kl. 13:18

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk Sævar - þetta var fínn þáttur.

Arnar - bráð fyndin ábending, eitthvað fyrir föstudagspistil....ég skora á þig!

Arnar Pálsson, 30.9.2010 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband