Leita í fréttum mbl.is

Trúleysingjar vita mest um trúarbrögð

Var að heyra af stórmerkilegri rannsókn á vegum Pew stofnunarinnar. Kristinn Theodórsson ræðir um þetta í pistlinum Trúleysingjar og efahyggjumenn vita mest um trúarbrögð (sem birtist einnig á vantrú).

Hann segir meðal annars:

Hvað leiðir til trúleysis? Nú, að vita eitthvað um trúarbrögð og velta þeim fyrir sér. Það virðist allavega vera niðurstaða könnunar sem gerð var í Bandaríkjunum.

Þeir sem gátu svarað flestum spurningum um trúarbrögð voru trúleysingjar og efahyggjumenn (agnostics). Gyðingar og mormónar stóðu sig líka nokkuð vel, en voru þó ekki eins fróðir og trúleysingjarnir.

Því hefur lengi verið haldið fram að menntun leiði til trúleysis. Nú benda gögnin til þess að þekking á trúarbrögðum leiði einnig til trúleysis, eða a.m.k. að um fylgni sé að ræða.

Sem er örlítið skemmtilegt miðað við hvað ég sagði um fólkið í Divinty School við University of Chicago:
Á þeim tíma er ég vann við Chicago háskóla sóttum við töluvert í kaffistofu Guðfræðideildarinnar, út af veraldlegum kosti ekki andlegum. Kaffistofan seldi bestu skyndibita á háskólasvæðinu og guðdómlegt kaffi. "Where god drinks coffee" - var yfirskriftin á stuttermabolunum sem þeir seldu, sem er auðvitað argasta guðlast. En það er allt í lagi að því að sagt var á campus að guðfræðideildin við háskólann afkristnaði flesta sem þaðan luku námi.

Trúarbrögð má rannsaka með aðferðum vísinda. Það er eðlilegt að við sem líffræðingar eða mannfræðingar reynum að skilja tilurð trúarbragða. Eru þau afleiðing tilviljunar eða afurð náttúrulegs vals (annað hvort vegna þess að trúaðir einstaklingar séu hæfari eða vegna þess að trúar"hæfileikinn" er aukaverkun af náttúrulegu vali fyrir einhverju virkilega mikilvægu). Guðmundur Ingi Markússon fjallar einmitt um þetta í kafla í bókinni Arfleifð Darwins, sem kallast Menning, mím og mannskepnur. Þróunarfræði í hug- og félagsvísindum samtímans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Takk fyrir vísunina, meistari. Þetta er áhugavert allt saman.

Þess má geta að Bylgjan skrúfaði gjörsamlega fyrir kuklið í morgunþætti sínum í morgun, svo kannski er maður að hafa áhrif þrátt fyrir allt

Kristinn Theódórsson, 28.9.2010 kl. 17:09

2 identicon

Þegar maður kynnir sér Mörg ólik Trúarbrögð

er útgangurinn hinn sami

Guð

Maður þarf ekki trúarbrögð til að trúa og biðja til guðs

eða hægt er að sleppa milliliðnum=trúarbrögðum

Flest Trúarbrögð eru blóði drifin

Samanber ef þú trúir ekki því sem ég trúi verður þú drepinn eða stiknar í helvíti fyrir að vera svo heimskur að trúa ekki því sama og ég

kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 23:19

3 identicon

Til gamans getur tekið þátt í 10 spurningum um trúarbrögð.

http://religion.blogs.cnn.com/

Arnar Magnússon (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 00:25

4 Smámynd: Arnar

Já, þetta var einstaklega ánægjuleg útkoma úr könnunn, maður hefur reyndar heyrt um þetta áður.  Td. einstaklingar sem voru alveg á kafi í trú sem tóku sig til og lásu biblíuna sjálfir frá A til Ö misstu trúnna.  Hef meira að segja heyrt trúaða kvarta yfir því að guðfræðideild HÍ framleiði trúleysingja því menn (karl- og kvennmenn) missi trúnna við það að fræðast um hana.

Var einnig einmitt að rekast á eftirfarandi á Facebook:

Annotated Dawkins Quote

by Tom Van Someren on Monday, 31 May 2010 at 17:33
The God of the Old Testament is arguably the most unpleasant character in all fiction: jealous and proud of it; a petty, unjust, unforgiving control-freak; a vindictive, bloodthirsty ethnic cleanser; a misogynistic, homophobic, racist, infanticidal, genocidal, filicidal, pestilential, megalomaniacal, sadomasochistic, capriciously malevolent bully. Richard Dawkins


http://www.facebook.com/note.php?note_id=391487504448&id=100000260462820

Með tilvísunum í vers í biblíunni þar sem fólk getur flett þessu upp sjálft.

Arnar, 29.9.2010 kl. 09:50

5 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Ef einhver hefur áhuga á mínni skoðun þá hef ég verið að spjalla við Kristinn Theodórsson á síðunni hans.

Hólmfríður Pétursdóttir, 29.9.2010 kl. 12:13

6 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk öll fyrir innlitið.

Kristinn - frábært að aðhaldið skuli blífa, það er nóg af kukli þó að almennir miðlar þurfi ekki að blessa það blákalt.

Æsir - nokkuð sammála, en grunar reyndar að á vissum tímapunkti hafi trúarbrögð nýst vissum einstaklingum og hópum í lífsbaráttunni. Ath. það segir ekkert til umhvort þau sé til góðs eða ills!

Arnar M. Takk fyrir ábendinguna.

Arnar Dreki - kannast við þessa málsgrein - sem vakti umtalsverða úlfúð. Lestu endilega paperback útgáfuna af God delusion, þar sem Dawkins ræðir gagnrýni á þessa málsgrein.

Hólmfríður - takk fyrir ábendinguna...kíki á umræðuna.

Arnar Pálsson, 30.9.2010 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband