Leita í fréttum mbl.is

Minni tengsl lækna og lyfjafyrirtækja

Í kjölfar greinar Steindórs J. Erlingssonar (ég er reiður) um áhrif lyfjafyrirtækja skrifar Haraldur Magnússon grein í Morgunblað dagsins. Krafa hans er "[s]etning skýrra reglna um samskipti lækna við lyfjafyrirtæki [sem] gæti leitt til stórsparnaðar í heilbrigðiskerfinu og aukið öryggi sjúklinga".

Hann segir meðal annars:

Það á ekki að þurfa eitthvert greindarvísitölulegt ofurmenni til að sjá að ef læknar fá rangar upplýsingar varðandi lyfjameðhöndlun þá aukast líkurnar á rangri meðhöndlun sjúklinga og það veldur líkamlegum sem andlegum skaða og fjárhagslegum kostnaðarauka. Ein falin aukaverkun við þetta er að almenningur missir álit á læknum því þótt vandamálið í grunninn sé lyfjafyrirtækin þá má ekki gleyma að læknarnir okkar eru á framlínunni og lélegur árangur af meðhöndlun mun túlkast sem glöp af þeirra hálfu þegar sannleikurinn er sá að þeir eru jafn mikil fórnarlömb þessa ástands og við hin þar sem þeir fá ekki réttar upplýsingar til að byggja sína meðhöndlun á. Reyndar er ég hissa á því að það hafi ekki myndast hópur eða félag lækna hér á landi eins og erlendis sem berjast á móti þessu ástandi þar sem orðspor þeirra er í húfi. Ein af stoðum hvers samfélags er að hafa heilbrigðiskerfi sem þegninn ber fullt traust til og leitar til ef þörf er á....

Til dæmis væri hægt í dag að banna lyfjafyrirtækjum að markaðssetja til lækna með einu pennastriki. Það væri skref í rétta átt. 

Mér finnst athugasemdirnar ágætar. Auðvitað á læknasamfélagið sjálft að taka skýrar á þessu máli, með því að loka á þær leiðir sem lyfjafyrirtækin nota til að móta skoðanir þeirra.

Þetta er líka tækifæri fyrir heilbrigðisstéttir til að sýna fólki hvernig læknisfræðileg þekking verður til. Það er of algengt að fólk búist við skýru og innpökkuðu svari frá lækninum. Læknar þurfa að beita sinni þekkingu og mælingum til að komast að því hvað hrjárir sjúkling. Þeir taka ekki ákvarðanir út frá trúarlegum forsendum, heldur reynslu, staðreyndum og viðurkenndum hugmyndum um eðli sjúkdóma. Oft kemur fyrir að sjúkdómur er vitlaust greindur; krabbamein finnst ekki, eða veirusýking er metin sem bakteríusýking.

Læknar eru ekki húsgagnasölumenn, þeir geta ekki sent þig heim með sófasettið sem þig hefur alltaf dreymt um. Stundum er manni vísað heim án almennilegra svara, og það er ónotaleg tilfinning. Það að fá einhverja skýringu á krankleika hefur jákvæð áhrif á líðan fólks, sem er ástæðan fyrir því að margir sjúklingar finna fróun í snákaolíu eða tíma hjá lithimnufræðingi.

Nýja uppáhalds vefsíðan mín http://www.quackometer.net/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

"...(ég er reiður)". Ég skil ekki hvað þú átt við með þessari fullyrðingu. Út í hvern ertu reiður? Varla Steindór, úr því að þú er sammála honum.

Vendetta, 9.12.2010 kl. 16:41

2 Smámynd: Arnar

Heheh, greinin hans Steindórs hét 'Ég er reiður'

Arnar, 9.12.2010 kl. 16:44

3 Smámynd: Arnar

Arnar, 9.12.2010 kl. 16:45

4 Smámynd: Vendetta

Já, OK. Mér hafði láðst að smella á tengilinn sem þú settir.

Vendetta, 9.12.2010 kl. 16:58

5 Smámynd: Arnar Pálsson

Vendetta.

Dæmi um slælegan frágang. Ég reiður út í sjálfan mig.

Arnar Pálsson, 9.12.2010 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband