Leita í fréttum mbl.is

Æsifréttafyrirsagnir

Mér finnst sem mbl.is sé að kynda undir hræðslu við bóluefni:

Tólf ríki hafa tilkynnt til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, um tilfelli af drómasýki sem hugsanlega tengist bólusetningu við svínaflensu. 

Restin af fréttinni er hlutlæg og t.t.l. nákvæm, en það er byrjað á hræðsluáróðrinum. Hætt er við að náttúrulyfjafrumkvöðlarnir og samsæriskenningafólkið hlaupi af stað með þetta litla hálmstrá og noti til að styrkja skýjaborgir sínar.

WHO er að rannsaka hvort um sé að ræða raunveruleg tengsl á milli drómasýki og bólusetningar með Pandemrix bólefninu gegn svínaflensu. Flest tilfellin drómasýki fundust í Finnlandi og Svíþjóð, og því möguleiki að einhver staðbundinn faraldur sé þar á ferðinni. Einnig er möguleiki að skammtar af bóluefninu hafi verið gallaðir, og það ýtt undir svefnsýkina. Enn sem komið er eru þetta bara möguleikar, og það þarf frekari rannsóknir til að skera úr um málið. 

Sjá frétt Reuters og tilkynningu WHO frá 1.feb.2011.

Gallinn við þessar fréttir er að í þær vantar raunverulegar tölurnar. Hvað eru mörg börn í Finnlandi með drómasýki, hversu mörg þeirra voru bólusett, hversu mörg voru ekki bólusett og hversu stórt hlutfall þeirra fékk ekki drómasýki? Við þurfum allar þessar fjórar stærðir til að meta áhættuna og hvort um tölfræðilega marktækt samband sé að ræða. Við viljum auðvitað sjá sambærilegar tölur frá Íslandi.


mbl.is Tilkynnt um drómasýki í 12 löndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Já, það eru stórkostlegar fyrirsagnirnar um þetta, td. á pressan.is:

Veldur bóluefni gegn svínaflensu svefnsýki? WHO rannsakar tengslin - Flest tilfelli hér á landi

Og svo stendur í fréttinni sjálfri:

 tilfellin virðast vera tíðari á Íslandi, Svíþjóð og Finnlandi. 

Svo 'virðast tíðari' er orðið að 'flest tilfelli' í fyrirsögninni og svo helltust Svíar og Finnar úr einhverstaðar á leiðinni.

Væri fróðlegt að vita hvernig 'flest tilfelli' reiknast..

Arnar, 8.2.2011 kl. 16:05

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Arnar gerir alvarlega athugasemd við Arnar

Arnar svarar fyrir sig með áleitnum spurningum

Eru íslenskir fréttamenn hræðsluáróðursmeistarar?

Eru tíðari skyssur í íslenskum fyrirsögnum en finnskum?

Hvað er hægt að segja að flest tilfelli séu hér á landi? - ef við höfum engar tölur?

Hver er hræddur við hræðsluáróðurslausar fyrirsagnir?

Arnar Pálsson, 8.2.2011 kl. 16:43

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Arnar,

52 tilfelli af nacrolepsy í Finnlandi 2010 ef ég man rétt og níu sinnum meiri tíðni meðal barna sem voru bólusett með Pandemrix miðað við börn sem voru ekki bólusett.  Einu tölurnar sem ég fann um þetta. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 8.2.2011 kl. 16:44

4 Smámynd: Arnar Pálsson

"Hvernig er hægt"  ekki "Hvað er hægt"

Arnar Pálsson, 8.2.2011 kl. 16:45

5 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk Arnór

52/9 = 5,78, þannig að líklega greindust 6 óbólusettir með drómasýki í Finnlandi en 52 af þeim sem voru bólusettir með Pandemrix. Það hlýtur að vera marktækt samband.

Ég væri til á sjá íslensku tölurnar, vonandi spyr nhver íslenskur blaðamaður um þær.

Arnar Pálsson, 8.2.2011 kl. 16:54

7 identicon

Bíddu nú við...æsifréttafyrirsögn? "Tilkynnt um drómasýki í 12 löndum".

Á mbl að gefa skít í svona fréttir vegna þess að þú ert viss um að þær séu örugglega ekki á rökum reistar? Eða hvernig á mbl að hafa fyrirsögnina að þínu mati?

 "Fleiri lönd tilkynna hugsanleg tengsl bóluefnis við drómasýki en það er örugglega ekkert að marka það, enda hafa bóluefnafyrirtækin og WHO margsannað að allt sem kemur frá þeim er 100% pottþétt, og allir vita að þetta er bara samsæriskenning".

Eða "Landlæknar 12 landa standa í samsæri gegn bóluefnaframleiðendum og WHO, falsa gögn sem sýna fram á tengls bóluefnis við drómasýki".....

 ?????

 Auk þess held ég að þú getir sofið rólegur yfir þessu, því ég er fullviss um það að rannsókn WHO á þessu máli á ekki eftir að finna nein tengsl við drómasýki.....og minni þig á tengsl WHO við bóluefnafyrirtækin, sbr rannsókn ESB.

Og ég er nokkuð viss um að fjölmiðlar eiga eftir að standa sig vel í æsifréttafyrirsögnunum þegar WHO er búið að hvítþvo sjálft sig og bóluefnafyrirtækin sem standa á bak við það.

magus (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 05:16

8 Smámynd: Arnar

Magus, það er svoldið merkilegt með þetta svínaflensubóluefni og samsæriskenningarnar; fyrst var það kvikasilfur, eyðni, persaflóahermannaveiki og einhver fiskiolía sem átti að vera stórhættuleg.  Nú er það drómasýki.

Og alltaf tekur þú þann pól í hæðina að það sé eitthvað svaka samsæri í gangi, alveg sama þótt það komi aldrei neitt út úr rannsóknum á þessu öllu saman.  Því samsærið nær náttúrulega til allra rannsóknanna líka.

Heldur þú virkilega að lyfjafyrirtækin hafi slíkt vald að heilbrigðistyfirvöld og jafnvel ríkistjórnir heilu landana um allann heim taki hagsmuni fyrirtækjanna fram yfir hagsmuni þegnanna?  Já já, lyfjafyrirtæki geta náttúrulega platað lyfjum upp á heilu þjóðirnar, en þegar þegnarnir fara að drepast vegna aukaverkanna, heldurðu virkilega að það sé bara þaggað niður.. á heimsvísu?

Annars ætla ég ekkert að fullyrða um tengsl ákvenar tegundar af svínaflensubóluefnis og drómasýki, frekar bíða eftir því að einhverjar rannsóknarniðurstöður liggi fyrir.  En blaðafyrirsagnir með fullyrðingum sem hafa engar aðrar stoðir en einhver líkindi eru æsi-fyrirsagnir.

Líkindi eru nebblilega þannig að hægt er að oftúlka þau á ýmsavegu.  Td. er oft sagt að lögreglan stoppi hlutfallslega mest af rauðum bílum fyrir hraðakstur.  Með sömu rökum mætti því halda fram að rauðir bílar séu hraðskreiðari en bílar af öðrum litum.  Skrítið að það séu ekki reglulega slíkar fyrirsagnir í fjölmiðlum.

Arnar, 9.2.2011 kl. 09:50

9 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk Starbuck

Ég þakkaði Magusi fyrir að benda mér á að WHO væri ekki endilega að vinna faglega í öllum málum, og þessi grein sem þú vitnar í bendir til þess einnig. Food and drug administration (FDA) in bandaríkjunum á við svipuð vandamál að stríða, þeir ráða til sín fólk sem var í matvæla og lyfjageira og margir FDA starfsmenn eru keyptir upp af lyfjageiranum.

Það er greinilegt að það þarf harða rýni á vinnubrögð beggja stofnanna.

Magus

Frétt mbl.is gaf sterklega í skyn að Pandemrix ylli drómasýki. Þetta er ennþá opin vísindalega spurning, og því óþarfi að hræða fólk (nema þú getir kannski selt fleiri blöð!).

Tölurnar munu ekki ljúga. WHO mun ekki geta hylmt yfir með lyfjaframleiðendunum. Sjálfstæðir faraldsfræðingar við háskóla og stofnanir munu leggjast yfir þær, og afhjúpa þá (EF þeir reyna að hylma yfir). Vísindamönnum finnst nefnilega fátt skemmtilegra en að geta afsannað tilgátur annara vísindamanna, og helst eitthvað sem allir trúa.

Arnar Pálsson, 9.2.2011 kl. 11:11

10 identicon

" Magus, það er svoldið merkilegt með þetta svínaflensubóluefni og samsæriskenningarnar; fyrst var það kvikasilfur, eyðni, persaflóahermannaveiki og einhver fiskiolía sem átti að vera stórhættuleg.  Nú er það drómasýki" Arnar

Hvar hef ég tengt svínaflensubóluefni við eyðni og persaflóahermannaveiki..fiskiolía? Ég held að þú sért að setja allar samsæriskenningar sem þú hefur heyrt um þetta bóluefni í einn hatt, sem þú eignar mér. -En ég hef vissulega nefnt kvikasilfur sem slæmt efni í bóluefnum, vegna þess að það er eitrað.

Heldur þú virkilega að lyfjafyrirtækin hafi slíkt vald að heilbrigðistyfirvöld og jafnvel ríkistjórnir heilu landana um allann heim taki hagsmuni fyrirtækjanna fram yfir hagsmuni þegnanna?  Já já, lyfjafyrirtæki geta náttúrulega platað lyfjum upp á heilu þjóðirnar, en þegar þegnarnir fara að drepast vegna aukaverkanna, heldurðu virkilega að það sé bara þaggað niður.. á heimsvísu?

Það þarf ekkert að deila um það að hagsmunir þessara fyrirtækja voru teknir fram yfir hagsmuni almennings með því nota WHO til að selja margfalt magn af bóluefnum. Og það er greinilega þaggað niður. Það er ekki verið að halda því fram að fólk hafi drepist í stórum stíl vegna bóluefnanna, en margir halda því fram fólk veikist og drepist af flensunni þrátt fyrir bóluefni, og svo að ýmsar mis-vondar aukaverkanir geti fylgt með...og það hefur vissulega verið þaggað niður.

-Það hefur ýmislegt verið þaggað niður í gegnum tíðina varðandi sum svínaflensubólefnafyrirtæki...svo sem Bayer sem var hluti af IGF sem framleiddi gas fyrir Hitler, og seldi HIV mengað dót fyrir um 20 árum, viljandi. -Ekki alveg fyrirtækið sem við viljum sjá í rúminu með neinum alþjóðastofnunum, hvað þá WHO.

Það gleymist oft þegar gert er grín af samsæriskenningum, að eitt fyrirtæki stóð að mestu leyti fyrir skipulagningu á stríðsglæpum Hitlers á sínum tíma, fangabúðunum, þrælahaldinu, framleiddi gasið, og borgaði fyrir Dr. Mengele, samkvæmt réttarhöldunum í Nurenberg.

Þetta fyrirtæki hér IG Farben, Bayer bóluefnaframleiðandi var hluti af fyrirtækinu, og lifir ennþá góðu lífi með þvi að þróa bóluefni og erfðabreytt matvæli...sem dæmi.

magus (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 12:23

11 identicon

"Frétt mbl.is gaf sterklega í skyn að Pandemrix ylli drómasýki. Þetta er ennþá opin vísindalega spurning, og því óþarfi að hræða fólk" Arnar P

Tja, gaf ekki mbl í skyn að sterk tengsl gætu verið, og eitthvað minnst á að fleiri þættir gætu haft áhrif? Staðreyndin er sú að landlæknar 12 landa telja ástæðu til þess að athuga þetta betur. Sé ekki betur en að mbl eigi að birta frétt um málið...ég er ekki sammála því að þetta sé æsingarfrétt.

Tölurnar munu ekki ljúga. WHO mun ekki geta hylmt yfir með lyfjaframleiðendunum. Sjálfstæðir faraldsfræðingar við háskóla og stofnanir munu leggjast yfir þær, og afhjúpa þá (EF þeir reyna að hylma yfir).

Ertu svo viss um það? Hvað segir reynslan okkur? Ef þessi ESB stofnun hefði ekki staðfest að WHO ýkti hættuna af flensunni, þá hefði enginn heyrt um þetta mál, nema "samsærisliðið á netinu"...hvar voru allar rannsóknirnar frá þessum "sjálfstæðu" háskólum og stofnunum? - Og fyrst við erum að tala um þetta, hvar eru þessir sérfræðingar í dag - hvers vegna heyrist ekki píp í fræðasamfélaginu um þetta frekar stóra hneyksli?

Hvers vegna er ekki búið að hengja WHO upp á vegg fyrir hneykslið - hvers vegna eru meiri líkur á því að nýja rannsóknin verði afhjúpuð?

WHO mun stjórna þessari rannsókn á drómasýki, og ég get lofað þér því að það mun ekki koma rassgat í bala út úr þeirri rannsókn. Og ef einhver sjálfstæður vísindamaður gerir athugasemdir þá er mjög ólíklegt að hann fái almenna áheyrn..

magus (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 12:49

12 Smámynd: Arnar Pálsson

Það er æsingarfrétt ef þú byrjar á stórri yfirlýsingu, og kemur síðan með varnaglana á eftir.

Uppsetning textans hefur áhrif á skoðanir fólks.

Ég er bjartsýnn á vinnubrögð vísindamanna en svartsýnn á getu fjölmiðla til að miðla vísindalegum upplýsingum. Þú ert svartsýnn á heiðarleika WHO, í þessu máli amk, og ert svartsýnn á getu fjölmiðla til að flytja fréttir af þessu máli.

Arnar Pálsson, 9.2.2011 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband