Leita í fréttum mbl.is

Erindi: Erfðamengi melgresis

Föstudagsfyrirlestrar Líffræðistofnunar hafa hafið göngu sína á ný eftir nokkura ára hlé.

11. febrúar 2011 mun Kesara Margrét Jónsson fjalla um rannsóknir sínar á erfðamengi melgresis (Leymus arenarius). Meðal plantna eru mörg dæmi um tvöfaldanir erfðamengja og einnig samruna tegunda - þar sem oftast nærskyldar tegundir mynda kynblendinga. Kesara ræðir um rannsóknir í plöntuerfðafræði melgresis, um skyldleika melgresis og annara grastegunda, og breytingar á samsetningu erfðamengja þeirra.

bm_Surtsey2010_fjoruarfi_melgresiMynd af melgresi í Surtsey - af vef Náttúrufræðistofnunar (úr leiðangri NÍ og samstarfsmanna).

Kesara er prófessor í grasafræði og plöntuerfðafræði við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ, og er ákaflega duglegur vísindamaður. Hún hlaut viðurkenningu Háskóla Íslands fyrir lofsvert framlag til rannsókna við Háskólann árið 2002.

Föstudagfyrirlestrar Líffræðistofnunar fara fram í Öskju Náttúrufræðihúsi HÍ (stofu 131) og eru öllum opnir með húsrúm leyfir. Þeir eru fluttir á íslensku (nema annað sé tekið fram). Dagskrá í heild má nálgast á vef Líf og umhverfisvísindadeildar HÍ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband