Leita í fréttum mbl.is

Fjármögnun grunnrannsókna á Íslandi

Vísindafélag Íslendinga efnir til málþings í fundarsal Þjóðminjasafnsins miðvikudaginn 23. febrúar kl. 16-­18.00.

Frummælendur verða Magnús Karl Magnússon og Jón Torfi Jónasson, prófessorar við Háskóla Íslands. Fundarstjóri: Guðrún Nordal prófessor við HÍ.

Fyrir viku var fundur um vísinda og nýsköpunarkerfið á vegum vísindaráðs. Frummælendur voru Ilkka Turunen, aðalritari finnska Vísinda- og nýsköpunarráðsins og Hans Müller Pedersen, aðstoðarframkvæmdastjóri Vísinda- og nýsköpunarmiðstöðvar Danmerkur.

Þeir gættu þess báðir að slá varnagla í upphafi um að þeir hefðu ekki kynnt sér íslenska kerfið eða útfærslu þess. Báðir lögðu áherslu á að lýsa kostum og göllum sinna kerfa, og voru hvergi bangnir við að benda á galla og annmarka. Það er nefnilega nauðsynlegt að geta horft gagnrýnið í eigin nafla.

Nokkrir af þeim punktum sem fram komu hjá norrænu vinum okkar voru:

Það er þjóðsaga að finnar hafi brugðist við kreppunni með því að auka fjármagn í rannsóknir og nýsköpun. Sú áhersla var lögð fyrr. Ég viðurkenni að hafa trúað þessari þjóðsögu og jafnvel dreift henni hérlendis. Finnum til hrós, þá héldu þeir kúrsinum.

Nýsköpunarkerfi finna er ekki nægilega skilvirkt. Þeir leggja stóran hluta þjóðartekna í rannsóknir (1% af GPD kemur frá ríkinu og rúm 2% frá fyrirtækjum, Nokia er stór þáttur), en samt koma þeir ekki vel úr útektum (þeir eru með aragrúa leiða til að styðja við nýsköpun, en lítil nýsköpunarfyrirtæki eru t.t.l. fá, einnig er minna um rannsóknarsamstarf við erlenda aðilla en á hinum norðurlöndunum).

Danirnir fækkuðu háskólum með sameiningu, úr 12 í 8. Þeir fluttu líka flestar rannsóknastofnanir undir háskóla, fengu þannig breiðara lið kennara og opnuðu skýrari kosti fyrir framhaldsnema til rannsókna á þessum stofnunum. Flestir dönsku háskólarnir eru með deildir um víðan völl, sem eru þá sjálfstætt starfandi einingar á tilteknu sviði.

Forsetisráðherra dana, Fogh-Rasmussen leiddi persónulega starfshóp 25 sérfræðinga sem vinna átti áætlun um það hvernig danir tækust á við alheimsvæðinguna (globalization). Þeir settu upp markmið, og áætlun um það hvernig ráðaneyti, skólar og stofnanir áttu að framfylgja þeim markmiðum, og HVENÆR.

Íslendingunum í salnum þótti mikið tilkoma að í Danmörku hafi starfað stjórnmálamaður sem hafði raunverulegan áhuga á nýsköpun og vísindastarfi.

Nóturnar mínar af fundinum eru heima, ég bæti e.t.v. einhverjum punktum við síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband