Leita í fréttum mbl.is

Erindi: Stofnvistfræði minksins

Föstudagsfyrirlestrar Líffræðistofnunar eru komnir á skrið eftir nokkura ára hlé. Í þessari viku mun Róbert A. Stefánsson við Náttúrustofu Vesturlands  fjalla um stofnvistfræði minksins.

Minkur var fyrst fluttur til Íslands árið 1931 en slapp fljótlega úr haldi og breiddist um landið. Veiðitölur benda til að mink hafi fjölgað allt fram yfir aldamót en að síðustu ár hafi honum af ókunnum ástæðum fækkað á ný. Róbert og félagar hafa safnað sýnum úr afla veiðimanna víða um land frá árinu 1996 og má nýta þau gögn á ýmsan hátt, m.a. til að komast nær því að skilja hvað stjórni breytingum á stofnstærð.

folk_ad_vinna_15 Föstudagfyrirlestrar Líffræðistofnunar eru öllum opnir með húsrúm leyfir og eru fluttir á íslensku (nema annað sé tekið fram).

Dagskrá í heild sinni má nálgast á vef Líf og umhverfisvísindadeildar HÍ.

Mynd af Róberti og mink af vef Náttúrustofu Vesturlands, ljósmynd og copyright: Menja von Schmalensee, 2002.

3/25/11 Stofnvistfræði minks - Róbert A. Stefánsson
4/1/11   Tengsl búsvæða og svipgerðar í stækkandi fuglstofni - Tómas G. Gunnarsson
4/8/11   Stofnfrumur og þroskun lungna - Sigríður Rut Franzdóttir
4/15/11  DNA polýmerasar og viðgerð - Stefán Þ. Sigurðsson
4/29/11  Bakteríudrepandi prótín - Guðmundur Hrafn Guðmundsson
5/6/11   Selarannsóknir við Selasetur Íslands  - Sandra Granquist
13/6/11  Galapagoseyjar: lífríki og hættur - Hafdís H. Ægisdóttir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband