Leita í fréttum mbl.is

Afl náttúrunnar

David Suzuki fjallar um afl náttúrunnar (Force of Nature) í hátíðarfyrirlestri á vegum Verk og náttúruvísindasviðs HÍ (4. apríl 2011, kl 17:00 í stofu 132 í Öskju, Náttúrufræðahúsi HÍ) í tilefni aldarafmæli HÍ.

Dr. Suzuki er prófessor í líffræði við Háskóla Bresku Kólumbíu, náttúruverndarsinni  og sjónvarpsmaður sem þekktur er fyrir að útskýra náttúruvísindin á einfaldan og heillandi hátt. Sjónvarpsþættir hans, The Nature of Things, hafa verið sýndir á mörgum helstu sjónvarpsstöðvum heims. Kesara Jónsson prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild kynnir fyrirlestur Suzuki. Fyrirlesturinn verður fluttur með fjarfundabúnaði frá Háskólanum í Bresku Kólumbíu. Að honum loknum mun Dr. Suzuki taka við fyrirspurnum úr sal.

Fyrirlesturinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband