Leita í fréttum mbl.is

Nýliði á bleikjuslóð

Sem pjakkur fór ég oft með frændum mínum á Þingvöll til veiða. Það var hið mesta sport fyrir nýliða í veiðimennsku, fullt af smáfiski sem nartaði og beit. Ferðirnar á Þingvöll voru ákaflega skemmtilegar, en einhvernveginn náði veiðibakterían ekki fótfestu og ég lagði stöngina á hilluna á unglingsárum.

Síðan atvikaðist það fyrir nokkrum árum að samstarfsmenn mínir, líffræðingarnir Sigurður Snorrason og Zophonías O. Jónsson, stungu upp á rannsókn á erfðafræði bleikjunnar. Sigurður hefur rannsakað Þingvallableikjuna um árabil, ásamt Pétri M. Jónassyni og Skúla Skúlasyni, Hilmari Malmquist og fleira góðu fólki. Skólafélagi minn Bjarni K. Kristjánsson hafði fyrir nokkru hafið rannsóknir á dreifingu og vistfræði dvergbleikju á Íslandi. Saman tókst okkur að tvinna saman fjölþætt rannsóknarverkefni, með fjölbreytileika bleikjunar í forgrunni.

thingvallavatndwarfeggs2010.jpgVið lögðum upp með að finna erfðaþætti og þroskunarkerfi sem tengdust hinum mikla fjölbreytileika í útliti og stærð íslenskrar bleikju. Í Þingvallavatni má t.d. finna fjögur afbrigði af bleikju, dverg, kuðungableikju, sílableikju og hina goðsagnarkenndu murtu. Hrognum var safnað á vettvangi (sjá mynd), þau frjóvguð og alin upp á Hólum í Hjaltadal. Þar var ungviði murtu, dvergs og eldisbleikju safnað, á nokkrum þroskastigum, fyrir könnun á genatjáningu.

Ég viðurkenni auðmjúkur að ég er nýliði á bleikjuslóð, vistfræðingarnir eru sífellt að kenna mér eitthvað nýtt um fiskinn og búsvæði hans (t.d. um útlitseiginleika, hryggningarstöðvar og fæðuval). Einnig lærir maður helling af reyndum veiðimönnunum, í fjölskyldunni er t.d. einn þaulvanur Þingvallavatni sem einmitt kenndi manni að beita og kasta í denn.

Lífið fer sjaldnast í hring, en það er gaman að rifja upp fortíðina þegar tækifæri gefst.


mbl.is Bleikjustofnar gefa eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Einhverjar hugmyndur um ástæður minnkandi veiði í ám?  Vantar alveg í fréttina hvort það séu einhver umhverfisáhrif eða bara einfaldlega minni ásókn í veiði (sem skilar þá færri veiddum fiskum).

Arnar, 10.5.2011 kl. 13:44

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Kastað hefur verið fram hugmyndum um samkeppni vegna hækkandi hita. Ef ég skil þetta rétt er bleikjan kuldaþolnust laxfiskanna. Með hækkandi hita á þá kjörsvæði urriða að stækka, á kostnað bleikjunar.

Annars er þetta vistfræði, og þar með reglulega erfitt að fá nákvæmt svar.

Arnar Pálsson, 10.5.2011 kl. 15:25

3 Smámynd: Arnar

Já, hef heyrt einhverstaðar áður að bleikjan sé ekki aðeins kuldaþolin heldur líka kuldasækin.  Svo ef hiti í vötnum eykst þá fer hún hugsanlega eitthvað annað.. eða deyr.

Arnar, 11.5.2011 kl. 10:41

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Hver tegund hefur sitt kjörhitastig, sem getur vitanlega þróast eins og aðrir eiginleikar.

Spurningin er hvort að bleikjan hafi roð við urriðanum, eða hvort að útbreiðsla hennar muni minnka og stofninn skreppa saman...og jafnvel deyja út. Veit ekki hvort að önnur vötn eða lækir opnist bleikjunni við aukinn hita, vatnalíffræðingarnir ættu að hafa einhverja hugmynd um það.

Arnar Pálsson, 11.5.2011 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband