Leita í fréttum mbl.is

Nóbelsverðlaun fyrir að útskýra endurnýjun litningaenda

Hvursdags hafa fæstir áhyggjur af litningaendunum sínum. Watson og Crick sýndu fram á byggingu DNA árið 1953 og þegar ljóst varð hvernig eftirmyndun erfðaefnisins var háttað opinberaðist vandamál. Í hvert skipti sem litningur væri eftirmyndaður, myndi hann styttast um nokkra basa.

Það var ljóst að frumurnar urðu einhvern veginn að vernda litningaendanna, þ.e. þær frumur sem er með línulega litninga (bakteríur eru flestar með hringlaga litninga, sem er áþekkt því að vera með endalaust bókfelli - sem hringast um sjálft sig).

Skemmst er frá að segja að Elizabeth Blackburn  leysti vandamálið, með því að rannsaka kjarnar í frumdýrinu Tetrahymena (Það hófst allt með frumdýri...). Hún mun halda fyrirlestur hér næsta laugardag, og ég get eindregið mælt með henni. Hún er skýr og alúðlegur fyrirlesari, með ákaflega skemmtilegan ástralskann talanda.

Úr tilkynningu frá HÍ (sjá einnig frétt).

Dr. Elizabeth Blackburn hlaut Nóbelsverðlaunin í líf- og læknavísindum árið 2009. Hún er prófessor í líffræði og lífeðlisfræði við Lífefna- og lífeðlisfræðideild Háskólans í Kaliforníu, San Francisco. Dr. Blackburn er annar tveggja öndvegisfyrirlesara Heilbrigðisvísindasviðs.

Dr. Elizabeth Blackburn uppgötvaði telomerasa sem er ensím sem sér um að eftirmynda litningaenda, svokallaða telomera við frumuskiptingar. Til nánari skýringar, þá leysir þetta ensím ákveðið endavandamál, sem tengist því að litningar okkar eru línulegir (línulegt tvíþátta DNA) og venjuleg eftirmyndunarensím geta ekki hafið eftirmyndun á enda. Við frumuskiptingar styttast því litningaendarnir í venjulegum líkamsfrumum við hverja skiptingu. Það má segja að þetta sé eins konar „lífsklukka". Hver fruma getur aðeins skipt sér ákveðinn fjölda skipta og þetta ákvarðar lífslengd hennar. Telomerasi er hins vegar virkur á fósturskeiði og í nokkrum öðrum tilfellum og hann virkjast oftast í krabbameinsfrumum, sem eru þannig á vissan hátt eilífar.

Dr. Blackburn hefur hlotið fjölda viðurkenninga, m.a. heiðursdoktorsnafnbætur frá helstu háskólum Bandaríkjanna. Árið 2007 taldi Time Magazine hana til 100 áhrifamestu einstaklinga heims.

Dr. Elizabeth Blackburn mun halda fyrirlestur sinn „Telomeres and Telomerase: How do they Affect Human Health and Disease?" (Telomerar og Telomerasar: Hvernig hafa þeir áhrif á heilsu manna og sjúkdóma?) í Hátíðasal Háskóla Íslands, Aðalbyggingu, laugardaginn 21. maí kl. 14.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er opinn öllum meðan húsrúm leyfir.

Eldri pistlar um litningaenda og Elizabeth Blackburn:

CCCCAAGalsi og eilíft líf, Urður, verðandi og skuld


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband