Leita í fréttum mbl.is

DNA próf til að rekja uppruna

Eschericia coli er iðrabaktería sem alla jafna gerir okkur ekki mein. Hins vegar koma stundum upp stofnar sem fara þversum í mannskapinn og geta jafnvel leitt fólk til dauða. Það er líklegast að um sé að ræða stökkbreytt afbrigði E. coli, sem hafa jafnvel stolið getum frá öðrum gerlum.

Hægt er að greina erfðamengi baktería á nokkrum dögum (með einhverjum tilkostnaði). Síðan er hægt að bera erfðamengið saman við þekkta E. coli stofna, og skilgreina hvað gerir þennan meinvald svona ágengann.

Því næst liggur beint við að kanna uppruna meinvaldsins, sýkna spænsku gúrkuna og sakfella svínapylsuna ?!?!?

Það verður líklega alsiða í framtíðinni að í hvert skipti sem svona tilfelli kemur upp, verði bakterían raðgreind, og borin saman við þekkta stofna.

Viðbót 4. júní.

Mæli með umfjöllun the Guardian, sem útskýrir hvernig bakterían veldur þessu alvarlegu einkennum (höfundar Giles Tremlett and Alok Jha) E coli infections spread across globe (the Guardian 4. júní 2011)

og grein í BBCi: Outbreak is new form of E. coli.

 


mbl.is Kólígerlasýking kann að tengjast hátíð í Hamborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Hvernig stendur á því að þjóðverjar hafi ekki gert það,því enþá er ekkert vitað um upprunan á sýkingunni ?

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 4.6.2011 kl. 15:34

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Sigurbjörg

Umhverfisyfirvöld eiga ekki DNAraðgreiningartæki í vasanum. Þetta er dýr lausn í augnablikinu, en verðið fer snarlækkandi.

Samkvæmt BBC þá virðist þetta vera afbrigði af  O104 stofni E. coli. En öll einkenni sýkingar eru mjög ýkt, sem gefur til kynna afdrifaríkar erfðabreytingar eða jafnvel genaþjófnað.

Fréttin segir einnig að erfðamengjarannsóknastöðin  í Peking hafi ályktað að um sé að ræða mjög öflugt afbrigði E. coli. Því miður segir fréttin ekkert um erfðasamsetningu stofnsins, en viðbúið er að hann verði raðgreindur með hraði og þá fáum við að vita hver grefillinn er hér á seyði.

Outbreak is new form of E. coli

Arnar Pálsson, 4.6.2011 kl. 16:33

3 identicon

Nú var að koma upp kenning um að hryðjuverkahópar ættu sök á þessum faraldri. Nú ríður á að farið verði í að greina þetta samkvæmt því sem Arnar bendir á, til að koma megi í veg fyrir vænisýki epidemi.

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 12:41

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Þorkell

Það er svosem viðbúið að einhverjir fari að spinna sögur í kringum svona harmleiki.

Ég held reyndar að vesturlandabúar þurfi ekki hjálp hryðjuverkamanna til að klúðra matarræði sínu.

Arnar Pálsson, 6.6.2011 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband