Leita í fréttum mbl.is

Háskóli unga fólksins og framhaldskóli gamla fólksins

Fyrir mér er lærdómur einstök forréttindi. Ef ég ynni ekki við kennslu eða rannsóknir, þá væri ég sílesandi og að gera tilraunir í matjurtargarðinum eða á gítarnum mínum. Það er dásamlegt að fá að vinna við rannsóknir og fræðimennsku, gera tilraunir, prófa tilgátur og kynnast rannsóknum annara. Það er einnig frábært að fá að kenna ungu forvitnu fólki, eins og B.S. nemum í líffræði, lífefnafræði, lífeindafræði og mannfræði. Og stundum fáum við yngra fólk í heimsókn, eins og  í Háskóla unga fólksins.

Í fyrra var líffræðin með um að ræða opið hús, þar sem við settum upp nokkrar stöðvar og unga fólkið fékk að kynnast kröbbum og hornsílum, DNA og bakteríum. Það voru framhaldsnemar og starfsmenn við líf og umhverfisvísindadeild sem sáu um kennsluna, veiddu hornsílin og hjálpuðu við að einangra DNAið (Háskóli unga fólksins 2010).

Núna í ár skeyttst tvö námskeið saman í eitt (DNA,  þróun og sjúkdómar, og Vistfræði Íslands).

huf2011_peturasthildur_gva_frettablad.jpgMynd af Pétri og Ásthildi að sýna nemendunum hvernig má einangra DNA úr lauk. Mynd úr Fréttablaðinu 7. júní 2011, höfundaréttur Fréttablaðið/GVA.

Nemendunum er m.a. sagt frá byggingu erfðaefnisins, t.d. stærð erfðamengisins og litninganna. Hver fruma mannslíkamans inniheldur t.d. 2 metra af DNA. Við spyrjum meðal annars.

Hvað haldið þið að heildarlengd alls erfðaefnis í frumum líkama okkar sé?

  1. Vegalengdin frá Háskóla Íslands að Hörpu.
  2. Vegalengdin frá Reykjavík til Ísafjarðar.
  3. Vegalengdin til sólar og tilbaka 30 sinnum.

Réttasta svarið er 3, heildarlengd alls erfðaefnis í frumum líkama okkar er vegalengdin til sólar og tilbaka, 30 sinnum! Heimild með fleiri forvitnilegar stærðir.

Jafnvel gamla fólkið fer í skóla. Kennararnir þurfa líka að læra, eða í það minnsta rifja upp. Samtök líffræðikennara bjóða grunn og framhaldskólakennurum upp á námskeið í lífeðlisfræði um næstu helgi. Nokkur pláss laus.

Viðauki: Mynd skeytt inn í þriðjudaginn 7. júní. Svarið sett inn 10 júní.


mbl.is Ungir nema í Háskóla Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband