Leita í fréttum mbl.is

Hin stjarnfræðilega smæð frumunar

Gengið á stjörnufræðivefnum hefur oftar en ekki fleygt manni fram af hengiflugi, með því að sýna manni hversu agnarsmár maður er á jörð, í sólkerfi og vetrarbraut á fleygiferð um geim sem er ÓENDANLEGA stór.

Hann Pétur sendi mér mynd sem steypir manni fram af bjarginu í hina áttina. Ekki út í risastórar óravíddir, heldur inn í veröld hins agnarsmáa.

Ég skora á ykkur að fylgja tenglinum og smeygja ykkur milli fruma, baktería og síðan inn í þessar smæstu einingar lífsins og sjá legókubbana sem við og sniglarnir erum búin til úr.

Cell size and scale af Learn genetics síðu háskólans í Utah.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Þetta er mjög athyglisvert. Ég var viðbúinn því að sjá rafeindir og kvarka, en zoomið takmarkaðist við stærð kolefnisatómsins.

Vendetta, 10.11.2011 kl. 15:59

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Þetta er síða um erfðafræði, leikvöllurinn eru sameindir, DNA, litningar, frumur og einstaklingar. Það er samt bærileg spönn í stærðargráðum frá kirnum, byggingareiningum DNA til frumdýra.

Arnar Pálsson, 10.11.2011 kl. 19:18

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Svipuð hug(mynd) sem ég rakst á.

http://www.powersof10.com/

Arnar Pálsson, 24.11.2011 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband