Leita í fréttum mbl.is

Býst alltaf við hinu besta

Persónuleikar fólks eru sannarlega mismunandi. Ég veit ekki hvernig persónuleikar þroskast eða mótast eða hvort þeir séu að töluverðu leiti tilkomnir vegna erfða. Hitt er víst að sumir eru mjög jákvæðir en aðrir búast alltaf við hinu versta.

Væntingar hafa áhrif á hugarástand okkar og líkamlegt ástand. Það er þekkt úr læknisfræðinni að sjúklingar upplifa bata, jafnvel þótt þeir hafi fengið sykurpillu (eða aðra í raun gagnslausa meðferð). Þetta eru hin velþekktu lyfleysuáhrif (placebo). Minna þekkt eru gagnstæð áhrif, nocebo (lýsi hérmeð eftir þýðingu). Í þeim tilfellum sýna sjúklingar frekar merki um aukaverkanir, ef þeim er sagt fyrirfram hverjar aukaverkanirnar gætu verið. Ef þeir fá lyf en eru varaðir við því að þeim geti fylgt hausverkur eða niðurgangur, þá aukast líkurnar á því að þeir fái hausverk eða niðurgang. 

Í verðlauna pistli (The nocebo effect: Wellcome Trust science writing prize essay, sem birtist í the Guardian 13. nóv 2011) skrifar Penny Sarchet:

Can just telling a man he has cancer kill him? In 1992 the Southern Medical Journal reported the case of a man who in 1973 had been diagnosed with cancer and given just months to live. After his death, however, his autopsy showed that the tumour in his liver had not grown. His intern Clifton Meador didn't believe he'd died of cancer: "I do not know the pathologic cause of his death," he wrote. Could it be that, instead of the cancer, it was his expectation of death that killed him?

This death could be an extreme example of the "nocebo effect" - the flip-side to the better-known placebo effect. While an inert sugar pill (placebo) can make you feel better, warnings of fictional side-effects (nocebo) can make you feel those too.

Þið hreinlega verðið að lesa pistilinn í heild, en hún segir m.a.

This places a spotlight on doctor-patient relationships. Today's society is litigious and sceptical, and if doctors overemphasise side-effects to their patients to avoid being sued, or patients mistrust their doctor's chosen course of action, the nocebo effect can cause a treatment to fail before it has begun. It also introduces a paradox – we must believe in our doctors if we are to gain the full benefits of their prescribed treatments, but if we trust in them too strongly, we can die from their pronouncements.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varðandi þróun persónuleika þá finnst mér alltaf gaman að vísa í annan kafla Arfleifðar Darwins, Gen umhverfi og svipfar lífveru eftir Einar Árnason, þar sem lýst er fjórum gangvirkjum sem saman vinna að þróun lífveru, þar sem náttúrulegt val er eitt af þessum gangvirkjum. Ef að persónuleiki er hluti af lífverunni þá hljóta þessi sömu fjögur gangvirki að útskýra þróun persónuleika (gefið að þau saman útskýri 100% af breytileka einstaklinga innan tegundar).

Ég mæli með grein J. I. Kruegers frá 2009, A componential model of situation effects, person effects, and situation-by-person interaction effects on social behavior sem birtist í Journal of Research in Personality, 43, bls 127-136. Þar sem útskýrt er vel hvernig tilhneygingahrif (sálfræðijarg fyrir arfgerð), aðstæðuhrif (nám, það er sum svipgerði) og samvirknihrif á milli þeirra vinna saman að því að útskýra hvernig persónuleiki mótast við hverjar aðstæður. Þannig er sami heilinn annarskonar persónuleiki við einar aðstæður en aðrar, samt ekki þannig að þær hafi ekki áhrif hvort á aðrar.

Til að sníða þetta inn í þessa grein þína um lyfleysuhrif, þá ættu sumar lyfleysur að hafa meiri áhrif á suma við sumar aðstæður. Lyfleysa X hefur MIKIL áhrif á einstakling 1 við aðstæður A en ENGIN áhrif við aðstæður B, en lyfleysa Y hefur öfug áhrif. Hjá einstaklingi 2 er þetta algjörlega öfugt: Lyfleysa X hefur ENGIN áhrif við aðstæður A en MIKIL áhrif við aðstæður B, á sama tíma og lyfleysa Y hefur eins áhrif og lyfleysa X hafði hjá einstaklingi A.

Kenningin um marghliða val (multilevel selection) útskýrir þennan breytileika vel. En hún gerir ráð fyrir að hegðun einstaklinga (viðbrögð við lyfleysu er hluti af hegðun [non-overt behavior; neuro behavior]) veljist úr líkt og með náttúrulegu vali. Sú hegðun sem kemur einstaklingnum best er líklegust til að endurtaka sig og velst þannig úr. Ef að einstaklingur 1 hafði áður grætt á því að taugakerfið brást við á tiltekin hátt við tiltekið áreiti (áreiti sem svipar til lyfleysunnar) er líklegt að taugakerfið bregðist svipað við næst þegar svipað áreiti ber á góma (lyfleysa X) en ekki þegar ólýkt áreiti ber á góma (lyfleysa Y), þetta gæti verið öfugt hjá einstaklingi 2.

Í grófum dráttum. Persónuleiki er bæði mótaður af genum og námi og samvirknihrifum þeirra á milli. Handahóf, val, flæði, stökkbreytingar og þess háttar hefur allt áhrif á mótun hans. Að eitt útskýri allt, eða að eitt útskýri meirihluta er sama rökvilla og hélt nature-nurture rökræðunni fastri í allt of langan tíma.

Rúnar (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 19:29

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk Rúnar fyrir innslagið og vinsamlegast afsakaðu tafir á svari - ég var utan þjónustusvæðis.

Það er greinilegt að þú hefur velt tilurð persónuleika vel fyrir þér. Ég er sammála um að það séu margir þætti sem koma þar að máli, arfgerð (upplag), umhverfi, tilviljun og vitanlega saga hvers einstaklings. Mér er það til efs að áhrif þáttanna séu afgerandi, og mun algengara að væg áhrif eða samverkandi séu til grundvallar. Væg áhrif væru t.d. erfðaþáttur sem eykur líkurnar á að viðkomandi einstaklingur þroskist sem Drottnandi einræðisherra, þannig að t.d. 10 af 1000 einstaklingum með þessa arfgerð þroskist í þessa átt en aðeins 2 af hverjum 1000 án gensins. Ég er fyllilega sammála lokaorðum þínum.

Persónuleiki er bæði mótaður af genum og námi og samvirknihrifum þeirra á milli. Handahóf, val, flæði, stökkbreytingar og þess háttar hefur allt áhrif á mótun hans. Að eitt útskýri allt, eða að eitt útskýri meirihluta er sama rökvilla og hélt nature-nurture rökræðunni fastri í allt of langan tíma. 

Það væri samt forvitnilegt að vita hvort að lyfleysu eða "nocebo" áhrifin séu mismunandi eftir persónugerðum, eða einhverjum sterkum umhverfis eða erfðaþáttum? Eða kannski mögulega, hvort að sumar lyfleysur séu betri en aðrar (myndi aspartam virka jafnvel og sykurpilla?)

Arnar Pálsson, 22.11.2011 kl. 12:36

3 identicon

hmm. Það væri spennandi að vita hvernig mismunandi persónuleikar bregðast mismunandi við ólíkum lyfleisum (með ólíkum er ég að tala um eðlisólík, t.d. sálfræðimeðferð vs. heilara vs. sykurpillu). Það er samt vandamál við hvernig maður mælir og metur persónuleika. Ég treysti enganvegin núverandi persónuleikaprófum eins og NEO PI-R sem gerir ráð fyrir að fimm þátta kenningin um persónuleika sé sönn þrátt fyrir að mikla gagnrýni þar á (ég myndi segja að hún standi jafn höllum fæti og sálgreining eða stjörnuspeki)[1]. Ef einhver ætlaði að gera alvöru tilraun á þessu þá held ég að best væri að móta mismunandi persónuleika fyrir tilraunina (gangi honum vel að sannfæra fólk um að þetta séu raunverulegar persónuleikabreytingar).

Ég sé fyrir mér tilraun þar sem einn hópur er gefin rauð pilla í hvert skipti rétt áður en kallt herbergi verður hlýtt. Þannig að þau tengja þægilegheitin við rauðu pilluna, þau fá svo bláa pillu rétt áður en herbergið er kælt aftur. Annar hópur fær pillurnar öfugt. Næst þegar þau mæta til læknis vegna kvefs er þeim gefnar ýmist rauðu eða bláu pillurnar. Þau í fyrri hópnum (rautt = þægilegt) sem fá rauðu pilluna við kvefi ættu að sýna meiri lyfleysuhrif en þau í sama hóp sem fá bláu pillurnar við kvefi. Áhrifin ættu að vera öfug í hinum hópnum (rautt = óþægilegt). Það væri svo hægt að leggja fyrir persónuleikapróf með þessari tilraun, ég er ekki viss um að það muni fynnast nein áhrif umfram þau sem ég hef þegar nefnt (kannski í 1 þætti af hverjum 20).

 _______________

1: Mér langar að vísa í grein mér til stuðnings en hef ekki aðgang að neinum um þessar mundir. En bara það að ein af frumsendum fimm þátta kenningarinnar er að allt sem við kemur persónuleika er nú til staðar í tungumálinu er nóg til að sannfæra mig gegn henni. Þessi frumsenda gerir ekki ráð fyrir persónuleika dýrategunda sem ekki hafa mælt tungumál, eins og til dæmis hunda.

Rúnar (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 20:07

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Einmitt Rúnar, það gæti verið flókið að framkvæma svona próf. Þú þekkir líklega persónuleikapróf betur en ég, en ef maður leggur slatta af þrautum fyrir fólk og skoðar hegðun þess, eða spurningalista og treystir á heiðarleika þess, þá hlýtur að vera hægt að mynda róf persónuleika-einkenna. Líkast til er þetta samfella í mörgum víddum, en kannski er einhver hnappdreifing einkenna (sem gæti samsvarað persónuleikum eins og þeir koma okkur fyrir sjónir dags daglega).

Tilraunin væri sjálf dálítið snúin, en mér finnst að hún yrði að innihalda 4 tilraunahópa. Gefum okkur að hægt sé að finna fólk sem er mjög neikvætt og sem er mjög jákvætt (sem dæmi um ýkt persónuleika einkenni, en hægt væri að gera prófið á fleiri einkennum).

1. Neikvæðar persónur sem fá sykurpillu og upplýsingar um aukaverkanir

2. Neikvæðar persónur sem fá sykurpillu og engar upplýsingar um aukaverkanir

3. Jákvæðar persónur sem fá sykurpillu og upplýsingar um aukaverkanir

4. Jákvæðar persónur sem fá sykurpillu og engar upplýsingar um aukaverkanir

Þetta á síðan að vera hægt að greina með kí-kvaðrati á 2 x 2  töflu.

Hugmyndin með litina er góð, hún er notuð af lyfjafyrirtækjum. Sterk lyf, krabbameinslyf og þess háttar, eru iðulega rauð. Pillur sem eiga að róa eru bláar. 

Arnar Pálsson, 25.11.2011 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband