Leita í fréttum mbl.is

Ný grein um hraðan útdauða

Ég var að lesa fínan pistil á Loftslag.is um nýlega grein um útdauðabylgjuna fyrri 252 milljónum ára. Greinin sem þeir vitna til  (Shen o.fl. 2011: Calibrating the End-Permian Mass Extinction) metur að útdauðinn hafi skollið mjög snögglega á, sbr. grein loftslagsmanna (Hinn hraði útdauði).

Á  mörkum Perm og Trías, fyrri um 252 milljónum árum síðan, þá þurrkaðist út um 90-95 % af öllu lífi jarðar, jafnt hjá lífverum á þurrlendi sem og hjá sjávardýrum. Hinn mikli dauði (e. The Great Dying), eins og hann er stundum kallaður var alvarlegastur allra fjöldaútdauða lífvera í sögu jarðar og líklega sá tími sem jarðlíf hefur komist næst því að þurrkast út – algjörlega. Tilgátur um ástæður útdauðans eru mikil eldvirkni, súrefnisþurrð sjávar og – sem þykir ólíklegt – árekstur loftsteina.

Þó ástæða þessara hamfara sé óljós, þá hefur rannsóknateymi (Shen o.fl. 2011) staðfest að útdauðinn gekk mjög hratt yfir eða á um 20 þúsund árum. Það er gríðarlega stutt tímabil á jarðfræðilegum skala.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir "plöggið" Arnar.

Sveinn Atli Gunnarsson, 22.12.2011 kl. 14:56

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Flottur pistill Sveinn, ég missti af þessari grein í Science - var of upptekinn við að fara yfir próf.

Arnar Pálsson, 22.12.2011 kl. 15:13

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Svona svo það sé engin vafi á því, þá skrifaði Höskuldur þennan umrædda pistil á loftslag.is, en við erum þó báðir, í ritstjórninni, mjög sáttir við "plöggið" :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 22.12.2011 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband