Leita í fréttum mbl.is

Eðli mannsins

Hvert er eðli mannsins?

Margir hafa velt spurningunni fyrir sér og svörin verið á alla kanta. Tvær öfgafyllstu skoðanirnar eru þær að maðurinn sé óskrifað blað (svokallað tabula rasa) eða að eðli hans sé algerlega ákvarðað af líffræðilegum þáttum (erfðum, breytileika í genum og líffræðileg umhverfi).

Steindór J. Erlingsson fjallar um spurninguna um eðli mannsins í nýlegum pistli (Darwin, Marx og spurningin um mannlegt eðli). Hann segir meðal annars:

 Spurningin um hvort maðurinn fæðist sem óskrifað blað eða hafi eitthvað fast meðfætt eðli var mjög áberandi í pólitískri orðræðu á síðustu öld. Öfgafullar túlkanir á þessum ólíku viðhorfum, sem lituðust t.d. af líffræðilegum hugmyndum og kristinni heimsendatrú, voru hluti af hugmyndafræði frægustu harðstjóra aldarinnar. Hitler framkvæmdi grimmdarverk sín m.a. í nafni bókstaflegrar túlkunar á hugmyndinni um meðfætt eðli, meðan Maó, Stalín, og Pol Pot frömdu glæpi sína m.a. í nafni öfgafulls skilnings á hugmyndinni um að maðurinn fæðist sem óskrifað blað. Hér hyggst ég draga umræðuna um þessa mikilvægu spurningu frá öfgapólunum, sem t.d litaði umræðuna um félagslíffræðina á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Þetta verður annars vegar gert með því að etja saman hugmyndum Charles Darwin, föður þróunarkenningarinnar, og Karls Marx, helsta hugmyndasmið kommúnismans, og hins vegar með því að velta upp spurningunni hvernig hægt sé að skýra hið mikla trúarlega bil sem er á milli Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna.

Hann spinnur einnig inn í umræðuna rannsóknir á kirkjusókn og trúhneigð í mismunandi löndum:

Með þessa vitneskju að vopni könnuðu þeir [Gill og Lundsgaarde] tengslin á milli ríkisrekins velferðarkerfis og trúarþátttöku og trúhneigðar í Filippseyjum, Ástralíu, Bandaríkjunum, 16 Evrópulöndum og 8 Suður-Ameríkulöndum, og komust að því að þau eru tölfræðilega sterk. Þetta felur í sér að lönd með hærri velferðarútgjöld á hvern einstakling hafa tilhneigingu til minni trúarþátttöku og hafa venjulega hærra hlutfall ótrúaðra einstaklinga. Af þessum sökum draga Gill og Lundsgaarde þá ályktun að „fólk sem býr í löndum með mikla velferðareyðslu hefur minni tilhneigingu til þess að leita huggunar í trúarbrögðum, vitandi að ríkið muni hjálpa þeim þegar áfall dynur yfir“.

Ég mæli með að þið lesið grein Steindórs í heild sinni. Og ef þið hafið tíma, bók Michael Shermers Believing brain, sem ég vonast til að geta rætt hér í náinni framtíð.

Ítarefni:

Steindór J. Erlingsson  Darwin, Marx og spurningin um mannlegt eðli Þriðjudagur, 21 Febrúar 201


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sumir menn hafa víst skítlegt eðli.

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.2.2012 kl. 00:48

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Kannski er hluti eðlis margra manna skítugt...?

Arnar Pálsson, 28.2.2012 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband