Leita í fréttum mbl.is

Bólusetningar og einhverfa - samantekt

Fyrir nokkru þá reifuðum við mögulegar orsakir einhverfu í stuttum pistli (Orsakir á huldu), sem kveikti ansi miklar umræður. Hér reifa ég mína sýn á þessa umræðu, frá sjónarhóli líffræðings og áhugamanns um vísindalega umræðu. Í stutt máli þá má tíunda nokkra möguleika sem geta e.t.v. útskýrt hví tíðni sjúkdómsins hefur aukist svo á vesturlöndum.

Er einhverfa því tilkomin vegna:

i) erfða

ii) ólífræns umhverfis (hita, raka, loftslags, loftmengunar...)

iii) líffræðilegs umhverfis (matar, drykkjar, sýkingar, baktería, skorts á bakteríum...)

iv) félagslegs umhverfis (atlæti, fjölskyldubyggingu, skorti á áreiti, of miklu áreiti, tölvu eða sjónvarpsglápi...)

v) samspili erfða og einhverra þessara (eða allra) umhverfisþátta

Margir þættir hafa marktæk, en ekki endilega sterk, áhrif á líkurnar á einhverfu. T.d. heilsa foreldra (of mikil fita?), tími á milli barna og erfðir. (Independent and dependent contributions of advanced maternal and paternal ages to autism risk http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1002/aur.116/abstract, Maternal diabetes, obesity linked to autismScientists Link Gene Mutation to Autism Risk, NYtimes The Autism Wars Amy Harmon 8. apríl 2012).

 

 

Einnig er mögulegt að um ofgreiningu sé að ræða, sem er vitað fyrir suma tauga- og geðsjúkdóma (sbr. pistla Steindórs Erlingssonar og frétt kanadíska ríkisjónvarpsins ADHD may be overdiagnosed in youngest classmates www.cbc.ca).

Í umræðu um pistilinn bar töluvert á fullyrðingum um að bóluefni valdi einhverfu eða öðrum taugasjúkdómum. Ég hef aðeins fjallað um upprunalegu rannsókn Wakefields og afsönnun á henni (Ábyrgðin liggur hjá...) (og aðrir ítarlegar The media’s MMR hoax ).

Hópur fólks trúir því að bóluefni séu hættuleg, og að þau orsaki aukningu í einhverfu og öðrum geð- og taugasjúkdómum meðal vesturlandabúa. Vandamálið er að það gögnin sem styðja ekki þessar ályktanir, sbr. yfirlitsrannsókn Cochrane review:

Exposure to the MMR vaccine was unlikely to be associated with autism, asthma, leukaemia, hay fever, type 1 diabetes, gait disturbance, Crohn's disease, demyelinating diseases, bacterial or viral infections.

Cochrane Database Syst Rev. 2012 Feb 15;2:CD004407. Vaccines for measles, mumps and rubella in children. Demicheli V, Rivetti A, Debalini MG, Di Pietrantonj C. http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/22336803

En það hindrar fólk ekki í að vitna í rannsóknir og mistúlka þær. Sett var fram sú hugmynd að Thimerosal (sem er ónæmisglæðir) í bóluefnum ýtti undir einhverfu. Stór rannsókn á tíðni einhverfu í Danmörku sýnir að svo sé ekki, því að þegar hætt var að nota bóluefni með þessu efni þá hélt tíðni einhverfu áfram að aukast.

denmarkautismf1_medium.gif

Mynd frá  Thimerosal and the occurrence of autism: negative ecological evidence from Danish population-based data.Madsen KM, Lauritsen MB, Pedersen CB, Thorsen P, Plesner AM, Andersen PH, Mortensen PB. Pediatrics. 2003 Sep;112(3 Pt 1):604-6.

Þar segir:

Results. A total of 956 children with a male-to-female ratio of 3.5:1 had been diagnosed with autism during the period from 1971–2000. There was no trend toward an increase in the incidence of autism during that period when thimerosal was used in Denmark, up through 1990. From 1991 until 2000 the incidence increased and continued to rise after the removal of thimerosal from vaccines, including increases among children born after the discontinuation of thimerosal. 

Þegar gögnin eru afgerandi er reynt að kasta rýrð á rannsóknirnar. Í þessu tilfelli fékk samsæriskenningafólkið gjöf frá guði, í einum höfunda greinarinnar. Paul Thorsen reyndist óvandaður maður, var rekinn frá Árósaháskóla fyrir fjármagnsmisferli og síðar dæmdur fyrir þann glæp.

Rökvillan er sú að halda að fyrst Poul Thorsen hafi verið svikahrappur, séu allar rannsóknir sem hann tók þátt í séu glataðar.

Mikilvægt er að átta sig á þvi að hann var ekki fyrsti og ekki síðasti höfundur greinarinnar(sjá að ofan). Það þýðir að hann var einungis ábyrgur fyrir afmörkuðum hluta rannsóknarinnar. Fyrsti og síðasti höfundur bera mesta ábyrgð (og fá mesta heiðurinn!).

Þótt Thorsen hafi verið dæmdur og rekinn frá skólanum, þá hafði það EKKERT með greinarnar um Thimerosal og einhverfu að gera. Ef Thorsen hefði svindlað í þeim, hefði það komið til kasta skólayfirvalda sem hefðu látið draga greinarnar til baka.

EN liðið sem býr til samsæriskenningarnar hundsar þessar staðreyndir. Þeir halda að ef eitt rotið epli finnst í vísindakörfunni, sé hægt að sturta öllu úr henni. Þannig virkar það ekki. Vísindin virka ÞRÁTT fyrir rotnu eplin, vegna þess að allir geta rýnt í gögnin, kannað niðurstöðurnar og endurtekið tilraunirnar.

Það að slá upp "Danskur vísindamaður dæmdur fyrir margvíslegar sakir, Thorsen hélt því fram að bólusetningar valdi ekki einhverfju" er hrein sögufölsun (Danish Researcher Indicted on Multiple Counts Poul Thorsen Claimed Vaccines Don't Cause Autism). Dómsmálið fjallaði ekki um það hvort að bólusetningar valdi einhverfu. Það sýndi fram á að Thorsen hafði stolið frá danska ríkinu.

Ímyndum okkur "Íslenskur stjórnmálamaður dæmdur fyrir eina sök, Geir Haarde " sagði við umræðuna að Íslendingar hefðu ekki verið beinir aðilar að innrásinni í Írak"". Geir var ekki dæmdur fyrir að ljúga um innrásina í írak, heldur vanrækslu....sem er önnur saga!

Vandamálið fyrir leikmenn og lærða utan þessa fagsviðs er tvennskonar.

Það er erfitt að meta, hvort að staki vísindamaðurinn sem öskrar "úlfur" hafi í raun séð úlf eða sé bara ruglaður. Það er hellingur af "non-consensus" röddum í hverju fræðasviði, og margar þeirra eru vísindamanna sem hafa bitið eitthverja afstöðu í sig og hampa henni (oft á kostnað gagnanna). Hin hliðin á peningnum er sú að sumir þessara vísindamanna eru raunverulegir brautryðjendur sem velta ríkjandi hugmyndum. Vandamál okkar sem stöndum á hliðarlínunni (í annari fræðigrein eða meðal almennings) er að greina þarna á milli!

Hagsmunaaðillar, lyfjafyrirtæki eða lifræni/næringapredikara-geirinn, vinna ötullega að því að móta skoðanir fólks með birtingu greina, pistla, og persónulegra sagna á vefsíðum og prentmiðlum. Sem vísindamaður gef ég lítið fyrir sögur einstaklinga, ég snýtti mér á mánudegi og varð fyrir eldingu á þriðjudegi (snýtingar eru móðgun við rafkerfi segulsviðs jarðar sem hefndi sín á mér), og vill frekar sjá stórar og vandaðar rannsóknir (með vel útskýrðri verklýsingu þannig að hægt er að sjá hvernig gögnum var aflað og úr þeim unnið). Best er ef gögnin eru öll aðgengileg og að aðrir geti hlaðið þeim niður og gert sínar greiningar á þeim sjálfir.

Ítarefni:

Orca á scienceblogs Danish investigator Poul Thorsen: Custom-made for the anti vaccine movement to distract from inconvenient science

og

The use of Poul Thorsen to distract from inconvenient facts about vaccine safety continues apace


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband