Leita í fréttum mbl.is

Eins árs afmæli LUVS

Fyrir ári síðan var Dagur íslenskrar náttúru haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn, á afmælisdegi Ómars Ragnarsonar 16. september.

Á þeim degi var Líf- og umhverfisvísindastofnun HÍ stofnuð, og nú heldur hún upp á eins árs afmæli sitt með dagskrá föstudaginn 14. September 2012 (14:00 til 16:00). Þema afmælishátíðarinnar er hnattræn umhverfismál. Þrír sérfræðingar stofnunarinnar fjalla um það viðfangsefni, hver frá sínu horni.

Anna Karlsdóttir lektor í land- og ferðamálafræði - Hagræn og samfélagsleg áhrif loftslagsbreytinga á Norðurslóðum

Ingibjörg Svala Jónsdóttir prófessor í líffræði - Áhrif loftslagsbreytinga á gróður norðlægra slóða

Snæbjörn Pálsson dósent í líffræði  - Loftslagsbreytingar, erfðalandfræði og uppruni tegunda á Íslandi

Aðgangur á afmælishátíðinina er ókeypis og hún er öllum opin.

Nánari upplýsingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband